Sakar stjórn Fylkis um óheiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 12:59 Gunnar Magnús Jónsson er ekki lengur þjálfari Fylkis. vísir/Anton Fótboltaþjálfarinn Gunnar Magnús Jónsson segir stjórnarmenn knattspyrnudeildar Fylkis hafa gengið á bak orða sinna með því að hætta við að framlengja samning við hann um að þjálfa áfram kvennalið félagsins. Þetta fullyrðir Gunnar Magnús í samtali við Fótbolta.net í dag og kveðst hafa tilkynnt leikmönnum að hann yrði áfram þjálfari Fylkis, eftir munnlegt samkomulag við stjórnina. Ragnar Páll Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, viðurkennir að niðurstaðan af fundi fyrir um þremur vikum hafi verið að allar líkur væru á að framlengt yrði við Gunnar Magnús. „Síðan varð bara breyting á því, sem getur alltaf orðið,“ segir Ragnar Páll við Fótbolta.net. Gunnar Magnús segir stjórnina þarna hafa sýnt óheiðarleika sem varpi skugga á annars gott samstarf. Hann hafi verið viss um að munnlega samkomulagið myndi gilda. „Mér finnst það bara óheiðarlegt náttúrulega, mikill óheiðarleiki og kom mér mjög á óvart svona í ljósi þess hvað þetta er búinn að vera frábær tími og frábær klúbbur. Ég hef ekkert nema gott um Fylki að segja, nema þetta tiltekna atvik,“ segir Gunnar Magnús við Fótbolta.net. En Ragnar Páll lítur hlutina öðrum augum: „Nei, þetta var ekki formlegt samkomulag, en niðurstaða fundarins var þannig að það væru allar líkur á að hann yrði áfram. Við báðum hann hins vegar að halda því fyrir sig. Ég gengst nú ekki við einhverjum óheiðarleika, ég myndi ekki kalla þetta það, en auðvitað varð breyting á - það sem við töldum vera nokkuð góðar líkur á, það varð ekki. Niðurstaðan var þessi að framlengja ekki við hann. Við höfum alveg hist síðan og tökumst alveg í hendur og heilsumst í Bónus, þetta er bara boltinn.“ Gunnar Magnús, sem er Keflvíkingur, tók við Fylki fyrir tveimur árum og fékk Sonný Láru Þráinsdóttur sem aðstoðarþjálfara. Undir þeirra stjórn komst Fylkir upp í efstu deild í fyrra en liðið endaði svo í neðsta sæti Bestu deildarinnar í ár, með 13 stig úr 21 leik, eða sex stigum frá næsta örugga sæti. Besta deild kvenna Fylkir Lengjudeild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Þetta fullyrðir Gunnar Magnús í samtali við Fótbolta.net í dag og kveðst hafa tilkynnt leikmönnum að hann yrði áfram þjálfari Fylkis, eftir munnlegt samkomulag við stjórnina. Ragnar Páll Bjarnason, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, viðurkennir að niðurstaðan af fundi fyrir um þremur vikum hafi verið að allar líkur væru á að framlengt yrði við Gunnar Magnús. „Síðan varð bara breyting á því, sem getur alltaf orðið,“ segir Ragnar Páll við Fótbolta.net. Gunnar Magnús segir stjórnina þarna hafa sýnt óheiðarleika sem varpi skugga á annars gott samstarf. Hann hafi verið viss um að munnlega samkomulagið myndi gilda. „Mér finnst það bara óheiðarlegt náttúrulega, mikill óheiðarleiki og kom mér mjög á óvart svona í ljósi þess hvað þetta er búinn að vera frábær tími og frábær klúbbur. Ég hef ekkert nema gott um Fylki að segja, nema þetta tiltekna atvik,“ segir Gunnar Magnús við Fótbolta.net. En Ragnar Páll lítur hlutina öðrum augum: „Nei, þetta var ekki formlegt samkomulag, en niðurstaða fundarins var þannig að það væru allar líkur á að hann yrði áfram. Við báðum hann hins vegar að halda því fyrir sig. Ég gengst nú ekki við einhverjum óheiðarleika, ég myndi ekki kalla þetta það, en auðvitað varð breyting á - það sem við töldum vera nokkuð góðar líkur á, það varð ekki. Niðurstaðan var þessi að framlengja ekki við hann. Við höfum alveg hist síðan og tökumst alveg í hendur og heilsumst í Bónus, þetta er bara boltinn.“ Gunnar Magnús, sem er Keflvíkingur, tók við Fylki fyrir tveimur árum og fékk Sonný Láru Þráinsdóttur sem aðstoðarþjálfara. Undir þeirra stjórn komst Fylkir upp í efstu deild í fyrra en liðið endaði svo í neðsta sæti Bestu deildarinnar í ár, með 13 stig úr 21 leik, eða sex stigum frá næsta örugga sæti.
Besta deild kvenna Fylkir Lengjudeild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira