Helga Mogensen látin Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2024 09:13 Helga lætur eftir sig tvær dætur, Ylfu Edith Fenger og Hönnu Eiríksdóttur Mogensen og fimm barnabörn. Aðsend Helga Mogensen matarfrömuður og frumkvöðull lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sjötíu ára að aldri. Helga Mogensen fæddist á Selfossi 12. apríl 1954 en flutti til Reykjavíkur á unglingsaldri. Foreldrar hennar voru Helge Mogensen mjólkurbúfræðingur og Þórunn Málfríður Jónsdóttir kaupmaður. Helga lætur eftir sig tvær dætur, Ylfu Edith Fenger og Hönnu Eiríksdóttur Mogensen og fimm barnabörn. Í tilkynningu um andlát hennar kemur fram að hún hafi um árabil búið í Danmörku þar sem hún kynntist og tileinkaði sér grænmetisfæði sem og jógaiðkun sem hún stundaði reglulega og kenndi. Auk þess lærði hún þar óhefðbundnar lækningar. Á níunda áratugnum fór Helga til frekara náms í jógafræðum og iðkun á Kripalu-jógastöðinni í Massachusetts í Bandaríkjunum og opnaði seinna jógastöðina Heimsljós ásamt vinum hér heima á Íslandi, og kenndi síðar víða jóga, þar á meðal í Kramhúsinu. „Helga var í hópi helstu brautryðjanda á sviði uppbyggingar og reksturs grænmetisveitingastaða í Reykjavík og má í því samhengi nefna veitingastaðinn Á næstu grösum sem hún ásamt vinum opnaði árið 1978 og rak um árabil, og síðar heilsuveitingastaðina Krúsku og Maður lifandi,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur þar einnig fram að mataruppskriftir hennar hafi notið mikilla vinsælda. Þær hafi birst í matreiðslubókum og á matseðlum veitingahúsa og mötuneyta. „Helga hefur hannað margvíslegar uppskriftir úr íslensku hráefni fyrir garðyrkjubændur og samtök þeirra. Þá rak Helga rak um tíma hádegisverðarþjónustu fyrir vinnustaði og hóf árið 2013 framleiðslu á hollusturéttum undir merkjunum Kræsingar frú Mogensen sem naut mikilla vinsælda um land allt.“ Síðustu árin starfaði Helga á veitingastofu Hringsins á barnaspítalanum við Hringbraut og hlúði þar bæði að starfsfólki og gestum og gangandi með hollustufæði í fyrirrúmi. „Helga ferðaðist um víða veröld, ávallt í leit að aukinni þekkingu og skilningi sem hún margnýtti í starfi sínu og lífi,“ segir að lokum í tilkynningunni. Andlát Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Helga Mogensen fæddist á Selfossi 12. apríl 1954 en flutti til Reykjavíkur á unglingsaldri. Foreldrar hennar voru Helge Mogensen mjólkurbúfræðingur og Þórunn Málfríður Jónsdóttir kaupmaður. Helga lætur eftir sig tvær dætur, Ylfu Edith Fenger og Hönnu Eiríksdóttur Mogensen og fimm barnabörn. Í tilkynningu um andlát hennar kemur fram að hún hafi um árabil búið í Danmörku þar sem hún kynntist og tileinkaði sér grænmetisfæði sem og jógaiðkun sem hún stundaði reglulega og kenndi. Auk þess lærði hún þar óhefðbundnar lækningar. Á níunda áratugnum fór Helga til frekara náms í jógafræðum og iðkun á Kripalu-jógastöðinni í Massachusetts í Bandaríkjunum og opnaði seinna jógastöðina Heimsljós ásamt vinum hér heima á Íslandi, og kenndi síðar víða jóga, þar á meðal í Kramhúsinu. „Helga var í hópi helstu brautryðjanda á sviði uppbyggingar og reksturs grænmetisveitingastaða í Reykjavík og má í því samhengi nefna veitingastaðinn Á næstu grösum sem hún ásamt vinum opnaði árið 1978 og rak um árabil, og síðar heilsuveitingastaðina Krúsku og Maður lifandi,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur þar einnig fram að mataruppskriftir hennar hafi notið mikilla vinsælda. Þær hafi birst í matreiðslubókum og á matseðlum veitingahúsa og mötuneyta. „Helga hefur hannað margvíslegar uppskriftir úr íslensku hráefni fyrir garðyrkjubændur og samtök þeirra. Þá rak Helga rak um tíma hádegisverðarþjónustu fyrir vinnustaði og hóf árið 2013 framleiðslu á hollusturéttum undir merkjunum Kræsingar frú Mogensen sem naut mikilla vinsælda um land allt.“ Síðustu árin starfaði Helga á veitingastofu Hringsins á barnaspítalanum við Hringbraut og hlúði þar bæði að starfsfólki og gestum og gangandi með hollustufæði í fyrirrúmi. „Helga ferðaðist um víða veröld, ávallt í leit að aukinni þekkingu og skilningi sem hún margnýtti í starfi sínu og lífi,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Andlát Veitingastaðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira