Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2024 08:35 Sigríður Hrönn var sveitarstjóri í Súðavík þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, er látin, 65 ára að aldri. Sigríður Hrönn var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar snjóflóðin féllu á bæinn í janúar 1995 og fjórtán fórust. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Sigríður Hrönn hafi látist síðastliðinn laugardag eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn. Sigríður Hrönn fæddist í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sinni til Súðavíkur þegar hún var ung að árum. Að loknu námi starfaði hún meðal annars sem útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík og lét að sér kveða í verkalýðsmálum. Hún varð svo oddviti hreppsnefndar 1986, var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar flóðin féllu að morgni 16. janúar 1995. „Hún var að auki formaður almannavarnanefndar Súðavíkur og mæddi mikið á henni á erfiðum tímum, en 14 fórust í flóðinu. Sigríður lét af starfi sveitarstjóra sumarið 1995 en hélt áfram í hreppsnefnd sem oddviti þar til kjörtímabilinu lauk 1998. Að loknum kosningum það ár varð hún formaður hafnarstjórnar Súðavíkur en hætti afskiptum af sveitarstjórnarmálum 2002. Samhliða störfum í hreppsnefnd var hún m.a. svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum og sá þá um móttöku flóttafólks frá Júgóslavíu. Einnig vann hún í Sparisjóði Súðavíkur og var starfsmaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða frá 2001 til 2006, er hún flutti til Reykjavíkur. Var hún fjármálastjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar til 2022,“ segir í æviágipinu í Morgunblaðinu. Fram kemur að ári eftir snjóflóðin hafi Sigríður Hrönn greinst með MS-sjúkdóminn og að mati lækna hafi mátt rekja veikindin til álagsins í kjölfar snjóflóðanna. Þá segir að árið 2019 hafi hún svo greinst með MND. Sigríður var alla tíð virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, hafði mikinn áhuga á brids og varð meðal annars fyrst kvenna Íslandsmeistari í einmenningi árið 2002. Eftirlifandi börn Sigríðar Hrannar og Óskars Elíassonar, sem lést árið 2014, eru þau Alda Björk og Örvar Snær, og þá eru barnabörn fimm. Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Sigríður Hrönn hafi látist síðastliðinn laugardag eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn. Sigríður Hrönn fæddist í Reykjavík en flutti með fjölskyldu sinni til Súðavíkur þegar hún var ung að árum. Að loknu námi starfaði hún meðal annars sem útibússtjóri Kaupfélagsins í Súðavík og lét að sér kveða í verkalýðsmálum. Hún varð svo oddviti hreppsnefndar 1986, var ráðin sveitarstjóri árið 1990 og gegndi starfinu þegar flóðin féllu að morgni 16. janúar 1995. „Hún var að auki formaður almannavarnanefndar Súðavíkur og mæddi mikið á henni á erfiðum tímum, en 14 fórust í flóðinu. Sigríður lét af starfi sveitarstjóra sumarið 1995 en hélt áfram í hreppsnefnd sem oddviti þar til kjörtímabilinu lauk 1998. Að loknum kosningum það ár varð hún formaður hafnarstjórnar Súðavíkur en hætti afskiptum af sveitarstjórnarmálum 2002. Samhliða störfum í hreppsnefnd var hún m.a. svæðisfulltrúi Rauða krossins á Vestfjörðum og sá þá um móttöku flóttafólks frá Júgóslavíu. Einnig vann hún í Sparisjóði Súðavíkur og var starfsmaður Vinnumálastofnunar Vestfjarða frá 2001 til 2006, er hún flutti til Reykjavíkur. Var hún fjármálastjóri hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar til 2022,“ segir í æviágipinu í Morgunblaðinu. Fram kemur að ári eftir snjóflóðin hafi Sigríður Hrönn greinst með MS-sjúkdóminn og að mati lækna hafi mátt rekja veikindin til álagsins í kjölfar snjóflóðanna. Þá segir að árið 2019 hafi hún svo greinst með MND. Sigríður var alla tíð virk í starfi Sjálfstæðisflokksins, hafði mikinn áhuga á brids og varð meðal annars fyrst kvenna Íslandsmeistari í einmenningi árið 2002. Eftirlifandi börn Sigríðar Hrannar og Óskars Elíassonar, sem lést árið 2014, eru þau Alda Björk og Örvar Snær, og þá eru barnabörn fimm.
Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Snjóflóðin í Súðavík Súðavíkurhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira