Stuðningur fjölskyldunnar ekki sjálfsagður Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. október 2024 16:05 Hrafnhildur bar sigur úr býtum í Ungfrú Ísland árið 2022. Hrafnhildur Haraldsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fer fram í Manila í Filipseyjum, þann 9. nóvember næstkomandi. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022 og er talin afar sigurstrangleg í keppninni ytra þrátt fyrir ungan aldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds. Ungfrú Ísland Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungfrú Ísland. Hrafnhildur, sem var aðeins 18 ára gömul þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland, hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína bæði á sviði og fyrir framan myndavélina. Hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2022 og verður nú fyrsti fulltrúi Íslands í Miss Earth. Í tilkynningunni segir að keppnin sé ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Þar verða krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni. „Það má eiginlega segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu“ „Ég er mjög spennt fyrir þessu stóra tækifæri og stolt af því að geta á ný verið fulltrúi Íslands á heimssviðinu. Ég hef þroskast mikið sem manneskja síðan ég fór í Miss Universe, og veit enn betur hver ég er og hvað ég stend fyrir. Að vera útnefnd Miss Earth Iceland er heiður sem ég ber með mikilli ánægju enda tengjast gildi keppninnar mjög mínum eigin,“ segir Hrafnhildur spennt. „Ég er líka svo heppin hvað fjölskyldan mín öll styður mig mikið í þessari ástríðu, mamma og pabbi ætla að koma út á keppnina, og amma mín og afi hafa stutt mig ómetanlega mikið. Það má eiginlega að segja að öll fjölskyldan sé saman í þessu. Svo á ég líka kærasta sem er algjör klettur, og samgleðst mér yfir öllum þeim tækifærum sem mér bjóðast. Það er ekki sjálfgefið að eiga svona sterkt stuðningsnet.“ Íslendingar ættu að geta tengt við keppnina Manuela Ósk Harðardóttir, forstjóri og framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir það ánægjulegt að Ísland sé nú með fulltrúa í þessari stóru keppni. „Miss Earth er keppni sem Íslendingar geta vel tengt við enda setur hún umhverfisvernd í öndvegi. Hrafnhildur verður glæsilegur fulltrúi okkar og orð geta varla lýst því hvað þessi unga kona hefur vaxið og dafnað hratt síðan hún kom fyrst á æfingarnar hjá okkur í undirbúning fyrir undankeppni Miss Universe á Íslandi fyrir eingöngu rúmlega tveimur árum síðan,“ segir Manuela Ósk. Frekari upplýsingar um Miss Earth má finna á www.missearth.tv og hægt er að fylgjast með Hrafnhildi á Instagram á www.instagram.com/hrafnhildurharalds.
Ungfrú Ísland Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira