Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2024 08:00 Sigurður með silfurverðlaunin sem hann vann verðskuldað til á Golf Masters í Makaó. Vísir/Sigurjón Sigurður Guðmundsson, kylfingur úr Golfklúbbi Sandgerðis náði framúrskarandi árangri á Golf Masters mótinu í Makaó undir lok síðasta mánaðar. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur sæti á mótinu og Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna. Golf Masters í Makaó í Asíu er mót fyrir fatlaða með þroskaskerðingu og er Sigurður fyrsti Íslendingurinn til þess að taka sæti á mótinu. Þangað var honum boðið vegna góðs árangurs. „Ég fékk boð. Eftir að hafa keppt á Special Olympics í Berlín í Þýskalandi í fyrra. Um að taka þátt á Makaó Golf Masters mótinu í ár. Mér gekk rosalega vel út í Berlín. Náði öðru sæti á því móti líka og það komu fulltrúar frá Makaó Golf Masters á það mót og þar fylgdust þeir með kylfingum. Ég sýndi fram á einhverja hæfileika sem urðu til þess að ég fékk boð á mótið.“ Það fengu fimmtán bestu kylfingarnir í heiminum boð á þetta mót. Ég var einn af þeim. Sá eini frá Íslandi en alls voru sjö kylfingar þarna frá Evrópu. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið boð til þess að keppa þarna úti og einnig rosalega stoltur af því. að fá að vera fyrsti Íslendingurinn til að keppa þarna. Fá að upplifa þetta mót. Næst ætlum við að taka fleiri Íslendinga með okkur.“ Lagði á sig mikla vinnu Við tók spennandi ævintýri og um þrjátíu klukkustunda langt ferðalag frá Sandgerði til Makaó eftir að Sigurður hafði fjármagnað ferðina upp á eigin spýtur. „Ég fór sjálfur í smá fjáröflun. Sótti um nokkra styrki og vann mér inn pening fyrir ferðinni með því að þrífa bíla. Ég hef reynslu af því. Ég bónaði bíla í einhverja tvo mánuði og var fullbókaður í því. Spilað við frábærar aðstæður í Makaó.Aðsend mynd Og öll vinnan sem hann lagði á sig borgaði sig því Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á mótinu eftir að hafa ekki ætlað sér að sækja mót út fyrir landsteinana í ár. „Ég var ekkert að hugsa um að kíkja út á eitthvað golfmót. Markmið mín sneru að því að lækka forgjöfina í sumar. En ég er mjög sáttur með það hvernig til tókst. Ég náði að halda fókus og varna því að ég myndi missa hausinn. Því ef maður missir hausinn þá fer allt í rugl. Ég upplifði það smá í Berlín þar sem að ég átti tvær slæmar holur. Þá hugsaði ég með sjálfum „okey þessar tvær holur eru frá. Nú núllstilli ég mig og ætla að fókusera á næstu holur. Þá fór allt í réttan farveg hjá mér.“ Sigurður horfir hér á eftir góðu höggi.Aðsend mynd Vill meira Úti í Makaó var Sigurður að spila í allt öðruvísi aðstæðum en hann er vanur hér heima. „Við fengum rosalega mikið af sól og hita úti. Við byrjuðum klukkan níu á morgnanna að spila og spiluðum níu holur í um þrjátíu stiga hita og miklum raka. Hitinn varð síðan bara meiri eftir því sem leið á daginn.“ Svo sannarlega mikil lífsreynsla fyrir Sigurð sem er félagi í Golfklúbbi Sandgerðis. Auk þess að sinna golfinu starfar hann á leikskóla og gat glatt börnin með silfurmedalíunni þegar að hann sneri aftur heim til Íslands. „Þær voru rosa stoltar af mér stúlkurnar í vinnunni og krakkarnir. Ég hafði verið í fríi í rúma viku. Það var tekið vel á móti mér er ég sneri aftur. Með medalíuna og allt.“ Eitt er víst og það er að Sigurður hefur mjög mikla ástríðu fyrir golfíþróttinni. „Ég hef verið í golfi síðan árið 2002 þökk sé afa mínum honum Friðjóni. Hann tók mig og bróðir minn alltaf með sér á golfæfingar á sumrin. Síðan þá hef ég haldið mig við golfið. Þetta er íþrótt sem snýr að bæði andlegu og líkamlegu hliðinni. Það er góð hreyfing í þessu. Mikið labb. Hugarleikfimi líka sem krefst því að maður haldi einbeitingu og missi ekki hausinn. Ég vil ná aðeins lengra í íþróttinni. Markmiðið er að komast í meistaraflokkinn á meistaramótinu og komast á fleiri golfmót erlendis.“ Golf Kína Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golf Masters í Makaó í Asíu er mót fyrir fatlaða með þroskaskerðingu og er Sigurður fyrsti Íslendingurinn til þess að taka sæti á mótinu. Þangað var honum boðið vegna góðs árangurs. „Ég fékk boð. Eftir að hafa keppt á Special Olympics í Berlín í Þýskalandi í fyrra. Um að taka þátt á Makaó Golf Masters mótinu í ár. Mér gekk rosalega vel út í Berlín. Náði öðru sæti á því móti líka og það komu fulltrúar frá Makaó Golf Masters á það mót og þar fylgdust þeir með kylfingum. Ég sýndi fram á einhverja hæfileika sem urðu til þess að ég fékk boð á mótið.“ Það fengu fimmtán bestu kylfingarnir í heiminum boð á þetta mót. Ég var einn af þeim. Sá eini frá Íslandi en alls voru sjö kylfingar þarna frá Evrópu. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið boð til þess að keppa þarna úti og einnig rosalega stoltur af því. að fá að vera fyrsti Íslendingurinn til að keppa þarna. Fá að upplifa þetta mót. Næst ætlum við að taka fleiri Íslendinga með okkur.“ Lagði á sig mikla vinnu Við tók spennandi ævintýri og um þrjátíu klukkustunda langt ferðalag frá Sandgerði til Makaó eftir að Sigurður hafði fjármagnað ferðina upp á eigin spýtur. „Ég fór sjálfur í smá fjáröflun. Sótti um nokkra styrki og vann mér inn pening fyrir ferðinni með því að þrífa bíla. Ég hef reynslu af því. Ég bónaði bíla í einhverja tvo mánuði og var fullbókaður í því. Spilað við frábærar aðstæður í Makaó.Aðsend mynd Og öll vinnan sem hann lagði á sig borgaði sig því Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna á mótinu eftir að hafa ekki ætlað sér að sækja mót út fyrir landsteinana í ár. „Ég var ekkert að hugsa um að kíkja út á eitthvað golfmót. Markmið mín sneru að því að lækka forgjöfina í sumar. En ég er mjög sáttur með það hvernig til tókst. Ég náði að halda fókus og varna því að ég myndi missa hausinn. Því ef maður missir hausinn þá fer allt í rugl. Ég upplifði það smá í Berlín þar sem að ég átti tvær slæmar holur. Þá hugsaði ég með sjálfum „okey þessar tvær holur eru frá. Nú núllstilli ég mig og ætla að fókusera á næstu holur. Þá fór allt í réttan farveg hjá mér.“ Sigurður horfir hér á eftir góðu höggi.Aðsend mynd Vill meira Úti í Makaó var Sigurður að spila í allt öðruvísi aðstæðum en hann er vanur hér heima. „Við fengum rosalega mikið af sól og hita úti. Við byrjuðum klukkan níu á morgnanna að spila og spiluðum níu holur í um þrjátíu stiga hita og miklum raka. Hitinn varð síðan bara meiri eftir því sem leið á daginn.“ Svo sannarlega mikil lífsreynsla fyrir Sigurð sem er félagi í Golfklúbbi Sandgerðis. Auk þess að sinna golfinu starfar hann á leikskóla og gat glatt börnin með silfurmedalíunni þegar að hann sneri aftur heim til Íslands. „Þær voru rosa stoltar af mér stúlkurnar í vinnunni og krakkarnir. Ég hafði verið í fríi í rúma viku. Það var tekið vel á móti mér er ég sneri aftur. Með medalíuna og allt.“ Eitt er víst og það er að Sigurður hefur mjög mikla ástríðu fyrir golfíþróttinni. „Ég hef verið í golfi síðan árið 2002 þökk sé afa mínum honum Friðjóni. Hann tók mig og bróðir minn alltaf með sér á golfæfingar á sumrin. Síðan þá hef ég haldið mig við golfið. Þetta er íþrótt sem snýr að bæði andlegu og líkamlegu hliðinni. Það er góð hreyfing í þessu. Mikið labb. Hugarleikfimi líka sem krefst því að maður haldi einbeitingu og missi ekki hausinn. Ég vil ná aðeins lengra í íþróttinni. Markmiðið er að komast í meistaraflokkinn á meistaramótinu og komast á fleiri golfmót erlendis.“
Golf Kína Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira