Dagmar Ýr tekur við stöðu sveitarstjóra af Birni Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2024 09:01 Dagmar Ýr Stefánsdóttir. Aðsend Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin til að gegna stöðu sveitarstjóra Múlaþings. Hún tekur við starfinu af Birni Ingimarssyni um næstu áramót, en hann hefur gegnt starfi sveitarstjóra frá því í júlí 2010. Í tilkynningu segir að alls hafi borist níu umsóknir um stöðuna en fimm einstaklingar dregið umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra: Dagmar Ýr Stefánsdóttir - Framkvæmdastjóri Gunnlaugur Aðalbjarnarson – Framkvæmdastjóri fjármála Hilmar Kristinsson - Verkefnastjóri Hlynur Jónsson - Lögmaður „Dagmar er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Undanfarið rúmt ár hefur hún gegnt stöðu framkvæmdastjóra Austurbrúar, sem er verkefnastofa sem sinnir stoðþjónustu og vinnur að framgangi víðtækra og þverfaglegra verkefna í þágu Austurlands. Meðal málaflokka Austurbrúar eru byggðaþróun, atvinnumál, fræðslumál og rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Áður starfaði Dagmar í tíu ár sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og þar áður fréttamaður á N4 sjónvarpi Norðurlands í eitt ár. Dagmar hefur auk þess setið í ýmsum stjórnum, s.s. í heimastjórn Fljótsdalshéraðs, í fagráði Seyðisfjarðarkaupstaðar, í stjórn Stapa lífeyrissjóðs og í fagráði Uppbyggingarsjóðs Austurlands. Dagmar er gift Guðmundi Hinriki Gústavssyni, leiðtoga hjá Alcoa Fjarðaráli og eiga þau tvo syni. Eru þau búsett á Egilsstöðum,“ segir í tilkynningunni sem fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings, þær Berglind Harpa Svavarsdóttir, D-lista, og Jónína Brynjólfsdóttir B-lista skrifa undir. Múlaþing Vistaskipti Tengdar fréttir Hafa auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar Sveitarfélagið Múlaþing hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar og gert gert ráð fyrir að nýr sveitarstjóri muni taka við um næstu áramót. 18. september 2024 12:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Í tilkynningu segir að alls hafi borist níu umsóknir um stöðuna en fimm einstaklingar dregið umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra: Dagmar Ýr Stefánsdóttir - Framkvæmdastjóri Gunnlaugur Aðalbjarnarson – Framkvæmdastjóri fjármála Hilmar Kristinsson - Verkefnastjóri Hlynur Jónsson - Lögmaður „Dagmar er með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Undanfarið rúmt ár hefur hún gegnt stöðu framkvæmdastjóra Austurbrúar, sem er verkefnastofa sem sinnir stoðþjónustu og vinnur að framgangi víðtækra og þverfaglegra verkefna í þágu Austurlands. Meðal málaflokka Austurbrúar eru byggðaþróun, atvinnumál, fræðslumál og rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Áður starfaði Dagmar í tíu ár sem yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, sem forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs hjá Háskólanum á Akureyri í fimm ár og þar áður fréttamaður á N4 sjónvarpi Norðurlands í eitt ár. Dagmar hefur auk þess setið í ýmsum stjórnum, s.s. í heimastjórn Fljótsdalshéraðs, í fagráði Seyðisfjarðarkaupstaðar, í stjórn Stapa lífeyrissjóðs og í fagráði Uppbyggingarsjóðs Austurlands. Dagmar er gift Guðmundi Hinriki Gústavssyni, leiðtoga hjá Alcoa Fjarðaráli og eiga þau tvo syni. Eru þau búsett á Egilsstöðum,“ segir í tilkynningunni sem fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings, þær Berglind Harpa Svavarsdóttir, D-lista, og Jónína Brynjólfsdóttir B-lista skrifa undir.
Múlaþing Vistaskipti Tengdar fréttir Hafa auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar Sveitarfélagið Múlaþing hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar og gert gert ráð fyrir að nýr sveitarstjóri muni taka við um næstu áramót. 18. september 2024 12:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Hafa auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar Sveitarfélagið Múlaþing hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar og gert gert ráð fyrir að nýr sveitarstjóri muni taka við um næstu áramót. 18. september 2024 12:08