„Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 17:03 Helena Ólafsdóttir þjálfaði bæði Gígju Valgerði Harðardóttur og Kristrúnu Rut Antonsdóttur en til skamms tíma. stöð 2 sport Þær Gígja Valgerður Harðardóttir, leikmaður Víkings, og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti fyrir næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Gígja og stöllur hennar í Víkingi taka á móti Val í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu á morgun. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en stefna á að komast upp í það þriðja. „Við höfum sagt að við stefnum eins hátt og við getum fyrst við erum ekki að fara að keppa um titilinn. Við stefnum á 3. sætið. Eins höfum við stefnt að því að ná stigum gegn öllum liðunum í sumar og við eigum eftir að ná stigum gegn Val þannig að við eigum eftir að ná því markmiði,“ sagði Gígja. Helena benti á að Gígja hefði sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og í sumar. Hún var sjálf hógvær þegar talið barst að eigin frammistöðu. „Það er engin leyniuppskrift. En þegar maður er með marga bolta á lofti - ég er með tvær dætur heima - þannig að maður vill leggja sig fram þann tíma sem maður eyðir í fótboltann. Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli þegar maður er búinn að taka sér smá pásu og ekki vera á fullu. Fyrir þetta tímabil langaði mig að fara á fullt aftur og spila í efstu deild. Þá leggur maður enn harðar að sér og uppsker samkvæmt því,“ sagði Gígja. Hvaða lið ætti að vilja mig? Þróttur er aftur á móti í 5. sæti deildarinnar og á enn eftir að vinna leik í úrslitakeppninni. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Þór/KA. Kristrún gekk í raðir Þróttar frá Selfossi fyrir þetta tímabil. Selfyssingar féllu úr Bestu deildinni í fyrra og Kristrún viðurkennir að það hafi sviðið. „Maður fær alltaf smá skot á sjálfstraustið þegar liðið manns fellur eða er búið að vera í vandræðum lengi. Maður hugsar alltaf: Maður var að falla, hvaða lið ætti að vilja mig? En ég hafði einhverja trú á sjálfri mér og hef alveg leiki og reynslu til að bakka það upp,“ sagði Kristrún. Klippa: Besta upphitunin - 22. umferð Þróttarar byrjuðu tímabilið illa en náðu sér svo betur á strik eftir því sem á sumarið leið. Þjálfari liðsins er Ólafur Kristjánsson sem er á sínu fyrsta tímabili í kvennaboltanum. „Þetta var svolítið sérstakt því það var búin að vera svo mikil seigla í liðinu á undirbúningstímabilinu og mikill framgangur. Það var svolítið erfitt að taka við þessum höggum því við vissum ekki alveg hvað við vorum að gera rangt. En það er einhver ákveðinn tími sem það tekur nýjan þjálfara að koma inn, allt er að mótast og smella saman. ,“ sagði Kristrún. „Það sem mér fannst halda okkur öllum saman var að Óli var alltaf þarna til að bakka okkur upp. Hann var alltaf: Ég tek bara ábyrgðina. Við höfðum alltaf trú á hvorri annarri og getu okkar sem liðs því við höfðum fundið það á einhverjum tímapunkti á undirbúningstímabilinu.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Víkingur Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira