Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2024 10:06 Feðgarnir Eiður Smári og Andri Lucas Guðjohnsen á góðri stundu þegar að sá fyrrnefndi var leikmaður Chelsea. Vísir/Getty Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma. „Þetta er nokkuð dæmigert er það ekki?“ segir Andri Lucas í samtali við blaðamann BBC sem ritar grein um endurkomu Guðjohnsen nafnsins á Stamford Bridge. „Að dragast á móti Chelsea í Sambandsdeildinni.“ Eiður Smári Guðjohnsen á sérstakan stað í hjörtum stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa leikið þar á sínum tíma og verið afar sigursæll. Með Chelsea varð Eiður Smári til að mynda í tvígang Englandsmeistari. Hann lék 263 leiki fyrir félagið, skoraði 78 mörk og gaf fjörutíu stoðsendingar á yfir sex ára tímabili frá 2000 til ársins 2006 en þá lá leið hans til Barcelona. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitli með Chelsea undir stjórn José MourinhoVísir/Getty Allir þrír synir Eiðs Smára hafa fylgt í fótspor hans og eru nú atvinnumenn í knattspyrnu. Andri Lucas er næstelsti sonur Eiðs Smára og leikur eins og áður segir með Gent sem mætir á Brúna í kvöld. Sjálfur er Andri 22 ára gamall. Fæddur árið 2002 og segist hann muna glefsur frá tíma föður síns hjá Chelsea. Andri Lucas Guðjohnsen í leik með GentGetty/Srdjan Stevanovic „Það fyrsta sem ég gerði, þegar að ég sá að við höfðum dregist á móti Chelsea, var að hringja í föður minn. Þetta er sérstakt. Bæði fyrir mig og hann. Þegar að ég fæddist var pabbi leikmaður Chelsea. Þetta er einstakur dráttur að fá í Sambandsdeildinni.“ Í ítarlegri grein BBC um Guðjohnsen fjölskylduna er farið yfir þær kynslóðir knattspyrnumanna sem er að finna í fjölskyldunni. Greinina má finna hér. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Þetta er nokkuð dæmigert er það ekki?“ segir Andri Lucas í samtali við blaðamann BBC sem ritar grein um endurkomu Guðjohnsen nafnsins á Stamford Bridge. „Að dragast á móti Chelsea í Sambandsdeildinni.“ Eiður Smári Guðjohnsen á sérstakan stað í hjörtum stuðningsmanna Chelsea eftir að hafa leikið þar á sínum tíma og verið afar sigursæll. Með Chelsea varð Eiður Smári til að mynda í tvígang Englandsmeistari. Hann lék 263 leiki fyrir félagið, skoraði 78 mörk og gaf fjörutíu stoðsendingar á yfir sex ára tímabili frá 2000 til ársins 2006 en þá lá leið hans til Barcelona. Eiður Smári fagnar Englandsmeistaratitli með Chelsea undir stjórn José MourinhoVísir/Getty Allir þrír synir Eiðs Smára hafa fylgt í fótspor hans og eru nú atvinnumenn í knattspyrnu. Andri Lucas er næstelsti sonur Eiðs Smára og leikur eins og áður segir með Gent sem mætir á Brúna í kvöld. Sjálfur er Andri 22 ára gamall. Fæddur árið 2002 og segist hann muna glefsur frá tíma föður síns hjá Chelsea. Andri Lucas Guðjohnsen í leik með GentGetty/Srdjan Stevanovic „Það fyrsta sem ég gerði, þegar að ég sá að við höfðum dregist á móti Chelsea, var að hringja í föður minn. Þetta er sérstakt. Bæði fyrir mig og hann. Þegar að ég fæddist var pabbi leikmaður Chelsea. Þetta er einstakur dráttur að fá í Sambandsdeildinni.“ Í ítarlegri grein BBC um Guðjohnsen fjölskylduna er farið yfir þær kynslóðir knattspyrnumanna sem er að finna í fjölskyldunni. Greinina má finna hér.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira