„Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. október 2024 16:24 Árni Marínó Einarsson hefur verið einn besti markmaður deildarinnar í sumar en fékk slæmt mark á sig í dag. Það kom þó ekki að mikilli sök því ÍA vann 4-1 endurkomusigur. vísir / pawel „Þetta var mjög sætt, sérstaklega í ljósi þess að við fengum á okkur svona heldur slæmt mark í byrjun. Gott að koma til baka og vinna þetta örugglega,“ sagði Árni Marínó, markmaður ÍA, eftir 4-1 endurkomusigur Skagamanna gegn FH. FH tók forystuna á fyrstu mínútu með marki beint úr aukaspyrnu sem Kjartan Kári þrumaði í nærhornið úr stöðu sem var alls ekki vænleg. Flestir bjuggust við fyrirgjöf en Kjartan sá opnun og skaut að marki. „Ég held að ég sé að setja of mikið traust á manninn sem ég set í vegginn til að loka nærhorninu, en auðvitað á ég líka að geta bjargað þessu, það er ekki það.“ Þetta er í annað sinn í sumar sem Kjartan Kári skorar beint úr aukaspyrnu á Árna. Þeir voru ekki vinir fyrir og verða það líklega ekki í bráð. „Neinei, ég hef ekkert á móti honum,“ svaraði Árni, brosti við og setti ábyrgðina á sjálfan sig. „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu eða eitthvað.“ Það eru tveir leikir eftir af tímabilinu og ÍA hefur blandað sér í baráttuna um þriðja sætið eftirsótta. Árni ætlar að passa nærhornið vel og vonar að liðið sæki stigin sem það þarf. „Við förum bara fulla ferð á það, höfum engu að tapa. Eigum heimaleik aftur næst [gegn Víkingi] og stefnum bara á að sækja þrjú stig þar. Sjáum hvað það dugir okkur,“ sagði Árni að lokum. Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
FH tók forystuna á fyrstu mínútu með marki beint úr aukaspyrnu sem Kjartan Kári þrumaði í nærhornið úr stöðu sem var alls ekki vænleg. Flestir bjuggust við fyrirgjöf en Kjartan sá opnun og skaut að marki. „Ég held að ég sé að setja of mikið traust á manninn sem ég set í vegginn til að loka nærhorninu, en auðvitað á ég líka að geta bjargað þessu, það er ekki það.“ Þetta er í annað sinn í sumar sem Kjartan Kári skorar beint úr aukaspyrnu á Árna. Þeir voru ekki vinir fyrir og verða það líklega ekki í bráð. „Neinei, ég hef ekkert á móti honum,“ svaraði Árni, brosti við og setti ábyrgðina á sjálfan sig. „Ég verð bara að setja fleiri í vegginn næst og standa í nærhorninu eða eitthvað.“ Það eru tveir leikir eftir af tímabilinu og ÍA hefur blandað sér í baráttuna um þriðja sætið eftirsótta. Árni ætlar að passa nærhornið vel og vonar að liðið sæki stigin sem það þarf. „Við förum bara fulla ferð á það, höfum engu að tapa. Eigum heimaleik aftur næst [gegn Víkingi] og stefnum bara á að sækja þrjú stig þar. Sjáum hvað það dugir okkur,“ sagði Árni að lokum.
Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira