Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 21:32 Framhaldsmyndin Joker: Folie á Deux hefur fengið mjög misjafna dóma. Margir gagnrýnendur lofa þó frammistöðu aðalleikaranna tveggja, Joaquin Phoenix og Lady Gaga. Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna. Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna. Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira