Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 14:33 Breiðablik hefur þegar horft á eftir einum stórum titli í hendur Vals í sumar, í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. vísir/Anton Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Breiðabliki nægir jafntefli í leiknum, sem hefst á Hlíðarenda klukkan 16:15. Vegleg útsending verður á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 15:45. „Ég held að það sé enginn í Breiðabliki að pæla í þessu jafntefli. Þær eru búnar að vera á rosalegu „rönni“ en á sama tíma held ég að þær séu mjög meðvitaðar um að í síðustu tveimur leikjum gegn Val, á Valsvellinum og í bikarúrslitaleiknum, hefur Valur haft mjög góð tök á leiknum,“ segir Jóhannes Karl en þáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir úrslitadaginn Miklu skiptir fyrir Val að Katie Cousins geti beitt sér sem mest í leiknum: „Maður hefur heyrt að hún sé svolítið tæp en Adda [aðstoðarþjálfari Vals] sagði í viðtali við mig í gær að hún myndi spila. Maður hefur á tilfinningunni að ef hún getur labbað þá muni hún byrja leikinn,“ sagði Guðmundur. „Hún bossaði síðasta deildarleik liðanna. Ef að Valur ætlar að hafa yfirhöndina þá er þetta lykilkonan í þeirra leik,“ bætti Mist við. Valur og Breiðablik hafa þegar mæst í fimm leikjum á þessu ári og hafa ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals haft betur í fjórum þeirra. „Þær eru búnar að sýna síðustu árin að þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið, og urðu bikarmeistarar fyrr í sumar. Þær elska þessa stóru leiki, og nú þurfa Blikarnir að sýna að þær elski þá líka,“ sagði Guðmundur en þáttinn má sjá hér að ofan. Einnig spilað um þriðja og fimmta sæti Leikurinn um titilinn vekur auðvitað langmesta athygli en áður en að honum kemur fara tveir leikir fram klukkan 14. Þór/KA og Víkingur spila um 3. sætið og í Hafnarfirði spila Þróttur og FH um 5. sætið. Allir leikir eru að sjálfsögðu á Sportrásum Stöðvar 2. Staðan og lokaumferðin í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira