Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:50 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins og útilokar ekki verkföll í fleiri skólum. Vísir/Bjarni „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“ Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“
Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira