Enginn þingfundur í dag og óvissa um framhaldið Elín Margrét Böðvarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. október 2024 08:02 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingfundur verður ekki á Alþingi í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir og segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis að það sé eðlilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hefði þingfundur átt að fara fram í dag. Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40
Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08
Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25