Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 07:31 Þorleifur Þorleifsson sáttur eftir sigurinn í Bakgarðshlaupinu í nótt. vísir/viktor freyr Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. Þorleifur endurheimti Íslandsmetið með því að hlaupa 62 hringi, eða 415,8 kílómetra. „Ég er bara ánægður. Þetta var bara geggjað. Hvað á maður að segja? Þetta var það sem maður stefndi að og það tókst,“ sagði Þorleifur í viðtali við Garp I. Elísabetarson eftir hlaupið í nótt. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Þorleif koma í mark. Þorleifur segist alveg hafa búist við því að bæta Íslandsmetið. „Ég var með nokkur markmið varðandi liðakeppnina og allt það. En svo var eitt persónulegt markmið, að hlaupa einn hring einn. Ég átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet,“ sagði Þorleifur. Þorleifur segir að liðsheildin hafi verið sterk hjá íslenska liðinu. „Það eru allir að hjálpast að og allt. Þetta eru túrar upp og niður og þegar það eru niðurtúrar er maður ekkert að gefa af sér. Þá verða bara aðrir að gefa af sér. Þetta fer þannig í hringi. Það að gefa af sér og hjálpa gefur svo mikinn kraft. Maður fær mikið út úr því,“ sagði Þorleifur sem hljóp mikið við hlið Marlenu Radzizewsku undir lok hlaupsins. „Þessir síðustu hringir sem ég var að hlaupa með Marlenu og var að ýta henni áfram. Þetta var líka þvílík hjálp fyrir mig. Þetta leið einhvern veginn svo hratt.“ Viðtalið við Þorleif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Þorleifur endurheimti Íslandsmetið með því að hlaupa 62 hringi, eða 415,8 kílómetra. „Ég er bara ánægður. Þetta var bara geggjað. Hvað á maður að segja? Þetta var það sem maður stefndi að og það tókst,“ sagði Þorleifur í viðtali við Garp I. Elísabetarson eftir hlaupið í nótt. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Þorleif koma í mark. Þorleifur segist alveg hafa búist við því að bæta Íslandsmetið. „Ég var með nokkur markmið varðandi liðakeppnina og allt það. En svo var eitt persónulegt markmið, að hlaupa einn hring einn. Ég átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet,“ sagði Þorleifur. Þorleifur segir að liðsheildin hafi verið sterk hjá íslenska liðinu. „Það eru allir að hjálpast að og allt. Þetta eru túrar upp og niður og þegar það eru niðurtúrar er maður ekkert að gefa af sér. Þá verða bara aðrir að gefa af sér. Þetta fer þannig í hringi. Það að gefa af sér og hjálpa gefur svo mikinn kraft. Maður fær mikið út úr því,“ sagði Þorleifur sem hljóp mikið við hlið Marlenu Radzizewsku undir lok hlaupsins. „Þessir síðustu hringir sem ég var að hlaupa með Marlenu og var að ýta henni áfram. Þetta var líka þvílík hjálp fyrir mig. Þetta leið einhvern veginn svo hratt.“ Viðtalið við Þorleif má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira