Nýja skipið mun betra Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2024 09:43 Nýja björgunarskipið Björg á siglingu. Landsbjörg Landsbjörg fékk nýtt björgunarskip afhent á föstudag. Gestir og gangandi geta skoðað skipið í Reykjavíkurhöfn í dag. Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Skipið, sem ber nafnið Björg, var afhent formlega við hátíðlega athöfn í Hörpu á föstudag, á sama tíma og alþjóðleg ráðstefna Landsbjargar, Björgun, var sett. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars Guðmundur í Brim, Kristján Loftsson í Hval og Hermann Björnsson í Sjóvá en félög þeirra lögðu tugi milljóna til verkefnisins hvort um sig. Þá var fyrirtækjum á landsbyggðinni, til að mynda Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi á Siglufirði, þakkað fyrir að hafa stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. Þá var tilkynnt að fjármögnun liggi fyrir sem tryggi smíði á næsta björgunarskipi Landsbjargar sem verður gert út frá Vopnafirði. „Við erum að láta frá okkur skip sem er komið vel á aldur. Við erum að færast til nútímans. Þetta skip fer miklu betur með mannskapinn. Við förum miklu hraðar yfir, komumst lengra, getum meira. Þannig að þetta er mikið framfaraskref,“ segir Halldór Kristinsson, skipstjóri á Björgu. Svæðið sem Björg kemur til með að aðstoða á er ansi stórt. Því er mikilvægt að hafa gott skip. „Þar af leiðandi er allur Breiðafjörðurinn og við erum með allt Snæfellsnesið undir. Alveg inn í Stykkishólm, yfir á Brjánslæk og svo Breiðafjörð þannig það er bara mikil tilhlökkun í öllu samfélaginu, öllum sveitunum og hjá sjómönnum og öðrum sem við hjálpum,“ segir Halldór. Björgin er splunkuný.Vísir/Rúnar Ráðstefnan klárast í dag. Gestir og gangandi geta skoðað nýja skipið í Reykjavíkurhöfn en þegar ráðstefnunni lýkur siglir Björg til heimahafnar á Rifi þar sem heimamenn blása til hátíðar af því tilefni. Halldór Kristinsson er skipstjóri á Björgu.Vísir/Rúnar
Björgunarsveitir Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira