Tækifæri til að efla Kötlu jarðvang Einar Freyr Elínarson skrifar 3. október 2024 09:03 Í kjölfar þess að samningur var undirritaður við Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þar sem tryggður er 10 milljóna króna árlegur stuðningur næstu tvö árin, eru tækifæri til að efla og styrkja Kötlu UNESCO Global Geopark. Innan jarðvangsins er einstök náttúra og hann gegnir mikilvægu hlutverki í að draga fram sérstöðu svæðisins með áherslu á náttúruvernd, fræðslu og menningu. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína fyrir fullum sal á ráðstefnu evrópskra jarðvanga sem haldin er þessa dagana í Reykjanesbæ og hlaut mikið lof viðstaddra og annarra ræðumanna. Nikolaos Zouros, formaður framkvæmdastjórnar alþjóðlegra jarðvanga (GGN) fagnaði þessu mjög í ávarpi sínu og sagði að þetta væri fordæmi sem önnur ríki ættu að líta til. Með auknum stuðningi er jarðvangnum kleift að auka fræðslustarfsemi og rannsóknir á svæðinu, efla innviði fyrir ferðamenn, og búa jarðveg fyrir ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Jarðvangurinn hefur nú þegar staðið sig afar vel á þessu sviði, og þessi nýi samningur styrkir okkur til að þróa áfram verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og verndun náttúruauðlinda svæðisins. Það er mikilvægt að nýta þennan stuðning til að styrkja tengsl okkar við alþjóðlegt net jarðvanga, og gera Katla UNESCO Global Geopark að miðpunkti fyrir rannsóknir og nýsköpun tengda jarðfræði og náttúruvernd. Með aukinni fræðslu til heimamanna og ferðamanna aukum við meðvitund um mikilvægi náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar. Verkefnið sem jarðvangurinn vann í samstarfi við Víkurskóla og hlaut Menntaverðlaun Suðurlands á síðasta ári, er frábært dæmi um það hvernig Katla UNESCO Global Geopark hefur lagt sig fram við að fræða næstu kynslóðir um íslenska náttúru. Með áherslu á jarðfræði og með nýstárlegum kennsluaðferðum, veitir þetta verkefni börnum einstakt tækifæri til að kynnast náttúru svæðisins beint. Slík verkefni eru auðvitað mikilvæg fyrir börn almennt, en sérstaklega fyrir börn innflytjenda sem kunna að búa mörg ekki að sama þekkingarlega bakgrunni heima fyrir um íslenska náttúru. Að fá tækifæri til að læra um íslenska náttúru með þessum hætti eykur skilning þeirra á landinu sem þau búa í og hjálpar þeim að mynda sterkari tengsl við samfélagið. Þetta er mikilvægt skref í að efla menntun og náttúruvitund allra barna, óháð bakgrunni þeirra, og undirstrikar þá mikilvægu fræðslu- og samfélagslegu þætti sem jarðvangurinn stendur fyrir. Ef vel er haldið á málum þá eru mikil tækifæri í eflingu Kötlu UNESCO Global Geopark. Áhrifin sem hann getur haft til góðs þegar kemur að fræðslu, rannsóknarstarfi og ferðaþjónustu geta verið heilmikil. Það er því mikið fagnaðarefni að hið opinbera, sveitarfélögin og nú ríkið líka, skuli með stuðningi sínum gera okkur kleift að grípa þessi tækifæri. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður í Kötlu UNESCO Global Geopark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar þess að samningur var undirritaður við Lilju D. Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þar sem tryggður er 10 milljóna króna árlegur stuðningur næstu tvö árin, eru tækifæri til að efla og styrkja Kötlu UNESCO Global Geopark. Innan jarðvangsins er einstök náttúra og hann gegnir mikilvægu hlutverki í að draga fram sérstöðu svæðisins með áherslu á náttúruvernd, fræðslu og menningu. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína fyrir fullum sal á ráðstefnu evrópskra jarðvanga sem haldin er þessa dagana í Reykjanesbæ og hlaut mikið lof viðstaddra og annarra ræðumanna. Nikolaos Zouros, formaður framkvæmdastjórnar alþjóðlegra jarðvanga (GGN) fagnaði þessu mjög í ávarpi sínu og sagði að þetta væri fordæmi sem önnur ríki ættu að líta til. Með auknum stuðningi er jarðvangnum kleift að auka fræðslustarfsemi og rannsóknir á svæðinu, efla innviði fyrir ferðamenn, og búa jarðveg fyrir ný tækifæri til atvinnuuppbyggingar. Jarðvangurinn hefur nú þegar staðið sig afar vel á þessu sviði, og þessi nýi samningur styrkir okkur til að þróa áfram verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu og verndun náttúruauðlinda svæðisins. Það er mikilvægt að nýta þennan stuðning til að styrkja tengsl okkar við alþjóðlegt net jarðvanga, og gera Katla UNESCO Global Geopark að miðpunkti fyrir rannsóknir og nýsköpun tengda jarðfræði og náttúruvernd. Með aukinni fræðslu til heimamanna og ferðamanna aukum við meðvitund um mikilvægi náttúruverndar og sjálfbærrar þróunar. Verkefnið sem jarðvangurinn vann í samstarfi við Víkurskóla og hlaut Menntaverðlaun Suðurlands á síðasta ári, er frábært dæmi um það hvernig Katla UNESCO Global Geopark hefur lagt sig fram við að fræða næstu kynslóðir um íslenska náttúru. Með áherslu á jarðfræði og með nýstárlegum kennsluaðferðum, veitir þetta verkefni börnum einstakt tækifæri til að kynnast náttúru svæðisins beint. Slík verkefni eru auðvitað mikilvæg fyrir börn almennt, en sérstaklega fyrir börn innflytjenda sem kunna að búa mörg ekki að sama þekkingarlega bakgrunni heima fyrir um íslenska náttúru. Að fá tækifæri til að læra um íslenska náttúru með þessum hætti eykur skilning þeirra á landinu sem þau búa í og hjálpar þeim að mynda sterkari tengsl við samfélagið. Þetta er mikilvægt skref í að efla menntun og náttúruvitund allra barna, óháð bakgrunni þeirra, og undirstrikar þá mikilvægu fræðslu- og samfélagslegu þætti sem jarðvangurinn stendur fyrir. Ef vel er haldið á málum þá eru mikil tækifæri í eflingu Kötlu UNESCO Global Geopark. Áhrifin sem hann getur haft til góðs þegar kemur að fræðslu, rannsóknarstarfi og ferðaþjónustu geta verið heilmikil. Það er því mikið fagnaðarefni að hið opinbera, sveitarfélögin og nú ríkið líka, skuli með stuðningi sínum gera okkur kleift að grípa þessi tækifæri. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps og stjórnarmaður í Kötlu UNESCO Global Geopark.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun