Átti samtal við Höllu Hrund fyrir stjórnarslitin Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2024 11:46 Formaðurinn vermir annað sæti framboðslista Framsóknar í Suðurkjördæmi og segir mikilvægt að hugsa út fyrir kassann þegar knappur tími er til kosninga. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist sjálfur hafa ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að Halla Hrund Logadóttir fengi oddvitasætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann segir að þegar efnt sé til kosninga með stuttum fyrirvara þurfi að hafa hraðar hendur og þar sem Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið að mælast ásættanlega þurfi að horfa til djarfari lausna. Stuttur fyrirvari „Ég átti von á því að kosningar yrðu næsta vor eða jafnvel næsta haust en á hverjum tíma þarf stjórnmálaflokkur að horfa í kring um sig, hvar hann gæti styrkt sig, með hverjum hann gæti unnið. Við höfum auðvitað átt samtal meðal annars um orkumál og auðlindanýtingu, við Halla Hrund, og síðan núna í haust áður en að þetta var komið til hafði ég tekið samtal við hana um þessi mál,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins „En síðan þegar hlutirnir gerast með þessum hætti, það var á sunnudaginn fyrir sex dögum sem að formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra einhliða ákvað að slíta ríkisstjórninni og nú sex dögum síðar er þetta niðurstaðan,“ segir hann þá. Sigurður segist ekki vera hræddur um að detta sjálfur af þingi en formaðurinn hefur sjálfur ekki mælst inni á þingi sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Ég er ekki hræddur. Kjósendur ráða en ég vildi með þessu búa til öflugan valkost og segja einfaldlega að ef formaðurinn þorir ekki að taka slaginn með sínu fólki þá er hann ekki mikill leiðtogi,“ segir Sigurður. Hvergi af baki dottinn Hann segir engan bilbug finna á sér og að hann stefni ekki að því að hætta í íslenskum stjórnmálum í bráð. „Ég er formaður flokksins og við höfum fulla trú á því að við getum snúið þessu tafli við á næstu vikum og komið út sem sigurvegarar kosninganna eins og við gerðum 2021 og verið mikilsvert afl í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Þar ætla ég að vera,“ segir Sigurður Ingi. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Hann segir að þegar efnt sé til kosninga með stuttum fyrirvara þurfi að hafa hraðar hendur og þar sem Framsóknarflokkurinn hafi ekki verið að mælast ásættanlega þurfi að horfa til djarfari lausna. Stuttur fyrirvari „Ég átti von á því að kosningar yrðu næsta vor eða jafnvel næsta haust en á hverjum tíma þarf stjórnmálaflokkur að horfa í kring um sig, hvar hann gæti styrkt sig, með hverjum hann gæti unnið. Við höfum auðvitað átt samtal meðal annars um orkumál og auðlindanýtingu, við Halla Hrund, og síðan núna í haust áður en að þetta var komið til hafði ég tekið samtal við hana um þessi mál,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Sjá einnig: Halla Hrund gengin til liðs við Framsókn og tekur sæti formannsins „En síðan þegar hlutirnir gerast með þessum hætti, það var á sunnudaginn fyrir sex dögum sem að formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra einhliða ákvað að slíta ríkisstjórninni og nú sex dögum síðar er þetta niðurstaðan,“ segir hann þá. Sigurður segist ekki vera hræddur um að detta sjálfur af þingi en formaðurinn hefur sjálfur ekki mælst inni á þingi sem kjördæmakjörinn þingmaður. „Ég er ekki hræddur. Kjósendur ráða en ég vildi með þessu búa til öflugan valkost og segja einfaldlega að ef formaðurinn þorir ekki að taka slaginn með sínu fólki þá er hann ekki mikill leiðtogi,“ segir Sigurður. Hvergi af baki dottinn Hann segir engan bilbug finna á sér og að hann stefni ekki að því að hætta í íslenskum stjórnmálum í bráð. „Ég er formaður flokksins og við höfum fulla trú á því að við getum snúið þessu tafli við á næstu vikum og komið út sem sigurvegarar kosninganna eins og við gerðum 2021 og verið mikilsvert afl í íslenskum stjórnmálum á næstu árum. Þar ætla ég að vera,“ segir Sigurður Ingi.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Alþingi Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira