Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 06:55 Tropicana Field hefur verið heimavöllur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays alla tíð. Getty/Mike Carlson Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. Svo illa rifnaði þakið að fólk í næsta nágrenni gat horft beint inn á leikvanginn, sem staðsettur er í St. Petersburg í Flórída og var opnaður árið 1990. The view from our window as we ride out the storm. The roof of Tropicana Field is destroyed by the winds of #HurricaneMilton. Praying for Tampa Bay and all areas affected. Stay safe, everyone pic.twitter.com/uy0aNGMAuJ— Dave Moore (@DaveMoore_83) October 10, 2024 The roof of Tropicana Field, where the #Rays play, sustained significant damage from #Hurricane #Milton pic.twitter.com/H7zZAgD8BN— Ryan Bass (@Ry_Bass) October 10, 2024 Leikvangurinn heitir Tropicana Field og er eini leikvangurinn í MLB-deildinni með þaki sem er, eða var, alltaf lokað. Til stóð að leikvangurinn yrði nýttur sem neyðarskýli fyrir þúsundir manna sem kæmu til með að leita þangað vegna fellibylsins. Fréttastöðin ABC segir að engan hafi hins vegar sakað þegar leikvangurinn skemmdist. Samkvæmt veðurstöð á Albert Whitted flugvellinum, í sex mínútna fjarlægð frá leikvanginum, náðu vindhviður 45 m/s. Samkvæmt upplýsingum um leikvanginn var þakið byggt til að þola vindstyrk allt að 51 m/s. The Trop, eins og leikvangurinn er kallaður, hefur verið heimavöllur Tampa Bay Rays alla tíð eða frá áirnu 1998. Þar hafa einnig farið fram leikir í bandaríska háskólaruðningnum, fótbolta og jafnvel íshokkí. Til stendur að nýr leikvangur verði heimavöllur Rays frá og með árinu 2028. Fellibylurinn Milton kom að vesturströnd Flórída um klukkan hálfníu í gærkvöld að staðartíma og hafði í aðdragandanum verið lýst sem „óveðri aldarinnar“. Beina útsendingu frá vefmyndavélum í Flórída má sjá á Vísi. Fellibylurinn Milton Hafnabolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Svo illa rifnaði þakið að fólk í næsta nágrenni gat horft beint inn á leikvanginn, sem staðsettur er í St. Petersburg í Flórída og var opnaður árið 1990. The view from our window as we ride out the storm. The roof of Tropicana Field is destroyed by the winds of #HurricaneMilton. Praying for Tampa Bay and all areas affected. Stay safe, everyone pic.twitter.com/uy0aNGMAuJ— Dave Moore (@DaveMoore_83) October 10, 2024 The roof of Tropicana Field, where the #Rays play, sustained significant damage from #Hurricane #Milton pic.twitter.com/H7zZAgD8BN— Ryan Bass (@Ry_Bass) October 10, 2024 Leikvangurinn heitir Tropicana Field og er eini leikvangurinn í MLB-deildinni með þaki sem er, eða var, alltaf lokað. Til stóð að leikvangurinn yrði nýttur sem neyðarskýli fyrir þúsundir manna sem kæmu til með að leita þangað vegna fellibylsins. Fréttastöðin ABC segir að engan hafi hins vegar sakað þegar leikvangurinn skemmdist. Samkvæmt veðurstöð á Albert Whitted flugvellinum, í sex mínútna fjarlægð frá leikvanginum, náðu vindhviður 45 m/s. Samkvæmt upplýsingum um leikvanginn var þakið byggt til að þola vindstyrk allt að 51 m/s. The Trop, eins og leikvangurinn er kallaður, hefur verið heimavöllur Tampa Bay Rays alla tíð eða frá áirnu 1998. Þar hafa einnig farið fram leikir í bandaríska háskólaruðningnum, fótbolta og jafnvel íshokkí. Til stendur að nýr leikvangur verði heimavöllur Rays frá og með árinu 2028. Fellibylurinn Milton kom að vesturströnd Flórída um klukkan hálfníu í gærkvöld að staðartíma og hafði í aðdragandanum verið lýst sem „óveðri aldarinnar“. Beina útsendingu frá vefmyndavélum í Flórída má sjá á Vísi.
Fellibylurinn Milton Hafnabolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira