Er meðvirkni kostur? Davíð Þór Sigurðsson skrifar 9. október 2024 10:31 Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun