GAZið: „Þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:59 Helgi Már þekkir það að verja titla og telur núverandi Íslandsmeistara þurfa á hjálp að halda. vísir Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, margfaldir meistarar með KR á árum áður, ræddu meðal annars núverandi Íslandsmeistara Vals í fjórða þætti af GAZið, hlaðvarpsþætti um körfubolta. Pavel hefur á tilfinningunni að eitthvað vanti í liðið og Helgi tók undir. Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur. Bónus-deild karla Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Pavel sagði hlustendum frá því að hann treysti mjög mikið á tilfinningar, myndi sér margar skoðanir og taki margar ákvarðanir út frá því hvernig honum líður, hvað tilfinningin segir honum. Tilfinningin fyrir Valsliðinu er ekki góð. „Tilfinningin segir mér að það vanti einhvers konar líf og partý, stemningu, ég veit ekki alveg hvað það er og næ ekki að koma rétta orðinu að því. En það er einhver tilfinning um að það vanti eitthvað,“ sagði Pavel um Íslandsmeistarana. Valur tapaði í úrslitaleik meistaranna gegn Keflavík og aftur í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Stjörnunni. Þurfa mann þó Kristófer sé á batavegi „Það vantar smá uppfærslu, smá ferskleika inn í þennan sterka kjarna til að kveikja í þessu eða búa til einhvern núning sem kemur þessu í gang. Upplifunin er þegar maður horfir á þennan leik að þeim vanti mann, Kára vantar einhvern til aðstoðar. Þeir geta ekki eingöngu keyrt á þessu liði þangað til Kristófer kemur aftur,“ tók Helgi Már undir og velti vöngum yfir því hvenær og hversu vel Kristófer Acox myndi snúa aftur. Hann hefði engar áhyggjur af því að Kristófer kæmist á endanum í stand, en sagði að það myndi taka tíma. „Jafnvel þó Kristófer væri þarna myndi maður vilja fá einhvern frískleika inn. Þeir eru búnir að vera í úrslitum núna þrjú ár í röð og þegar svona mikil velgengni er, þá kemur smá doði í mannskapinn,“ sagði Helgi einnig. Þáttinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Umræðan um Val hefst eftir rétt rúmar tíu mínútur.
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira