Arnór og Birkir fengu kveðju frá Svíþjóð: „Takk fyrir allt“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 16:02 Arnór Smárason og Birkir Már Sævarsson léku með Hammarby við afar góðan orðstír. Samsett/Getty Sænska knattspyrnufélagið Hammarby birtir í dag myndskeið til heiðurs þeim Birki Má Sævarssyni og Arnóri Smárasyni, vegna tímamótanna í þeirra lífi á morgun. Birkir og Arnór léku báðir með Hammarby á sínum tíma, við afar góðan orðstír, og félagið hefur síður en svo gleymt þeim. Nú þegar fram undan er kveðjuleikur þeirra beggja, þegar Valur og ÍA mætast í lokaumferð Bestu deildarinnar á morgun, sendir Hammarby þeim kveðju og segir: „Gangi ykkur allt í haginn með það sem nú tekur við, Arnór og Birkir, og takk kærlega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir Hammarby!“ På lördagen gör @arnorsmaRa sin sista match i karriären och @BirkirSaevars spelar sin sista match på Island – och de möter varandra! All lycka i det ni tar er för framöver, Arnór och Birkir, och stort tack för allt ni gjort för Hammarby!#Bajen pic.twitter.com/e1jtGOvOK9— Hammarby Fotboll (@hammarbyfotboll) October 25, 2024 Eins og fram kom í viðtali við Birki á Vísi í dag þá mun hann eftir kveðjuleikinn fyrir Val á morgun flytja aftur í gamla húsið sitt í Stokkhólmi, frá því þegar hann lék með Hammarby, en fjölskylda hans flutti þangað í desember í fyrra. Og Birkir er í atvinnuleit svo það er aldrei að vita nema að hans gamla félag hafi upp á eitthvað að bjóða. Birkir, sem verður fertugur í næsta mánuði, lauk tíu ára atvinnumannsferli sínum með því að spila í þrjú ár fyrir Hammarby, út tímabilið 2017, áður en hann sneri aftur heim á Hlíðarenda skömmu fyrir HM í Rússlandi 2018. Þeir Birkir og Arnór voru liðsfélagar hjá Hammarby í tvö ár því Arnór lék með liðinu á árunum 2016-2018. Arnór, sem er 36 ára, átti svo eftir að leika með Lilleström í Noregi áður en hann kom til Íslands fyrir sumarið 2021 og varð aftur liðsfélagi Birkis hjá Val. Arnór færði sig svo heim á Skagann og lýkur ferlinum sem leikmaður ÍA. Sænski boltinn Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Birkir og Arnór léku báðir með Hammarby á sínum tíma, við afar góðan orðstír, og félagið hefur síður en svo gleymt þeim. Nú þegar fram undan er kveðjuleikur þeirra beggja, þegar Valur og ÍA mætast í lokaumferð Bestu deildarinnar á morgun, sendir Hammarby þeim kveðju og segir: „Gangi ykkur allt í haginn með það sem nú tekur við, Arnór og Birkir, og takk kærlega fyrir allt sem þið hafið gert fyrir Hammarby!“ På lördagen gör @arnorsmaRa sin sista match i karriären och @BirkirSaevars spelar sin sista match på Island – och de möter varandra! All lycka i det ni tar er för framöver, Arnór och Birkir, och stort tack för allt ni gjort för Hammarby!#Bajen pic.twitter.com/e1jtGOvOK9— Hammarby Fotboll (@hammarbyfotboll) October 25, 2024 Eins og fram kom í viðtali við Birki á Vísi í dag þá mun hann eftir kveðjuleikinn fyrir Val á morgun flytja aftur í gamla húsið sitt í Stokkhólmi, frá því þegar hann lék með Hammarby, en fjölskylda hans flutti þangað í desember í fyrra. Og Birkir er í atvinnuleit svo það er aldrei að vita nema að hans gamla félag hafi upp á eitthvað að bjóða. Birkir, sem verður fertugur í næsta mánuði, lauk tíu ára atvinnumannsferli sínum með því að spila í þrjú ár fyrir Hammarby, út tímabilið 2017, áður en hann sneri aftur heim á Hlíðarenda skömmu fyrir HM í Rússlandi 2018. Þeir Birkir og Arnór voru liðsfélagar hjá Hammarby í tvö ár því Arnór lék með liðinu á árunum 2016-2018. Arnór, sem er 36 ára, átti svo eftir að leika með Lilleström í Noregi áður en hann kom til Íslands fyrir sumarið 2021 og varð aftur liðsfélagi Birkis hjá Val. Arnór færði sig svo heim á Skagann og lýkur ferlinum sem leikmaður ÍA.
Sænski boltinn Besta deild karla Valur ÍA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira