Haaland fær frí vegna jarðarfarar Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 10:00 Erling Haaland skoraði gegn Arsenal um helgina og ætti að geta mætt Newcastle næsta laugardag. Getty Erling Haaland er farinn til Noregs vegna jarðarfarar og verður ekki með Manchester City í kvöld þegar liðið mætir Watford í enska deildabikarnum í fótbolta. Haaland er mættur til Noregs til að syrgja náinn fjölskylduvin, Ívar Eggja, sem til að mynda var svaramaður í brúðkaupi Alfie Haaland, pabba Erlings. Markahróknum var boðið að taka sér leyfi eftir að Eggja lést en afþakkaði það og spilaði leikina gegn Brentford, Inter og Arsenal, og skoraði í þeim þrjú mörk. Áður hafði hann opnað sig um það á samfélagsmiðlum hve mikið hann saknaði Ívars, sem var 59 ára þegar hann lést. Haaland flaug til Noregs í gær vegna jarðarfararinnar, samkvæmt Manchester Evening News, en talið er að hann verði mættur og klár í slaginn í næsta deildarleik City sem er við Newcastle á útivelli á laugardaginn. Liðsfélagar Haalands hafa, samkvæmt frétt MEN, verið duglegir við að styðja við hann á erfiðum tímum og þeir sendu til að mynda blóm í einkaboxið hans á Etihad-leikvanginum, þar sem hans fólk fylgdist með leik City við Brentford. „Til þess eru lið. Við styðjum hver annan og reynum að hjálpa. Að þessu sinni var það Erling en við reynum allir að hjálpa hver öðrum. Ekki bara við liðsfélagarnir heldur allir í félaginu,“ sagði Manuel Akanji, miðvörður City. Haaland setti met gegn Brentford með því að hafa skorað níu mörk í fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildarinnar, og með markinu gegn Arsenal á sunnudag hefur hann einnig sett met yfir flest mörk í fyrstu fimm leikjum tímabils. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31 Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
Haaland er mættur til Noregs til að syrgja náinn fjölskylduvin, Ívar Eggja, sem til að mynda var svaramaður í brúðkaupi Alfie Haaland, pabba Erlings. Markahróknum var boðið að taka sér leyfi eftir að Eggja lést en afþakkaði það og spilaði leikina gegn Brentford, Inter og Arsenal, og skoraði í þeim þrjú mörk. Áður hafði hann opnað sig um það á samfélagsmiðlum hve mikið hann saknaði Ívars, sem var 59 ára þegar hann lést. Haaland flaug til Noregs í gær vegna jarðarfararinnar, samkvæmt Manchester Evening News, en talið er að hann verði mættur og klár í slaginn í næsta deildarleik City sem er við Newcastle á útivelli á laugardaginn. Liðsfélagar Haalands hafa, samkvæmt frétt MEN, verið duglegir við að styðja við hann á erfiðum tímum og þeir sendu til að mynda blóm í einkaboxið hans á Etihad-leikvanginum, þar sem hans fólk fylgdist með leik City við Brentford. „Til þess eru lið. Við styðjum hver annan og reynum að hjálpa. Að þessu sinni var það Erling en við reynum allir að hjálpa hver öðrum. Ekki bara við liðsfélagarnir heldur allir í félaginu,“ sagði Manuel Akanji, miðvörður City. Haaland setti met gegn Brentford með því að hafa skorað níu mörk í fyrstu fjórum leikjum úrvalsdeildarinnar, og með markinu gegn Arsenal á sunnudag hefur hann einnig sett met yfir flest mörk í fyrstu fimm leikjum tímabils.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31 Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
Haaland ekki refsað Erling Haaland verður ekki refsað fyrir það að kasta boltanum viljandi í höfuð Gabriels eftir jöfnunarmark Manchester City gegn Arsenal í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 23. september 2024 12:31
Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02