Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar. Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira