Hærri laun eða viðhalda áunnum réttindum! Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 25. október 2024 11:32 Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun