Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2024 16:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir talar fyrir því að íslensku krónunni verði lagt og allir spili eftir sömu leikreglum hér á landi, með evruna. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“ Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“
Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira