Neyðarmóttakan; fyrir þolendur framhjáhalds Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 17. október 2024 14:31 „Viðbrögð vitnis A við atburðum aðfaranætur 25. júní 2023 og eftirfarandi áhrif á hana, sem framangreind vitni lýstu með greinargóðum og trúverðugum hætti fyrir dómi, geta vel samrýmst því að A hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu ákærða umrædda nótt, líkt og hún sjálf segir. Geta áhrifin og viðbrögðin þannig rennt stoðum undir það að framburður A, hvað varðar meint brot, sé réttur. Ákærði hefur á móti sagt að viðbrögð A geti allt eins átt þá skýringu að hún hafi þjáðst af samviskubiti vegna framhjáhalds, en þau hafi bæði átt maka þegar þetta var. Kvaðst ákærði þekkja að samviskubit fylgdi framhjáhaldi.“ Ofangreint er tekið úr nýlegum dómi. Þrátt fyrir að dómari trúi að brotaþoli hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi vegna þess að hún beri öll einkenni þess, þá fær ákærði samt að smætta ofbeldið í meint framhjáhald. Það er hins vegar ekki verið að rétta yfir manninum fyrir meint framhjáhald. Þá velti ég fyrir mér hvernig fabúleringar hins ákærða hafi meira vægi en upplifun og orð brotaþola og vitna. Einnig virðist það engin áhrif hafa á sekt hins ákærða að brotaþoli glími við margvíslegar afleiðingar af ofbeldinu. Erfið og niðurlægjandi skilyrði gagnvart brotaþolum Þolendur í kynferðisbrotamálum sem kæra brotin þurfa að vaða eld og brennistein til að komast í gegn um kerfið og uppfylla ótal skilyrði sem sakborningar fá að njóta vafans með. Brotaþolar þurfa helst að mæta á neyðarmóttökuna og gangast undir erfiða og niðurlægjandi læknisskoðun til að skrásetja áverka séu þeir til staðar. Því næst þarf brotaþoli að gefa skýrslu á sama tíma og viðkomandi er í miklu áfalli. Þá þarf skýrslan að vera óaðfinnanleg, allar tímasetningar helst upp á mínútu og allar lýsingar á verknaðinum nákvæmar. Svo þarf að komast að því hvort að málið uppfylli kröfur til að hægt sé að gefa út ákæru eða málið fellt niður. Ef málið nær í réttarsal þá má búast við því að neitun ákærða vegi þyngra en sönnunarbyrði sem þolandi hefur máli sínu til stuðnings. Það má nefna að neitun sakbornings vegur meira en upplifunin brotaþola af ofbeldinu, áverkar, áfallastreita og vitnisburður. Við höfum einnig séð dóma þar sem játning í skilaboðum dugði ekki til. Túlkun ákærða á atvikum málsins er oftast ekki véfengin og í stað þess að rétta yfir þeim ákærða er gripið í orð gegn orði. Já, þetta er orð gegn orði ef það á að hunsa öll gögn og framburði sem styðja við efni ákærunnar. Sýknudómar vegna þekkingarleysis dómara á áfallaviðbrögðum Það er með ólíkindum að árið 2024 séum við enn að lesa svona dóma. Sýknudóma vegna þess að brotaþoli gat ekki lýst því nákvæmlega hvernig ákærði klæddi hana úr pleðurbuxunum. Sýknudóma vegna þess að þrír dómarar sáu misræmi í frásögn brotaþola sem hlaut lífshættulega áverka í leggöngum. Svo miklar voru blæðingarnar að hún þurfti að gangast undir aðgerð, en hún á að geta munað hvert smáatriði árásarinnar. Sýknudóma vegna þess að dómari álítur að ekki sé vafi á að brotið hefur verið á brotaþola, þá þykir dómara varhugavert að telja að manninum hafi hlotið að vera ljóst að hann gengi gegn vilja konunnar. Ekki er hægt að refsa fyrir gáleysisbrot í þessum brotaflokki samkvæmt lögum og ber því að sýkna manninn. Sakborningar neita alltaf sök og við fáum að heyra ósanninda-þvætting um að þetta hafi verið harkalegt kynlíf, sem brotaþoli meira að segja bað um! Þrátt fyrir lokað þinghald í kynferðisbrotamálum, eru svo nær allar upplýsingar málsins ásamt ítarlegum lýsingum á brotinu gerð aðgengilegt almenningi. Fæst lesa dómana heldur láta sér nægja að rökræða í ummælakerfum fréttamiðla um trúverðugleika brotaþola og gera sér upp skoðanir á málum án þekkingar. Oftast er niðurstaðan sú að hún hljóti að hafa logið þar sem málið endaði með sýknu. „Rétta“ leiðin virkar einfaldlega ekki Konur leita réttar síns vegna þess að það er brotið á þeim. Þær sækja rétt sinn eins og samfélagið er alltaf að segja þeim að gera. Kærðu til lögreglu og farðu „réttu“ leiðina! „Rétta“ leiðin annars vegar veltur á því að lögreglan vinni rannsókn málsins almennilega og hins vegar huglægu mati dómara um hvað skiptir máli hverju sinni. Ef mat dómara er að trúverðugleiki brotaþola trompar ekki fabúleringar ákærða, þá stendur það. Það er, ef málið kemst svo langt og er ekki einfaldlega fellt niður á rannsóknarstigi. Sakfellingarhlutfallið á Íslandi í kynferðisbrotamálum er 3.48% vegna þess að dómarar meðal annars sýna algjört þekkingarleysi á áfallaviðbrögðum brotaþola. Eitt er víst að engin kona leitar til Neyðarmóttökunnar vegna framhjáhalds. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Sjá meira
„Viðbrögð vitnis A við atburðum aðfaranætur 25. júní 2023 og eftirfarandi áhrif á hana, sem framangreind vitni lýstu með greinargóðum og trúverðugum hætti fyrir dómi, geta vel samrýmst því að A hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu ákærða umrædda nótt, líkt og hún sjálf segir. Geta áhrifin og viðbrögðin þannig rennt stoðum undir það að framburður A, hvað varðar meint brot, sé réttur. Ákærði hefur á móti sagt að viðbrögð A geti allt eins átt þá skýringu að hún hafi þjáðst af samviskubiti vegna framhjáhalds, en þau hafi bæði átt maka þegar þetta var. Kvaðst ákærði þekkja að samviskubit fylgdi framhjáhaldi.“ Ofangreint er tekið úr nýlegum dómi. Þrátt fyrir að dómari trúi að brotaþoli hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi vegna þess að hún beri öll einkenni þess, þá fær ákærði samt að smætta ofbeldið í meint framhjáhald. Það er hins vegar ekki verið að rétta yfir manninum fyrir meint framhjáhald. Þá velti ég fyrir mér hvernig fabúleringar hins ákærða hafi meira vægi en upplifun og orð brotaþola og vitna. Einnig virðist það engin áhrif hafa á sekt hins ákærða að brotaþoli glími við margvíslegar afleiðingar af ofbeldinu. Erfið og niðurlægjandi skilyrði gagnvart brotaþolum Þolendur í kynferðisbrotamálum sem kæra brotin þurfa að vaða eld og brennistein til að komast í gegn um kerfið og uppfylla ótal skilyrði sem sakborningar fá að njóta vafans með. Brotaþolar þurfa helst að mæta á neyðarmóttökuna og gangast undir erfiða og niðurlægjandi læknisskoðun til að skrásetja áverka séu þeir til staðar. Því næst þarf brotaþoli að gefa skýrslu á sama tíma og viðkomandi er í miklu áfalli. Þá þarf skýrslan að vera óaðfinnanleg, allar tímasetningar helst upp á mínútu og allar lýsingar á verknaðinum nákvæmar. Svo þarf að komast að því hvort að málið uppfylli kröfur til að hægt sé að gefa út ákæru eða málið fellt niður. Ef málið nær í réttarsal þá má búast við því að neitun ákærða vegi þyngra en sönnunarbyrði sem þolandi hefur máli sínu til stuðnings. Það má nefna að neitun sakbornings vegur meira en upplifunin brotaþola af ofbeldinu, áverkar, áfallastreita og vitnisburður. Við höfum einnig séð dóma þar sem játning í skilaboðum dugði ekki til. Túlkun ákærða á atvikum málsins er oftast ekki véfengin og í stað þess að rétta yfir þeim ákærða er gripið í orð gegn orði. Já, þetta er orð gegn orði ef það á að hunsa öll gögn og framburði sem styðja við efni ákærunnar. Sýknudómar vegna þekkingarleysis dómara á áfallaviðbrögðum Það er með ólíkindum að árið 2024 séum við enn að lesa svona dóma. Sýknudóma vegna þess að brotaþoli gat ekki lýst því nákvæmlega hvernig ákærði klæddi hana úr pleðurbuxunum. Sýknudóma vegna þess að þrír dómarar sáu misræmi í frásögn brotaþola sem hlaut lífshættulega áverka í leggöngum. Svo miklar voru blæðingarnar að hún þurfti að gangast undir aðgerð, en hún á að geta munað hvert smáatriði árásarinnar. Sýknudóma vegna þess að dómari álítur að ekki sé vafi á að brotið hefur verið á brotaþola, þá þykir dómara varhugavert að telja að manninum hafi hlotið að vera ljóst að hann gengi gegn vilja konunnar. Ekki er hægt að refsa fyrir gáleysisbrot í þessum brotaflokki samkvæmt lögum og ber því að sýkna manninn. Sakborningar neita alltaf sök og við fáum að heyra ósanninda-þvætting um að þetta hafi verið harkalegt kynlíf, sem brotaþoli meira að segja bað um! Þrátt fyrir lokað þinghald í kynferðisbrotamálum, eru svo nær allar upplýsingar málsins ásamt ítarlegum lýsingum á brotinu gerð aðgengilegt almenningi. Fæst lesa dómana heldur láta sér nægja að rökræða í ummælakerfum fréttamiðla um trúverðugleika brotaþola og gera sér upp skoðanir á málum án þekkingar. Oftast er niðurstaðan sú að hún hljóti að hafa logið þar sem málið endaði með sýknu. „Rétta“ leiðin virkar einfaldlega ekki Konur leita réttar síns vegna þess að það er brotið á þeim. Þær sækja rétt sinn eins og samfélagið er alltaf að segja þeim að gera. Kærðu til lögreglu og farðu „réttu“ leiðina! „Rétta“ leiðin annars vegar veltur á því að lögreglan vinni rannsókn málsins almennilega og hins vegar huglægu mati dómara um hvað skiptir máli hverju sinni. Ef mat dómara er að trúverðugleiki brotaþola trompar ekki fabúleringar ákærða, þá stendur það. Það er, ef málið kemst svo langt og er ekki einfaldlega fellt niður á rannsóknarstigi. Sakfellingarhlutfallið á Íslandi í kynferðisbrotamálum er 3.48% vegna þess að dómarar meðal annars sýna algjört þekkingarleysi á áfallaviðbrögðum brotaþola. Eitt er víst að engin kona leitar til Neyðarmóttökunnar vegna framhjáhalds. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun