Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. október 2024 10:49 Páll Steingrímsson skipstjóri hjá Samherja hefur sakað blaðamenn um græsku. Málið var fellt niður í síðasta mánuði en hann undirbýr kæru til ríkissaksóknara. Vísir Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. Þetta segir Eva í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti 26. september síðastliðinn á Facebook-síðu sinni að rannsóknin hafi verið felld niður. Um er að ræða rannsókn sem staðið hefur yfir í rúm þrjú ár á meintri byrlun Páls, afritun upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu myndefni sem á símanum var. Málsaðilar hafa mánuð til að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Sjö höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu: Fyrrverandi eiginkona Páls og sex blaðamenn. Fram kom í Facebook-færslunni að fyrrverandi eiginkonan hafi játað að hafa byrlað Páli, stolið síma hans og afhent blaðamönnum. Málið væri hins vegar ekki líklegt til sakfellingar og því ákveðið að fella það niður. Þá segir í færslunni að framburður konunnar hafi verið stöðugur allan tímann um að hún hafi afhent fjölmiðlum símann. Skipaður lögmaður hennar, Hólmgeir Elías Flosason, sagði í samtali við Heimildina fyrr í þessum mánuði að þetta sé alrangt og han hafi upplýsingar undir höndum sem sýni að lögregla fari með ósannindi í færslunni. Eins vísar lögregla til þess ítrekað að rannsóknin hafi dregist á langinn vegna veikinda konunnar. Hólmgeir segir þetta tvískinnung, enda hafi hún í tvígang verið dregin fyrir dóm í aðalmeðferð af lögreglu. Um sé að ræða eftiráskýringar þar sem lögregla reyni að breiða yfir eigin klúður. „Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ sagði hann. Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 3. október 2024 22:57 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Þetta segir Eva í samtali við fréttastofu. Lögreglan tilkynnti 26. september síðastliðinn á Facebook-síðu sinni að rannsóknin hafi verið felld niður. Um er að ræða rannsókn sem staðið hefur yfir í rúm þrjú ár á meintri byrlun Páls, afritun upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu myndefni sem á símanum var. Málsaðilar hafa mánuð til að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Sjö höfðu réttarstöðu sakbornings í málinu: Fyrrverandi eiginkona Páls og sex blaðamenn. Fram kom í Facebook-færslunni að fyrrverandi eiginkonan hafi játað að hafa byrlað Páli, stolið síma hans og afhent blaðamönnum. Málið væri hins vegar ekki líklegt til sakfellingar og því ákveðið að fella það niður. Þá segir í færslunni að framburður konunnar hafi verið stöðugur allan tímann um að hún hafi afhent fjölmiðlum símann. Skipaður lögmaður hennar, Hólmgeir Elías Flosason, sagði í samtali við Heimildina fyrr í þessum mánuði að þetta sé alrangt og han hafi upplýsingar undir höndum sem sýni að lögregla fari með ósannindi í færslunni. Eins vísar lögregla til þess ítrekað að rannsóknin hafi dregist á langinn vegna veikinda konunnar. Hólmgeir segir þetta tvískinnung, enda hafi hún í tvígang verið dregin fyrir dóm í aðalmeðferð af lögreglu. Um sé að ræða eftiráskýringar þar sem lögregla reyni að breiða yfir eigin klúður. „Lögreglan er að reyna að fegra sinn hlut og reyna að skýra þennan drátt með vísan til hennar veikinda,“ sagði hann.
Byrlunar- og símastuldarmálið Lögreglumál Fjölmiðlar Samherjaskjölin Lögreglan Tengdar fréttir Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 3. október 2024 22:57 Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Lögmaður eiginkonunnar fyrrverandi segir lögreglu ljúga Lögmaður fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar skipstjóra, sem var til rannsóknar grunuð um að hafa byrlað Páli, afritað upplýsingar á síma hans og dreift kynferðislegu efni, segir lögreglu hreinlega ljúga í Facebook-færslu um málið. Hann kallar eftir opinberri rannsókn á vinnubrögðum lögreglu í málinu. 3. október 2024 22:57
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52
Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. 26. september 2024 21:15