„Þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. október 2024 21:58 Maté Dalmay var svekktur eftir leik Vísir / Anton Brink Haukar töpuðu gegn Stjörnunni 87-114. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var svekktur eftir fjórða tap liðsins í röð en heldur enn í vonina um að liðið geti farið að vinna leiki. „Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum. Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira
„Ég myndi segja að þetta væri munurinn á liðunum í dag. Þegar maður hittir ekki á móti Stjörnunni þá eru þeir snöggir upp völlinn og þetta gerðist svakalega hratt. Maður hugsaði með sér að við færum inn í hálfleikinn og myndum ná að vera í leik en svo settu þeir þrjá hraða þrista og við fórum að gera það sem við áttum alls ekki að gera,“ sagði Maté í viðtali eftir leik og bætti við að þeir hafi farið í hlaupaleik í fimm mínútur sem kostaði þá leikinn. Stjarnan var með 12 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik úr 66 prósent skotnýtingu sem er ansi gott og að mati Maté var það bæði Haukum að kenna og Stjörnumenn voru að hitta úr erfiðum skotum. „Þeir settu nokkur erfið skot en þeir eru með góða skotmenn. Hilmar var með þrist úr horninu en síðan átti hann tvo loftbolta í seinni hálfleik. Það var ekki allt bara ofan í hjá þeim í dag. Það kom kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir settu nokkra þrista og helmingurinn af þeim voru skot sem þeir hitta ekki ofan í á hverjum degi.“ Haukar voru tuttugu stigum undir í hálfleik og Maté sagði að liðið hafi ekki gert neitt til þess að koma til baka. „Það sem ég talaði um að við ættum ekki að gera gerðum við fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik. Við hættum að spila saman, hættum að spila vörn og hættum að leggja okkur fram. Við gerðum það sem gerðist í hinum leikjunum þegar áhlaup kemur.“ Haukar hafa tapað öllum fjórum leikjunum sem af er tímabils og aðspurður hvort Haukar væru með lið til þess að halda sér uppi sagði Maté að svo væri. „Já við ætlum að vinna Þór Þorlákshöfn í næstu umferð. Við erum búnir að tapa á móti þremur liðum sem ætla sér að verða Íslandsmeistarar. Það skiptir engu máli hvort við töpum með 5 eða 20 stigum. Mér fannst við góðir í 15 mínútur í dag og 12 mínútur á Sauðárkróki en þau lið eru of góð eins og staðan er í dag fyrir okkur til þess að keppa við.“ „Við þurfum að fara í Þorlákshöfn og spila þann leik eins og bikarúrslitaleik og við þurfum að stimpla okkur inn í þetta mót og vera með. Ég ætla ekki að segja að þetta fari að verða búið en þú verður að taka sigra ef þú ætlar að vera með.“ En hvaða lið geta Haukar keppt við í þessari deild? „Öll nema þessi þrjú sem við höfum tapað fyrir. Við getum keppt við Hött,“ sagði Maté að lokum þegar hann var minntur á að Haukar væru búnir að tapa fjórum leikjum.
Haukar Bónus-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Sjá meira