Opið bréf til borgarstjórnar vegna málefna í Grafarvogi Kristjana Knudsen skrifar 24. október 2024 19:03 Ágæta borgarstjórn. Ég vil minna ykkur á þá staðreynd sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að andleg vellíðan er í beinu sambandi við aðgengi að náttúrunni. Á meðan geðheilbrigðismál eru mikið í umræðunni þessa dagana dúkkar upp hver embættismaðurinn á fætur öðrum og lýsir því yfir að það þurfi að bæta um betur. Talið er að við séum á virkilega slæmum stað þegar kemur að þeim málum og eftirbátar þeirra þjóða sem við kjósum að bera okkur saman við. Það að græn svæði efli andlega heilsu virðist ekki hafa náð eyrum ykkar í Reykjavíkurborg einhverra hluta vegna. Þið viljið þétta byggðina, afnema náttúrulegu grænu og fallegu svæðin, og við förum bráðlega að lifa eins og maurar í mauraþúfu. Aðþrengd og náttúrulaus. Ég hlustaði á viðtal við Einar borgarstjóra í Bítinu á Bylgjunni þann 23. október þar sem hann svaraði neitandi þegar hann var spurður um hvort afnema ætti grænu svæðin, hann svaraði; “nei þvert á móti erum við að byggja leikvelli, bekki og stíga”. Það er ekki grænt náttúrulegt svæði. Í sama viðtali segist hann tilheyra framsækinni borgarstjórn. Ég hef heyrt að framsæknar borgir vilja halda í náttúrusvæðin. Þau séu dýrmæt eins og gull, þau sem enn eru til staðar. Maður að nafni Andrea Mechelli sem er klínískur sálfræðingur og taugavísindamaður hefur rannsakað hvernig þættir borgarumhverfisins hafa áhrif á andlega líðan á heimsvísu. Niðurstöður hans rannsókna benda til þess að náttúran og náttúrulegur fjölbreytileiki og fuglasöngur geti aukið andlega heilsu okkar. Það er vitað að líkamsrækt og útivera eflir heilsu, en ég hef tekið eftir því sjálf að það er náttúran sjálf í eðli sínu sem hefur þessi áhrif á okkur, frjàls og óþvinguð. Manngerðir göngustígar, bekkir og leikvellir koma ekki í stað náttúrulegs græns umhverfis. Samkvæmt áðurnefndri rannsókn er hættan á að fá þunglyndi um 20% minni hafi fólk aðgang að slíku náttúrusvæði. Er það ekki eitthvað sem framsýnir stjórnmálamenn vilja gera að forgangsmáli? Það sem vísindamaðurinn gerði var að nota snjallsímaforritið Urban Mind sem mældi umhverfi fólks, þar á meðal félagslega þætti og umhverfi, og á sama tíma mældi forritið hvernig fólki leið: það mældi sem sagt kvíða, streitu og einmanaleika. Hann hafði búist við að félagslegir þættir væru mjög mikilvægir, t.d. hvort fólk upplifði sig öruggt og sem hluta af hóp, og það reyndist svo sannarlega rétt. En það sem kom honum á óvart var að þeir þættir voru ekki eins mikilvægir og samneyti fólks við nàttúruna í nærumhverfi. Þannig að það kom í ljós að í mismunandi löndum og í mismunandi menningu leiddu kynni fólks við náttúruna til betri andlegrar vellíðunar. Þessi áhrif geta orðið til við tilfallandi verkefni í daglegu lífi, jafnvel bara það að ganga í vinnuna og heyra fuglasöng, sjá mismunandi dýralíf og plöntur. Sjá til fjalla, lækja eða sjávar. Það sem hefur auk þess verið í umræðunni hér eftir heimsfaraldurinn er einmanaleiki fólks. Samkvæmt rannsókninni er fólk 28% ólíklegra til að finna til einmanaleika þegar það er í umhverfi sem inniheldur náttúrulega eiginleika eins og tré, gróður og fugla miðað við þá sem höfðu slíkt ekki nærri. Rannsakendur komumst líka að því að fjölbreyttara náttúrulegt umhverfi leiðir til sterkari geðheilsu en einhæft náttúrulegt umhverfi, þar sem til dæmis er einungis gras og ekkert annað. Rétt skal að undirstrika að það er ekki útséð um að við eigum eftir að glíma við fleiri sjúkdómsfaraldra í framtíðinni. Væri þá ekki gott Einar og borgarstjórn að hafa hugsað til grænna svæða? Er ekki krísustjórnun einmitt eitthvað sem leiðtogar þurfa að huga að? Hvar var fólkið þegar neyðin var mest í Covid og allar líkamsræktarstöðvar voru lokaðar og menn gátu ekki hist eða faðmast? Menn fóru út í göngutúra og það hefur líklega létt mörgum lundina að hafa í það minnsta getað farið út undir bert loft. Hvernig hefur náttúran þessi jákvæðu áhrif á huga okkar? Í fyrsta lagi teljum við að náttúran hjálpi til við að bæta einbeitingu og draga úr andlegri þreytu. Þetta þýðir að minni og athygli fólks batnar. Þetta er kenning sem hefur verið til í mörg ár; það eru nokkrar vísbendingar, sérstaklega hjá börnum, um að það sé vitsmunalegur ávinningur. Það eru líka vísbendingar um að þegar fólk hefur aðgang að góðri náttúru þá hefur það tilhneigingu til að hreyfa sig og njóta náttúrunnar, sem leiðir til losunar skaphvetjandi hormóna, sem eru góð fyrir andlega heilsu. Rannsóknir sýna að þegar fólk eyðir tíma úti í náttúrunni batnar blóðþrýstingurinn og magn streituvaldandi hormóna dvínar. Ég flutti í Grafarvoginn fyrir 18 árum og hef orðið þess aðnjótandi að upplifa náttúruna í kringum voginn, þar er magnað fuglalíf. Leirurnar í Grafarvogi eru meðal mikilvægustu fuglabúsvæða í Reykjavík. Þar er mikið fuglalíf allan ársins hring, einkum vaðfuglar, mávar og endur. Á vorin og haustin er yndislegt að fara í fuglaskoðun því þá koma hundruð vaðfugla, á ferð sinni frá varpstöðvum á heimskautasvæðum. Það má sjá t.d. rauðbrystinga, sanderlur og lóuþræla sem sækja sér fæðu fyrir áframhaldandi ferðalag. Einnig má sjá íslenska farfugla sem koma þangað t.d. jaðrakana og stelka á vorin og heiðlóur sem hópa sig þar á haustin. Á veturna eru gráhegrar reglulegir gestir í Grafarvogi og stundum ef maður er heppinn má sjá glitta í seli á sundi og alltaf er hægt að sjá skeljar og kuðunga og jafnvel eins og einn smákrabba í flæðarmálinu. Það þarf ekki að taka fram að gönguferðir á þessu svæði eftir daglegt amstur eru ómetanleg og mikil heilsubót. Ég hef séð flott gervigreindarmyndbönd af útfærslum Reykjavíkurborgar oftar en einu sinni en ég er ekki sannfærð, það voru líka flott myndbönd af útfærslu byggðar í Gufunesi og þau eru ekkert lík því sem úr varð. Það er alveg ljóst að fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa óafturkræf áhrif á náttúruna og lýðheilsu okkar borgarbúa. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur og náttúruvinur Upplýsingar um rannsóknir sem vísað er í er að finna hér: https://www.mentalhealth.org.uk/our-work/research/nature-how-connecting-nature-benefits-our-mental-health https://www.theguardian.com/science/article/2024/may/19/andrea-mechelli-urban-mind- Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Ágæta borgarstjórn. Ég vil minna ykkur á þá staðreynd sem rannsóknir hafa sýnt fram á, að andleg vellíðan er í beinu sambandi við aðgengi að náttúrunni. Á meðan geðheilbrigðismál eru mikið í umræðunni þessa dagana dúkkar upp hver embættismaðurinn á fætur öðrum og lýsir því yfir að það þurfi að bæta um betur. Talið er að við séum á virkilega slæmum stað þegar kemur að þeim málum og eftirbátar þeirra þjóða sem við kjósum að bera okkur saman við. Það að græn svæði efli andlega heilsu virðist ekki hafa náð eyrum ykkar í Reykjavíkurborg einhverra hluta vegna. Þið viljið þétta byggðina, afnema náttúrulegu grænu og fallegu svæðin, og við förum bráðlega að lifa eins og maurar í mauraþúfu. Aðþrengd og náttúrulaus. Ég hlustaði á viðtal við Einar borgarstjóra í Bítinu á Bylgjunni þann 23. október þar sem hann svaraði neitandi þegar hann var spurður um hvort afnema ætti grænu svæðin, hann svaraði; “nei þvert á móti erum við að byggja leikvelli, bekki og stíga”. Það er ekki grænt náttúrulegt svæði. Í sama viðtali segist hann tilheyra framsækinni borgarstjórn. Ég hef heyrt að framsæknar borgir vilja halda í náttúrusvæðin. Þau séu dýrmæt eins og gull, þau sem enn eru til staðar. Maður að nafni Andrea Mechelli sem er klínískur sálfræðingur og taugavísindamaður hefur rannsakað hvernig þættir borgarumhverfisins hafa áhrif á andlega líðan á heimsvísu. Niðurstöður hans rannsókna benda til þess að náttúran og náttúrulegur fjölbreytileiki og fuglasöngur geti aukið andlega heilsu okkar. Það er vitað að líkamsrækt og útivera eflir heilsu, en ég hef tekið eftir því sjálf að það er náttúran sjálf í eðli sínu sem hefur þessi áhrif á okkur, frjàls og óþvinguð. Manngerðir göngustígar, bekkir og leikvellir koma ekki í stað náttúrulegs græns umhverfis. Samkvæmt áðurnefndri rannsókn er hættan á að fá þunglyndi um 20% minni hafi fólk aðgang að slíku náttúrusvæði. Er það ekki eitthvað sem framsýnir stjórnmálamenn vilja gera að forgangsmáli? Það sem vísindamaðurinn gerði var að nota snjallsímaforritið Urban Mind sem mældi umhverfi fólks, þar á meðal félagslega þætti og umhverfi, og á sama tíma mældi forritið hvernig fólki leið: það mældi sem sagt kvíða, streitu og einmanaleika. Hann hafði búist við að félagslegir þættir væru mjög mikilvægir, t.d. hvort fólk upplifði sig öruggt og sem hluta af hóp, og það reyndist svo sannarlega rétt. En það sem kom honum á óvart var að þeir þættir voru ekki eins mikilvægir og samneyti fólks við nàttúruna í nærumhverfi. Þannig að það kom í ljós að í mismunandi löndum og í mismunandi menningu leiddu kynni fólks við náttúruna til betri andlegrar vellíðunar. Þessi áhrif geta orðið til við tilfallandi verkefni í daglegu lífi, jafnvel bara það að ganga í vinnuna og heyra fuglasöng, sjá mismunandi dýralíf og plöntur. Sjá til fjalla, lækja eða sjávar. Það sem hefur auk þess verið í umræðunni hér eftir heimsfaraldurinn er einmanaleiki fólks. Samkvæmt rannsókninni er fólk 28% ólíklegra til að finna til einmanaleika þegar það er í umhverfi sem inniheldur náttúrulega eiginleika eins og tré, gróður og fugla miðað við þá sem höfðu slíkt ekki nærri. Rannsakendur komumst líka að því að fjölbreyttara náttúrulegt umhverfi leiðir til sterkari geðheilsu en einhæft náttúrulegt umhverfi, þar sem til dæmis er einungis gras og ekkert annað. Rétt skal að undirstrika að það er ekki útséð um að við eigum eftir að glíma við fleiri sjúkdómsfaraldra í framtíðinni. Væri þá ekki gott Einar og borgarstjórn að hafa hugsað til grænna svæða? Er ekki krísustjórnun einmitt eitthvað sem leiðtogar þurfa að huga að? Hvar var fólkið þegar neyðin var mest í Covid og allar líkamsræktarstöðvar voru lokaðar og menn gátu ekki hist eða faðmast? Menn fóru út í göngutúra og það hefur líklega létt mörgum lundina að hafa í það minnsta getað farið út undir bert loft. Hvernig hefur náttúran þessi jákvæðu áhrif á huga okkar? Í fyrsta lagi teljum við að náttúran hjálpi til við að bæta einbeitingu og draga úr andlegri þreytu. Þetta þýðir að minni og athygli fólks batnar. Þetta er kenning sem hefur verið til í mörg ár; það eru nokkrar vísbendingar, sérstaklega hjá börnum, um að það sé vitsmunalegur ávinningur. Það eru líka vísbendingar um að þegar fólk hefur aðgang að góðri náttúru þá hefur það tilhneigingu til að hreyfa sig og njóta náttúrunnar, sem leiðir til losunar skaphvetjandi hormóna, sem eru góð fyrir andlega heilsu. Rannsóknir sýna að þegar fólk eyðir tíma úti í náttúrunni batnar blóðþrýstingurinn og magn streituvaldandi hormóna dvínar. Ég flutti í Grafarvoginn fyrir 18 árum og hef orðið þess aðnjótandi að upplifa náttúruna í kringum voginn, þar er magnað fuglalíf. Leirurnar í Grafarvogi eru meðal mikilvægustu fuglabúsvæða í Reykjavík. Þar er mikið fuglalíf allan ársins hring, einkum vaðfuglar, mávar og endur. Á vorin og haustin er yndislegt að fara í fuglaskoðun því þá koma hundruð vaðfugla, á ferð sinni frá varpstöðvum á heimskautasvæðum. Það má sjá t.d. rauðbrystinga, sanderlur og lóuþræla sem sækja sér fæðu fyrir áframhaldandi ferðalag. Einnig má sjá íslenska farfugla sem koma þangað t.d. jaðrakana og stelka á vorin og heiðlóur sem hópa sig þar á haustin. Á veturna eru gráhegrar reglulegir gestir í Grafarvogi og stundum ef maður er heppinn má sjá glitta í seli á sundi og alltaf er hægt að sjá skeljar og kuðunga og jafnvel eins og einn smákrabba í flæðarmálinu. Það þarf ekki að taka fram að gönguferðir á þessu svæði eftir daglegt amstur eru ómetanleg og mikil heilsubót. Ég hef séð flott gervigreindarmyndbönd af útfærslum Reykjavíkurborgar oftar en einu sinni en ég er ekki sannfærð, það voru líka flott myndbönd af útfærslu byggðar í Gufunesi og þau eru ekkert lík því sem úr varð. Það er alveg ljóst að fyrirhugaðar framkvæmdir munu hafa óafturkræf áhrif á náttúruna og lýðheilsu okkar borgarbúa. Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur og náttúruvinur Upplýsingar um rannsóknir sem vísað er í er að finna hér: https://www.mentalhealth.org.uk/our-work/research/nature-how-connecting-nature-benefits-our-mental-health https://www.theguardian.com/science/article/2024/may/19/andrea-mechelli-urban-mind-
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun