AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 19:16 Leikmenn AC Milan fagna. EPA-EFE/DANIEL DAL ZENNARO Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. AC Milan hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni svo það var vel séð þegar Christian Pulisic kom Mílanó-liðinu yfir eftir rúman hálftíma leik. Raphael Onyedika fékk svo beint rautt spjald í liði Club Brugge áður en fyrri hálfleik lauk. Gestirnir létu það ekki á sig á fá og jöfnuðu metin eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Kyriani Sabbe með markið eftir undirbúning Hugo Vetlesen. Tijjani Reijnders kom AC Milan til bjargar með mörkum á 61. og 71. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan sem stendur í 18. sæti með þrjú stig á meðan Club Brugge er í 24. sæti með jafn mörg stig. Reijnders inspires Milan 🔴⚫#UCL pic.twitter.com/YNYyOizSAg— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Í Mónakó var það Takumi Minamino sem kom heimaliðinu yfir en Cherif Ndiaye jafnaði metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Breel Embolo kom Mónakó 2-1 yfir á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins og heimamenn því með yfirhöndina þegar síðari hálfleikur hófst. Wilfried Singo bætti við þriðja marki Mónakó á 54. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Embolo mark sem var dæmt af. Minamino var svo aftur á ferðinni þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, eftir undirbúning Emboli, og staðan orðin 4-1. Minamino sjálfur átti svo stoðsendinguna í síðasta marki leiksins en það skoraði Maghnes Akliouche í uppbótartíma, lokatölur 5-1. What a win for Monaco 👏#UCL pic.twitter.com/QUVEF2zuaA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Mónakó fer með sigrinum á topp Meistaradeildarinnar með 7 stig að loknum þremur umferðum en fjöldi liða getur náð toppsætinu að loknum leikjum umferðarinnar. Rauða stjarnan er á botninum án stiga en liðið hefur fengið á sig 11 mörk í leikjunum þremur til þessa. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
AC Milan hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni svo það var vel séð þegar Christian Pulisic kom Mílanó-liðinu yfir eftir rúman hálftíma leik. Raphael Onyedika fékk svo beint rautt spjald í liði Club Brugge áður en fyrri hálfleik lauk. Gestirnir létu það ekki á sig á fá og jöfnuðu metin eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Kyriani Sabbe með markið eftir undirbúning Hugo Vetlesen. Tijjani Reijnders kom AC Milan til bjargar með mörkum á 61. og 71. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan sem stendur í 18. sæti með þrjú stig á meðan Club Brugge er í 24. sæti með jafn mörg stig. Reijnders inspires Milan 🔴⚫#UCL pic.twitter.com/YNYyOizSAg— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Í Mónakó var það Takumi Minamino sem kom heimaliðinu yfir en Cherif Ndiaye jafnaði metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Breel Embolo kom Mónakó 2-1 yfir á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins og heimamenn því með yfirhöndina þegar síðari hálfleikur hófst. Wilfried Singo bætti við þriðja marki Mónakó á 54. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Embolo mark sem var dæmt af. Minamino var svo aftur á ferðinni þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, eftir undirbúning Emboli, og staðan orðin 4-1. Minamino sjálfur átti svo stoðsendinguna í síðasta marki leiksins en það skoraði Maghnes Akliouche í uppbótartíma, lokatölur 5-1. What a win for Monaco 👏#UCL pic.twitter.com/QUVEF2zuaA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Mónakó fer með sigrinum á topp Meistaradeildarinnar með 7 stig að loknum þremur umferðum en fjöldi liða getur náð toppsætinu að loknum leikjum umferðarinnar. Rauða stjarnan er á botninum án stiga en liðið hefur fengið á sig 11 mörk í leikjunum þremur til þessa.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira