„Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. október 2024 18:43 Nik með Íslandsmeistaraskjöldinn. Vísir/Pawel Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks og Íslandsmeistari, var að vonum kampakátur eftir leik á Hlíðarenda og þakkaði Öglu Maríu Albertsdóttur kærlega fyrir að peppa liðið aftur í gang eftir tap í bikarúrslitaleiknum fyrr á tímabilinu. Blikar héldu út, markalaust jafntefli varð niðurstaðan gegn Val, sem dugði til að lyfta titlinum. „Ég er orðlaus. Þetta var stórkostlegur leikur, bæði lið fengu fín færi og jafntefli held ég að hafi verið sanngjörn niðurstaða. Fyrsta jafnteflið hefði ekki getað komið á betri tíma,“ sagði Nik í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Nik tók við þjálfun Breiðabliks fyrir ári síðan. Þá var liðið í slæmri stöðu og langt frá því að berjast um titilinn. „Það hefur verið frábært, við höfum lagt svo hart að okkur og notið góðs stuðnings allan tímann. Komumst í bikarúrslit líka [gegn Val] en urðum fyrir vonbrigðum. Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram fyrir lokasprettinn. Við ætluðum okkar að verða Íslandsmeistarar og það tókst!“ „Þess vegna kom ég [til Breiðabliks]. Ég er búinn að vera með mynd af titlinum í huga í heilt ár og núna er hann okkar. Við erum meistarar og ætlum okkur meira á næsta tímabili.“ Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Staðan markalaus og Breiðablik dugði jafntefli. Liðið lagðist langt til baka og hélt út til enda. „Ekkert svo [stressandi]. Við glímdum vel við fyrirgjafirnar og stelpurnar lögðu inn svo mikla vinnu. Allar sem ein að verjast saman. Við vissum að Valur gæti sært okkur en við gerðum ótrúlega vel. Ég hafði aldrei áhyggjur, vissi að stelpurnar myndu sigla þessu heim,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Blikar héldu út, markalaust jafntefli varð niðurstaðan gegn Val, sem dugði til að lyfta titlinum. „Ég er orðlaus. Þetta var stórkostlegur leikur, bæði lið fengu fín færi og jafntefli held ég að hafi verið sanngjörn niðurstaða. Fyrsta jafnteflið hefði ekki getað komið á betri tíma,“ sagði Nik í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport beint eftir leik. Nik tók við þjálfun Breiðabliks fyrir ári síðan. Þá var liðið í slæmri stöðu og langt frá því að berjast um titilinn. „Það hefur verið frábært, við höfum lagt svo hart að okkur og notið góðs stuðnings allan tímann. Komumst í bikarúrslit líka [gegn Val] en urðum fyrir vonbrigðum. Agla María hélt liðsfund eftir þann leik og hvatti liðið áfram fyrir lokasprettinn. Við ætluðum okkar að verða Íslandsmeistarar og það tókst!“ „Þess vegna kom ég [til Breiðabliks]. Ég er búinn að vera með mynd af titlinum í huga í heilt ár og núna er hann okkar. Við erum meistarar og ætlum okkur meira á næsta tímabili.“ Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Staðan markalaus og Breiðablik dugði jafntefli. Liðið lagðist langt til baka og hélt út til enda. „Ekkert svo [stressandi]. Við glímdum vel við fyrirgjafirnar og stelpurnar lögðu inn svo mikla vinnu. Allar sem ein að verjast saman. Við vissum að Valur gæti sært okkur en við gerðum ótrúlega vel. Ég hafði aldrei áhyggjur, vissi að stelpurnar myndu sigla þessu heim,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira