Fyrsti feðgaleikurinn: „Ein besta gjöf sem ég hef fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 09:34 LeBron James setur hér upp hlíf fyrir Bronny James, son sinn, í sigrinum gegn Minnesota Timberwolves, í fyrsta leik feðga í sögu NBA-deildarinnar. Getty/Jevone Moore LeBron James og Bronny sonur hans skráðu sig í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld með því að verða fyrstu feðgarnir til að spila saman í deildinni. Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“ NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira
Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“
NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Sjá meira