Vandræðalegur starfsmaður rak Björn Leví burt frá vínbúðinni Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2024 12:02 Björn Leví hefur sig á brott með sína undirskriftalista, frá Vínbúðinni í Skeifunni; þar er bannað að safna undirskriftum. vísir/einar árnason Björn Leví Gunnarsson þingmaður varð undrandi þar sem hann stóð í sakleysi sínu fyrir utan Vínbúðina og var að safna undirskriftum fyrir Pírata en var rekinn þaðan í burtu. „Já. Ég þurfti víst að hafa uppáskrifað leyfi til að standa þarna á bílastæðinu í Skeifunni,“ segir Björn Leví forviða í samtali við fréttastofu. Þetta gerðist nú í morgun. Björn Leví lýsir því þannig að starfsmaður Vínbúðarinnar hafi komið út, fremur vandræðalegur, og beðið Björn Leví vinsamlegast um að hypja sig. Björn Leví segist ekki vita hvað kom til, hvort yfirboðaðar hans hafi lagt þetta til eða einhver viðskiptavinur Vínbúðarinnar kvartað sérstaklega. „Hann var bara að sinna sínu starfi en hafði augljóslega ekki gaman að því að sinna þessu verki,“ segir Björn Leví sem hlýddi þessu. Fór niður í bæ, stóð fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti og því fylgdu svo engin vandamál. Björn Leví segir að flokkarnir hver um sig þurfi að safna talsverðum slatta af undirskriftum til að fá að bjóða sig fram. Sem Birni finnst skondið en þetta sé nú einu sinni skemmtilegasti tíminn, þá hitti hann marga og gefist færi á að ræða við kjósendur. En það sé í mörg horn að líta, þó ríkisstjórnin hafi verið komin að fótum fram ber kosningarnar engu að síður bratt að. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Já. Ég þurfti víst að hafa uppáskrifað leyfi til að standa þarna á bílastæðinu í Skeifunni,“ segir Björn Leví forviða í samtali við fréttastofu. Þetta gerðist nú í morgun. Björn Leví lýsir því þannig að starfsmaður Vínbúðarinnar hafi komið út, fremur vandræðalegur, og beðið Björn Leví vinsamlegast um að hypja sig. Björn Leví segist ekki vita hvað kom til, hvort yfirboðaðar hans hafi lagt þetta til eða einhver viðskiptavinur Vínbúðarinnar kvartað sérstaklega. „Hann var bara að sinna sínu starfi en hafði augljóslega ekki gaman að því að sinna þessu verki,“ segir Björn Leví sem hlýddi þessu. Fór niður í bæ, stóð fyrir utan Vínbúðina í Austurstræti og því fylgdu svo engin vandamál. Björn Leví segir að flokkarnir hver um sig þurfi að safna talsverðum slatta af undirskriftum til að fá að bjóða sig fram. Sem Birni finnst skondið en þetta sé nú einu sinni skemmtilegasti tíminn, þá hitti hann marga og gefist færi á að ræða við kjósendur. En það sé í mörg horn að líta, þó ríkisstjórnin hafi verið komin að fótum fram ber kosningarnar engu að síður bratt að.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Píratar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira