Jakob og Tómas einu oddvitar Flokks fólksins sem detta út Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 21:02 Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson eru einu tveir sitjandi oddvitarnir sem detta út hjá Flokki fólksins samvkæmt Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni. Hér má sjá mynd frá deginum sem þeir félagarnir settust á þing í fyrsta skipti. vísir/vilhelm Jakob Frímann verður ekki áfram oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi. Fyrr í dag kom í ljós að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tæki oddvitasæti í Reykjavík af Tómasi Tómassyni. Aðrir oddvitar halda sætum sínum að sögn varaformanns flokksins. Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í kvöldfréttum Rúv kom fram að Jakob Frímann Magnússon yrði ekki áfram oddviti í sínu kjördæmi rétt eins og félagi hans í Reykjavík. Fréttastofa heyrði í Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, til að athuga stöðu oddvita flokksins. Hún staðfesti að Jakob Frímann yrði ekki áfram oddviti flokksins. Tekur hann sæti neðar á lista? „Það er ekkert ákveðið neðar á lista. Það eina sem við erum að ákveða núna eru oddvitarnir okkar, við kynnum þá alla til sögunnar á morgun. Að öðru leyti erum við ekki búin að stilla upp,“ sagði Inga. Er verið að hreinsa út? „Það verða engar stökkbreytingar hjá Flokki fólksins.“ Það er búið að tilkynna Ragnar Þór í Reykjavík. Er von á góðum bita í stað Jakobs? „Það hlýtur að koma maður í manns stað. Við sjáum það á morgun. Spennan er í hámarki, sjáðu bara,“ sagði Inga og hló. Þá vildi Inga ekkert segja um stöðu annnarra oddvita. Veit ekki betur en að hann sé áfram oddviti Brotthvörf Jakobs og Tómasar vöktu spurningar um stöðu annarra oddvita. Fréttastofa heyrði í Eyjólfi Ármannssyni, oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi Verður þú áfram oddviti í þínu kjördæmi? „Ég veit ekki annað. Ég hef óskað eftir því og er þegar farinn að safna meðmælendum á Akranesi og tala við fólk um að vera á lista,“ sagði Eyjólfur. Þá sagðist hann ekkert hafa heyrt frá stjórn flokksins og biði bara eftir oddvitatilkynningu flokksins á morgun. Inga Sæland og Eyjólfur Ármannsson í forgrunni og fyrir aftan þau er Guðmundur Ingi Kristinsson. Þau virðast öll ætla að halda oddvitasætum sínum.Vísir/Vilhelm „Koma alltaf einhver spil upp úr erminni“ Næst hafði fréttastofa samband við Guðmund Inga Kristinsson, oddvita Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi og varaformann flokksins. Guðmundur er í stjórn flokksins og tekur því þátt í að velja á listana. Verður þú áfram oddviti í Suðvesturkjördæmi? „Jájájá, það stefnir ekki á annað. Við reiknum með að kynna oddvitana á morgun,“ sagði Guðmundur Ingi. Þar kemur væntanlega eitthvað óvænt í ljós? „Það koma alltaf einhver spil upp úr erminni.“ Innsti kjarni stjórnar tekur ákvörðun Stjórn flokksins velji á alla lista og það byggist á ströngu ferli. „Við tökum viðtöl innan stjórnar, svo við þingflokkinn og starfsfólk. Tökum þar umræðuna um stöðuna í flokknum og síðan er tekin ákvörðun.“ Tekur öll stjórnin þá endanlega ákvörðun? „Að mestu til, já. Innan stjórnarinnar er ákveðinn kjarni sem tekur endanlega ákvörðun. Við erum nokkur sem tökum þessa ákvörðun, það er passað upp á að það séu ekki bara einn eða tveir.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Flokkur fólksins Norðausturkjördæmi Suðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56