Sagðir hafa fundið um 1.500 skilaboð milli Þorsteins og Jóhannesar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2024 08:05 Þorsteinn Már Baldvinsson og Jóhannes Stefánsson. Héraðssaksóknara hefur tekist að endurheimta um það bil 1.500 smáskilaboð sem fóru á milli Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara. Frá þessu greinir Heimildin. Í umfjöllun miðilsins er meðal annars vitnað til orða sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslum hjá saksóknara sumarið 2020. „Ég hafi ekkert með manninn að gera,“ sagði forstjórinn. Hann sagði samskipti sín við Jóhannes hafa verið takmörkuð. Jóhannes starfaði fyrir Samherja í Namibíu og sagðist meðal annars hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja en aldrei án þess að hafa fengið „grænt ljós“ frá Þorsteini. Samkvæmt heimildum Heimildarinnar tók tölva Jóhannesar afrit af símanum hans um eða eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Nú virðist sérfræðingum hafa tekist að endurheimt gögn sem voru afrituð, sem Heimildin segir sýna allt aðra mynd af samskiptum Jóhannesar og Þorsteins en forsvarsmenn Samherja hafa málað. „Samskiptin í raun, í raun voru takmörkuð en hann var haldinn þráhyggju varðandi að senda alveg endalaus email, sem þá í raun voru lítið lesin,“ er Þorsteinn sagður hafa sagt við yfirheyrslur hjá héraðssaksóknara. Þá sagði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, í YouTube myndskeiði fyrirtækisins þar sem farið var yfir málið að það hefði verið „allt of lítil vitneskja“ um það innan yfirstjórnar Samherja hvað var að gerast í Namibíu og að Jóhannes hefði alfarið stýrt starfseminni. Heimildin segir mörg smáskilaboðanna ganga út á að skipuleggja vídjófundi en samkvæmt lýsingum sem Heimildin hefur fengið á fundunum var Þorsteinn fámáll en kinkaði kolli til samþykkis. Samkvæmt Heimildinni hafa einnig fundist myndir í tölvunni sem sýna Þorstein og Jóhannes saman. Þá greinir frá því að Þorsteinn hafi nýlega verið yfirheyrður um smáskilaboðin. Hér má finna ítarlega umfjöllun Heimildarinnar um málið. Samherjaskjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Í umfjöllun miðilsins er meðal annars vitnað til orða sem Þorsteinn lét falla í yfirheyrslum hjá saksóknara sumarið 2020. „Ég hafi ekkert með manninn að gera,“ sagði forstjórinn. Hann sagði samskipti sín við Jóhannes hafa verið takmörkuð. Jóhannes starfaði fyrir Samherja í Namibíu og sagðist meðal annars hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja en aldrei án þess að hafa fengið „grænt ljós“ frá Þorsteini. Samkvæmt heimildum Heimildarinnar tók tölva Jóhannesar afrit af símanum hans um eða eftir að Jóhannes lét af störfum hjá Samherja. Nú virðist sérfræðingum hafa tekist að endurheimt gögn sem voru afrituð, sem Heimildin segir sýna allt aðra mynd af samskiptum Jóhannesar og Þorsteins en forsvarsmenn Samherja hafa málað. „Samskiptin í raun, í raun voru takmörkuð en hann var haldinn þráhyggju varðandi að senda alveg endalaus email, sem þá í raun voru lítið lesin,“ er Þorsteinn sagður hafa sagt við yfirheyrslur hjá héraðssaksóknara. Þá sagði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Samherja, í YouTube myndskeiði fyrirtækisins þar sem farið var yfir málið að það hefði verið „allt of lítil vitneskja“ um það innan yfirstjórnar Samherja hvað var að gerast í Namibíu og að Jóhannes hefði alfarið stýrt starfseminni. Heimildin segir mörg smáskilaboðanna ganga út á að skipuleggja vídjófundi en samkvæmt lýsingum sem Heimildin hefur fengið á fundunum var Þorsteinn fámáll en kinkaði kolli til samþykkis. Samkvæmt Heimildinni hafa einnig fundist myndir í tölvunni sem sýna Þorstein og Jóhannes saman. Þá greinir frá því að Þorsteinn hafi nýlega verið yfirheyrður um smáskilaboðin. Hér má finna ítarlega umfjöllun Heimildarinnar um málið.
Samherjaskjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira