Kornbændur á Suðurlandi bera sig vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2024 21:06 Björgvin Þór Harðarson, sem er mjög öflugur og duglegur kornbóndi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskir kornbændur bera sig vel með uppskeru haustsins þrátt fyrir leiðinlegt vor og sumar. Unnið er að uppskeru á fullu þessa dagana. Það var margt um manninum á kornökrunum í Gunnarsholti í vikunni þar sem fór meðal annars fram vinnustofa og kynning á stöðu kornræktarinnar með íslenskum og erlendum sérfræðingum, auk kornbænda. Kynntar voru mismunandi tilraunir á ökrunum og spáð og spekúlerað í stöðu kornræktar á Íslandi. Þrátt fyrir allt þá bera kornbændur sig bara ansi vel og eru sáttir og sælir þrátt fyrir ömurlegt sumar. „Það hefur gengið bara mjög vel, veðrið hefur leikið við okkur að því leytinu til að það hefur verið kyrrt. Það er ekkert brotið og ekki skemmt neitt eftir veður eða annað,” segir Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Gunnarsholti og víðar. Þannig að þú ert sáttur og sæll eftir sumarið þrátt fyrir allt? „Já, miðað við hvernig sumarið var, hversu lélegt, kalt og leiðinlegt , kaldasta sumar í marga áratugi segja einhverjir veðurfræðingar og fyrst það er hægt að rækta korn á þessu sumri þá er þetta bara hægt,” segir Björgvin Þór. Kornið lítur mjög vel út á Suðurlandi þetta haustið enda bændur mjög ánægðir með uppskeruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er líka ánægður með uppskeru haustsins. „Sérstaklega eftir þetta sumar sem er kannski í kaldara lagi, að það skuli vera heilmikil uppskera hjá mönnum hérna allavega Sunnanlands. Þetta er allavega mjög misjafnt en sérstaklega á hlýrri stöðum eins og undir Eyjafjöllum, þar er kornið bara tiltölulega gott yfir að líta. Það er að verða núna mjög öflugt starf í kynbótastarfseminni í korninu,” segir Ólafur. Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem stendur sig alltaf vel í kornræktinni með sínu fólki á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Það var margt um manninum á kornökrunum í Gunnarsholti í vikunni þar sem fór meðal annars fram vinnustofa og kynning á stöðu kornræktarinnar með íslenskum og erlendum sérfræðingum, auk kornbænda. Kynntar voru mismunandi tilraunir á ökrunum og spáð og spekúlerað í stöðu kornræktar á Íslandi. Þrátt fyrir allt þá bera kornbændur sig bara ansi vel og eru sáttir og sælir þrátt fyrir ömurlegt sumar. „Það hefur gengið bara mjög vel, veðrið hefur leikið við okkur að því leytinu til að það hefur verið kyrrt. Það er ekkert brotið og ekki skemmt neitt eftir veður eða annað,” segir Björgvin Þór Harðarson, kornbóndi í Gunnarsholti og víðar. Þannig að þú ert sáttur og sæll eftir sumarið þrátt fyrir allt? „Já, miðað við hvernig sumarið var, hversu lélegt, kalt og leiðinlegt , kaldasta sumar í marga áratugi segja einhverjir veðurfræðingar og fyrst það er hægt að rækta korn á þessu sumri þá er þetta bara hægt,” segir Björgvin Þór. Kornið lítur mjög vel út á Suðurlandi þetta haustið enda bændur mjög ánægðir með uppskeruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er líka ánægður með uppskeru haustsins. „Sérstaklega eftir þetta sumar sem er kannski í kaldara lagi, að það skuli vera heilmikil uppskera hjá mönnum hérna allavega Sunnanlands. Þetta er allavega mjög misjafnt en sérstaklega á hlýrri stöðum eins og undir Eyjafjöllum, þar er kornið bara tiltölulega gott yfir að líta. Það er að verða núna mjög öflugt starf í kynbótastarfseminni í korninu,” segir Ólafur. Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, sem stendur sig alltaf vel í kornræktinni með sínu fólki á bænum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira