Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2024 13:37 Ferðamenn á snæðingi á Þingvöllum. Vísir/vilhelm Ferðamaður tók vel í beiðni pars um að hann tæki af þeim paramynd á Þingvöllum í morgun. Þegar myndatökunni var lokið og parið á bak og burt áttaði ferðamaðurinn sig á því að hann var kortaveskinu fátækari. Gylfi Þór Þórisson er leiðsögumaður með fulla rútu af ferðafólki á flakki um vinsælustu ferðamannastaði Suðvesturlandsins í dag. Hann lét kollega sína vita af vasaþjófunum með færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. „Þetta er óþægilegt fyrir alla. Skaðinn er ekki stór því það var bara eitt kort í veskinu og búið að loka því,“ segir Gylfi Þór. Upplifunin fyrir ferðamennina sé ekki góð. „Það er sama hvort þú tapar fjármunum eða ekki, það er óþægilegt að láta stela af sér.“ Gylfi Þór er meðvitaður um hættuna af vasaþjófum enda ekki í fyrsta skipti sem heyrist af vasaþjófum á vinsælustu ferðamannastöðunum sem tilheyra Gullna hringnum. Á sumum stöðum er varað við vasaþjófnaði á skiltum. Gylfi Þór segir þjófnað á borð við þennan oft tilkynntan en aldrei náist neinn. Hann hafi í þetta skiptið ekki einu sinni hringt í lögregluna heldur látið nægja að segja starfsmönnum þjóðgarðarins frá. „Þeir hafa eflaust látið lögreglu vita.“ Hann segist hafa deilt upplýsingunum með öðrum leiðsögumönnum í fyrrnefndum Facebook-hópi til að þeir geti varað ferðamenn á sínum vegum við. Vasaþjófarnir flakki um Gullna hringinn líkt og ferðamennirnir. Fólkið í hans rútu passi í það minnsta vasana sína vel eftir þessa upplifun. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis í sumar. Þingvellir Lögreglumál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07 Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55 Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Gylfi Þór Þórisson er leiðsögumaður með fulla rútu af ferðafólki á flakki um vinsælustu ferðamannastaði Suðvesturlandsins í dag. Hann lét kollega sína vita af vasaþjófunum með færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. „Þetta er óþægilegt fyrir alla. Skaðinn er ekki stór því það var bara eitt kort í veskinu og búið að loka því,“ segir Gylfi Þór. Upplifunin fyrir ferðamennina sé ekki góð. „Það er sama hvort þú tapar fjármunum eða ekki, það er óþægilegt að láta stela af sér.“ Gylfi Þór er meðvitaður um hættuna af vasaþjófum enda ekki í fyrsta skipti sem heyrist af vasaþjófum á vinsælustu ferðamannastöðunum sem tilheyra Gullna hringnum. Á sumum stöðum er varað við vasaþjófnaði á skiltum. Gylfi Þór segir þjófnað á borð við þennan oft tilkynntan en aldrei náist neinn. Hann hafi í þetta skiptið ekki einu sinni hringt í lögregluna heldur látið nægja að segja starfsmönnum þjóðgarðarins frá. „Þeir hafa eflaust látið lögreglu vita.“ Hann segist hafa deilt upplýsingunum með öðrum leiðsögumönnum í fyrrnefndum Facebook-hópi til að þeir geti varað ferðamenn á sínum vegum við. Vasaþjófarnir flakki um Gullna hringinn líkt og ferðamennirnir. Fólkið í hans rútu passi í það minnsta vasana sína vel eftir þessa upplifun. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis í sumar.
Þingvellir Lögreglumál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07 Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55 Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07
Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55
Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14