Lið Hildar yfir gegn meisturunum í hálfleik en töpuðu með sjö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2024 17:15 Hildur (til vinstri í efri röðinni) getur huggað sig við það að án hennar fékk liðið á sig fimm mörk á aðeins tuttugu mínútum. Madríd CFF Hildur Antonsdóttir og stöllur í Madríd CFF voru 1-0 yfir gegn Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona þegar flautað var til hálfleiks í leik liðanna í efstu deild kvenna í knattspyrnu fyrr í dag. Börsungar skoruðu átta mörk í síðari hálfleik. Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti. Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Sjá meira
Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti.
Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Sjá meira