Fær þitt barn kennslu í fjármálalæsi? Heiðrún Jónsdóttir skrifar 17. október 2024 23:56 Í sumar birti OECD ráðleggingar samhliða niðurstöðum PISA prófs í fjármálalæsi meðal 15 ára ungmenna í tuttugu löndum víða um heim. Þar benti OECD á að of algengt sé að börn og ungmenni á þessum aldri byrji að feta sig á sviði sinna persónulegu fjármála án þess að hafa grunnskilning á hvað felst í fjármálum einstaklingsins, t.d. með verslun á netinu og þátttöku á vinnumarkaði. Þá séu aðstæður á heimilum til að fá þessa fræðslu misjafnar. OECD: Öll börn ættu að fá kennslu í fjármálalæsi óháð félagslegri stöðu eða uppruna OECD leggur því áherslu á að kennsla um fjármál fari fram í skólum og áhersla á að kennslan þurfi að vera markviss og samræmd. OECD telur hlutverk stjórnvalda mikilvæg til að bæta fjármálalæsi, t.d. með því að móta heildræna landsstefnu í fjármálalæsi. Því hvetur OECD stjórnvöld allra ríkja til þess að sjá til þess að ungt fólk fái kennslu í fjármálalæsi. Það sé liður í að jafna stöðu barna sem hafa ólíkan bakgrunn og búa misvel við að fá fræðslu heima fyrir á þessu sviði. En fær þitt barn kennslu um fjármál í sínum skóla? SFF hafa í fjölmörg ár vakið athygli á mikilvægi þess að kenna öllum börnum um fjármál í grunnskólum, það verði gert að skyldu og kennt með samræmdum og heildrænum hætti. Í dag er staðan þannig að í sumum skólum er fjármálalæsi skyldufag, í öðrum valfag en enn er það svo að í mörgum skólum fá börn enga kennslu í fjármálalæsi. Í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir SFF kom fram að einungis 11% ungs fólks sagðist hafa lært fjármálalæsi en á sama tíma sögðu um 90% aðspurðra hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Læra um fjármál á heimilum eða netinu en vilja læra um þau í skólum Samkvæmt könnun Gallup töldu jafnframt flestir aðspurðra að þeir hefðu fengið sína fjármálafræðslu hjá foreldrum og svo á netinu, fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum þar sem áreiðanleiki upplýsinganna getur verið misjafn. Þegar hins vegar spurt var hvar telur þú heppilegast að fólk læri um fjármál og peninga töldu flestir eða 74% aðspurðar, að fjármálafræðslan ætti helst heima í grunn- og framhaldsskólum. Þá bentu niðurstöðurnar til þess að þeir sem hefðu meira fjármálalæsi væru ólíklegri til að hafa lent í fjárhagserfiðleikum og vanskilum en þeir sem höfðu minni þekkingu á fjármálum. Fyrstu sporin í fjármálum geta markað brautina Íslensk ungmenni eru fyrr á ferðinni en víða erlendis að fá fyrsta vísi að fjárhagslegu sjálfstæði. Þau byrja snemma að vinna og fá tekjur. Á sama tíma er mikil samfélagspressa á ungu fólki og umhverfi þeirra hefur tekið miklum breytingum m.a. vegna tækniframfara. Það er hægt að skuldbinda sig, með jákvæðum (sparnaður) eða neikvæðum (illa ígrunduð skuldsetning) hætti á nokkrum mínútum í síma eða tölvu. Áreitið á ungu fólki er mikið og á þeim dynja auglýsingar og tilboð sem auðvelt getur verið að falla fyrir. Ef börn byrja að misstíga sig í fjármálum þá getur verið afar þungt að vinna sig upp úr skuldum. Það hefur áhrif á sjálfstraust þeirra og jafnvel tækifæri til framtíðar. Við hjá SFF höfum reynt að gera það sem er á okkar færi til að efla fræðslu tengda fjármálalæsi hér á landi og höfum við undanfarin tíu ár haldið úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Í gegnum Fjármálavit höfum við meðal annars dreift yfir 18.000 eintökum af kennslubókum um fjármál einstaklinga til kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum, boðið upp á námskeið og námsefni fyrir kennara sem þess óska og haldið árlega Fjármálaleika, landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Við höfum hins vegar áhyggjur af þeim sem fá ekki leiðsögn foreldra eða annarra í nærumhverfi og heldur ekki í skólakerfinu. Við teljum það afar mikilvægt til að jafna stöðu allra barna er kemur að því að byggja upp heilbrigðan fjárhag óháð bakgrunni foreldra eða skólahverfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir PISA-könnun Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Grunnskólar Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Sjá meira
Í sumar birti OECD ráðleggingar samhliða niðurstöðum PISA prófs í fjármálalæsi meðal 15 ára ungmenna í tuttugu löndum víða um heim. Þar benti OECD á að of algengt sé að börn og ungmenni á þessum aldri byrji að feta sig á sviði sinna persónulegu fjármála án þess að hafa grunnskilning á hvað felst í fjármálum einstaklingsins, t.d. með verslun á netinu og þátttöku á vinnumarkaði. Þá séu aðstæður á heimilum til að fá þessa fræðslu misjafnar. OECD: Öll börn ættu að fá kennslu í fjármálalæsi óháð félagslegri stöðu eða uppruna OECD leggur því áherslu á að kennsla um fjármál fari fram í skólum og áhersla á að kennslan þurfi að vera markviss og samræmd. OECD telur hlutverk stjórnvalda mikilvæg til að bæta fjármálalæsi, t.d. með því að móta heildræna landsstefnu í fjármálalæsi. Því hvetur OECD stjórnvöld allra ríkja til þess að sjá til þess að ungt fólk fái kennslu í fjármálalæsi. Það sé liður í að jafna stöðu barna sem hafa ólíkan bakgrunn og búa misvel við að fá fræðslu heima fyrir á þessu sviði. En fær þitt barn kennslu um fjármál í sínum skóla? SFF hafa í fjölmörg ár vakið athygli á mikilvægi þess að kenna öllum börnum um fjármál í grunnskólum, það verði gert að skyldu og kennt með samræmdum og heildrænum hætti. Í dag er staðan þannig að í sumum skólum er fjármálalæsi skyldufag, í öðrum valfag en enn er það svo að í mörgum skólum fá börn enga kennslu í fjármálalæsi. Í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir SFF kom fram að einungis 11% ungs fólks sagðist hafa lært fjármálalæsi en á sama tíma sögðu um 90% aðspurðra hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Læra um fjármál á heimilum eða netinu en vilja læra um þau í skólum Samkvæmt könnun Gallup töldu jafnframt flestir aðspurðra að þeir hefðu fengið sína fjármálafræðslu hjá foreldrum og svo á netinu, fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum þar sem áreiðanleiki upplýsinganna getur verið misjafn. Þegar hins vegar spurt var hvar telur þú heppilegast að fólk læri um fjármál og peninga töldu flestir eða 74% aðspurðar, að fjármálafræðslan ætti helst heima í grunn- og framhaldsskólum. Þá bentu niðurstöðurnar til þess að þeir sem hefðu meira fjármálalæsi væru ólíklegri til að hafa lent í fjárhagserfiðleikum og vanskilum en þeir sem höfðu minni þekkingu á fjármálum. Fyrstu sporin í fjármálum geta markað brautina Íslensk ungmenni eru fyrr á ferðinni en víða erlendis að fá fyrsta vísi að fjárhagslegu sjálfstæði. Þau byrja snemma að vinna og fá tekjur. Á sama tíma er mikil samfélagspressa á ungu fólki og umhverfi þeirra hefur tekið miklum breytingum m.a. vegna tækniframfara. Það er hægt að skuldbinda sig, með jákvæðum (sparnaður) eða neikvæðum (illa ígrunduð skuldsetning) hætti á nokkrum mínútum í síma eða tölvu. Áreitið á ungu fólki er mikið og á þeim dynja auglýsingar og tilboð sem auðvelt getur verið að falla fyrir. Ef börn byrja að misstíga sig í fjármálum þá getur verið afar þungt að vinna sig upp úr skuldum. Það hefur áhrif á sjálfstraust þeirra og jafnvel tækifæri til framtíðar. Við hjá SFF höfum reynt að gera það sem er á okkar færi til að efla fræðslu tengda fjármálalæsi hér á landi og höfum við undanfarin tíu ár haldið úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Í gegnum Fjármálavit höfum við meðal annars dreift yfir 18.000 eintökum af kennslubókum um fjármál einstaklinga til kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum, boðið upp á námskeið og námsefni fyrir kennara sem þess óska og haldið árlega Fjármálaleika, landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Við höfum hins vegar áhyggjur af þeim sem fá ekki leiðsögn foreldra eða annarra í nærumhverfi og heldur ekki í skólakerfinu. Við teljum það afar mikilvægt til að jafna stöðu allra barna er kemur að því að byggja upp heilbrigðan fjárhag óháð bakgrunni foreldra eða skólahverfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun