Sigmundur birtist fyrirvaralaust Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 13:39 Þingmennirnir hafa svo sannarlega brugðið á leik í kjördæmaviku. Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa staðið fyrir þverpólitískum gauragangi og gríni í ferð sinni um landshlutann í kjördæmaviku í myndböndum sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Myndböndin birtast á reikningi Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar þó Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þau upp. Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval? Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval?
Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira