Það er ekkert til sem heitir full vinnustytting með 15 mínútna neysluhléi Jóhanna Helgadóttir skrifar 27. október 2024 10:01 Jæja, kostulegt, en viti menn ég er aftur sest niður til þess að skrifa um útfærslu á vinnustyttingu, í þetta skiptið á það ekki bara við um útfærslu í leikskólum landsins, ó nei, heldur á það við um þá mörgu vinnustaði sem rituðu undir kjarasamning veturinn 2019-2020 þar sem heimild er til þess að gera breytingu á vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 stundir á viku. Eins koma þessi skrif mín vegna þeirra breytinga sem verða nú um mánaðarmótin vegna kjarasamninga stéttarfélaga sem samþykktu heilt á að gefa eftir forræði yfir kaffitíma, samþykkja að lágmarki 15 mínútna neysluhlé og skal það taka gildi núna um mánaðarmótin á öllum stofnunum og vinnustöðum, óháð því hvernig þeir eru í stakk búnir til þess að mæta slíku. Ég mæli með að lesendur lesi fyrri grein mína um vinnustyttingu þar sem ég útskýri dag 2 í vinnustyttingu (vegna uppsöfnun á tíma). Meginmarkmið Betri vinnutíma eru svo mörg, í þessari grein langar mig að benda á að þau eru m.a. þessi: „Að stuðla að umbótum í starfsemi ríkisstofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu“. Alveg magnað fyrirbæri þessi fulla vinnustytting og því meira sem ég kynni mér hana, því gáttaðri verð ég. 40 stunda vinnuvika árið 1971 Til þess að skilja þetta, og þá meina ég sko að virkilega skilja þetta (því mér líður eins og einhyrningi), þá er ég að þræða mig í gegnum lög um 40 stunda vinnuviku og ferli þess máls á Alþingi frá því árið 1971. Þar kemur skýrt fram að lögin voru sett í þeim tilgangi að vernda okkur kæru samlandar fyrir ofþjökun í vinnu, jú því viti menn, við unnum alltof mikið. Staðreynd sem ekki er hægt að þræta við. Íslendingar hafa alltaf unnið mikið og við gerum enn! Við vinnum lengst í Evrópu. Við höfum lengi vel verið talin ósérhlíft vinnuafl, víkingar í eðli okkar sem geta lengi tekið við. Það þýðir þó ekki að við eigum að láta bjóða okkur hvað sem er! Allavega, auðvitað var reynt að brjóta á þessari 40 stunda vinnuviku og brugðist var við því nokkrum árum síðar með breytingum sem voru samþykktar árið 1979. Svo er bara ekkert að frétta eða hvað, ja nema hvað, það tók okkur aðeins 33 ár að ná 40 stunda vinnuviku (eða árið 2012). Annars er það ekki fyrr en árið 2018 að eitthvað fer að gerast hvað varðar fjölda stunda vinnuvikunnar þegar lagt er fram Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum (stytting vinnutíma). Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku Með frumvarpinu fylgir greinargerð sem útlistar vel þá þætti sem liggja að baki því að skynsamlegt sé að stytta vinnuviku Íslendinga. Ekki voru allir á eitt sammála hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og mér tókst að hafa uppi á afdrifum þessa máls: „Þar sem svo víðtækt samráð hefur ekki verið haft getur nefndin ekki mælt með samþykkt frumvarpsins en beinir því til félags- og barnamálaráðherra að vinna markvisst að endurskoðun vinnumarkaðslöggjafarinnar með það að markmiði að auka möguleika fólks á því að koma á jafnvægi milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Með því megi jafnframt sporna við vanlíðan og kvíða barna sem hefur farið vaxandi. Að framangreindu virtu leggur nefndin til að málinu verði vísað til félags- og barnamálaráðherra sem skuli vinna það ítarlegar og í samráði við samtök aðila vinnumarkaðarins“. Okey, þannig að boltinn liggur hjá þér Ásmundur, síðan 2019! Hvað er að frétta af þessu máli? Nei, ég meina bara, svona til þess að hafa víðtækt samráð. Við erum jú ekki svo stórt land, við ættum að geta fundið út úr þessu saman svona eins og nágrannar okkar í t.d. Danmörku og Svíþjóð hafa gert, ekki satt? Ég veit þá allavega núna að það eru ekki til lög um styttingu vinnuvikunnar. Sem þýðir að þessi setning sem ég heyri mjög oft: „Við bara verðum að fara í fulla vinnustyttingu!“ á ekki við rök að styðjast. Af hverju bara verðum við að gera það? Við bara verðum ekkert frekar en við viljum. Þetta er allt svo kostulegt. Stéttarfélögin benda á það að þau hafa lengi talað fyrir styttri vinnuviku, allavega frá árinu 2015 eða fyrr. En þau bara gáfust upp á því, enda enginn meðbyr með því að stytta vinnuviku starfsfólks án þess að eitthvað gefi eftir… hver skilur það ekki … við erum að tala um að samþykkja að starfsfólk vinni minna en haldi sömu launum eða vinni jafnmikið og fái greidda yfirvinnu eftir 36 vinnustundir. Eitthvað hlýtur starfsfólk að þurfa að gefa á móti til að fá þannig díl. Gefðu mér kaffitímann þinn og þá máttu fá 36 stunda vinnuviku! Hver er svo díllinn sem stéttarfélögin náðu loksins í gegn? Gefðu mér kaffitímann þinn og þá máttu fá 36 stunda vinnuviku! Vinnustytting eins og nafnið gefur réttilega til kynna á að vera stytting á vinnutíma, en EKKI tilfærsla eða GJÖF starfsmannsins í viðleitni sinni til þess að fá fulla vinnustyttingu. Hann þarf að gefa frá sér forræði yfir 35 mínútna kaffitíma sem breytist í 15 mínútur og getur síðan safnað þessum mínútum yfir mánuðinn í 1 frídag. Ég er þá ekki að tala um fyrri styttingardaginn (sem gaf 38 stunda vinnuviku) heldur dag 2 sem er 36 stunda vinnuvika. Halló, þarf að ég stafa þetta ofan í fólk!! ÞAÐ ER EKKI FULL VINNUSTYTTING!! Gjörið svo vel, styttið einfaldlega vinnuvikuna eða sleppið því.Hver bjó þetta eiginlega til? Heimasíðan Betri vinnutími er að mér sýnist samstarfsverkefni á milli Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Ríkissáttasemjara. Þannig að kannski færðist málið frá þér Ásmundur yfir til Bjarna árið 2020? Maður spyr sig svo í framhaldinu, af hverju kýs svo starfsfólk þessa vitleysu yfir sig? Sérstaklega á þeim vinnustöðum þar sem erfiðlega hefur gengið að halda uppi skilvirkni og gæðum í þjónustu, ásamt því að vinnustytting hefur valdið auknu álagi og streitu vegna mönnunarvanda þar sem ekki hefur mátt ráða inn fólk til afleysinga. Mér er spurn. En það er lítið um svör. Ég heyri fólk segja að það bara kynnti sér þetta ekki nægilega vel. Eins heyri ég fólki segja að því meira sem það kynnir sér málið full vinnustytting eða 36 stunda vinnuvika því gáttaðri verður það. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Fyrir þeim er þetta hagsmunamál. Þetta er hluti af einhverju samkomulagi, eða hvað? Hvaða samkomulag er þetta? Jú Jóhanna, mundu, þetta er samkomulag um Betri vinnutíma. Frábært. Af hverju getum við þá ekki sem samfélag haft samráð um Betri vinnutíma fyrir alla? Í stað þess að sumir vinnustaðir verða undir og þau markmið og sá tilgangur sem átti að nást með Betri vinnutíma verður að engu. Ég fæ þau svör að ég þurfi ekki að kjósa með þessu. Vinnustytting má vera einstaklingsbundin. Mér er sagt að hver vinnustaður kjósi um þetta. En bíðið við, jú ég gæti þurft að sitja undir því að þetta verði bara kosið yfir mig, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það er meirihlutinn sem ræður, þannig að ef meirihlutinn á mínum vinnustað kýs með fullri vinnustyttingu þá já, þá er þetta kosið yfir mig og þrátt fyrir það að ég sé mjög vel upplýst, vill ekki gefa ykkur kaffitímann minn svo ég geti safnað honum saman yfir heilan mánuð og fengið í staðinn einn dag frí … sem NB er ekkert annað en kaffitíminn minn … og er ekki FULL VINNUSTYTTING … þá enda ég samt í þessari stöðu eins og fullt af starfsfólki hefur lent í á íslenskum vinnumarkaði. Í ljósi nýrra kjarasamninga hjá ákveðnum stéttum sem taka gildi núna 1. nóvember, þá getum við, vinnustaðir, ekki lengur staðið vörð um hag okkar og vinnustaðarins og sagt: „Því miður við sem vinnustaður getum ekki kosið með 36 stunda vinnuviku vegna þess að það skerðir kjör okkar, ógnar öryggi skjólstæðinga okkar og veldur okkur álagi og streitu í starfi“. Við þurfum einfaldlega núna um mánaðarmótin að láta þetta yfir okkur ganga, alveg sama hvað. Ég skora á ykkur að endurheimta kaffitímann og láta ekki bjóða ykkur 15 mínútna neysluhlé Mig langar að skora á stéttarfélögin og alla þá sem starfa á íslenskum vinnumarkaði undir þessum kjarasamningum að stíga fram og óska eftir því að fá aftur kaffitímann tilbaka, halda samt FULLRI VINNUSTYTTINGU og láta ekki bjóða sér 15 mínútna neysluhlé. Ég veit ekki og skil ekki hvað hefur gerst. Það er svona að vera einhyrningur. Maður er bara eitthvað svo á skjön við alla hina. Leikskólinn og full vinnustytting Það sem er að gerast núna á mínum starfsvettvangi, í leikskólanum, er að sveitarfélagið mitt ætlar að leysa ákveðið vandamál sem við höfum staðið frammi fyrir í langan tíma vegna útfærslu vinnustyttingar, það er að sveitarfélagið mitt hefur samþykkt að loka leikskólum sveitarfélagsins í 9-11 daga á ári til þess að leysa styttingu vinnuvikunnar. Já því við í leikskólunum höfum staðið frammi fyrir stórkostlegum áskorunum þegar kemur að útfærslu á styttingu vinnuvikunnar. Við erum svo aðþrengd þegar kemur að mönnun starfsmanna nú þegar að þegar kemur að vinnustyttingu þá einfaldlega lendum við í þeirri stöðu að ógna öryggi bæði barna og starfsmanna á þann hátt að í hverjum mánuði á starfsfólk 2 frídaga, sem gerir það að verkum að á deild þar sem eru 5 starfsmenn, eru 10 dagar í mánuði þar sem vantar starfsmenn vegna vinnustyttingar og við fáum ekki starfsfólk inn í staðinn til þess að leysa þessi starfsgildi af. Það er samt eitthvað bogið við þetta sko, ég er búin að rýna í og liggja yfir kjarasamningi mínum og lúslesa fylgiskjal 2 um stytting vinnuvikunnar og þar kemur fram: „Sérstök tillaga skal gerð um skipulag vinnutíma þess starfsfólks sem vinnur störf þar sem sveigjanlegum hléum verður ekki við komið og afleysinga er þörf“. Sú staða hefur einfaldlega skapast vegna vinnustyttingarinnar að starfsfólk í leikskóla kemst ekki með góðu móti í sveigjanleg hlé, pásur á vinnutíma, og stundum er það þannig að starfsfólk kemst bara ekki einu sinni frá til þess að fara á salernið. Klárlega er afleysinga þörf og við höfum bent á það ítrekað! Í a.m.k. 2 ár! Mig grunar, þó svo ég viti það ekki fyrir víst, að hópur starfsfólks í heilbrigðiskerfinu okkar sé að glíma við svipaðan vanda. En nei gott fólk, svarið sem við fáum og höfum fengið er þetta: „Vinnustytting á ekki að kosta neitt“! Jú hún kostar sveitarfélögin heilmikið, á marga vegu. Þrátt fyrir að það komi skýrt fram í þessu sama fylgiskjali: „Breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Jafnframt er forsenda breytinganna að starfsemi vinnustaðarins raskist ekki og að opinber þjónusta sé af sömu eða betri gæðum og áður“. Starfsemi leikskóla er að raskast af styttingu vinnuvikunnar. Við þurfum dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð að starfa í þeim aðstæðum að það vantar starfsmann sem sinnir ákveðnum lögbundnum verkefnum skv. lögum um leikskóla, skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, skv. Aðalnámskrá leikskóla og skv. reglugerð um fjölda starfsmanna sem skal gæta barna í leikskóla. Ég upplifi að það sé búið að halda okkur í gíslingu styttingu vinnuvikunnar með því að segja við okkur að þessi útfærsla megi ekki kosta neitt. Það er svarið sem við starfsfólk í leikskóla höfum fengið hingað til þegar við höfum óskað eftir því að yfirmenn okkar ráði inn afleysingarfólk til þess að leysa af nánast daglega í fullri vinnustyttingu. Klárlega hefur það verið fyrirsláttur af hálfu sveitarfélaganna og ég vissi það allan tímann. Hvers vegna veit ég það? Vegna þess að sveitarfélagið mitt er alveg tilbúið til þess að kalla mig í störf úr undirbúningstíma fleiri klukkustundir á mánuði til þess að dekka afleysingar og borga mér yfirvinnu fyrir það. Það gleður mig alls ekki að þurfa að gera það! Mig langar að neita því, á þeim forsendum að það skaðar faglegt leikskólastarf, en ég má það ekki. Þrátt fyrir að það kemur í veg fyrir það að ég geti sinnt starfi mínu af fagmennsku og staðið við bæði lög og reglugerðir sem standa vörð um faglegt leikskólastarf á Íslandi. Ef þið viljið gamla góða gæslóinn aftur, þá megið þið alveg halda þessu áfram, en ég hef ekki áhuga á því að taka þátt í slíku. Ég hef ekki áhuga á því að vinna við slíkar aðstæður. Ég þakka fyrir það að sveitarfélagið mitt er allavega búið að taka eitt skref í áttina að því að leysa hluta vandans. Það er þó gert á þeim forsendum að skerða þjónustu, eitthvað sem full vinnustytting átti ekki að leiða til. Klárlega þurfum við einmitt að horfast í augu við það að 36 stunda vinnuvika mun í einhverjum tilfellum kosta meira og leiða til skerðingar á þjónustu. Ég er líka þakklát fyrir það að stéttarfélagið mitt KÍ, hefur fengið fólk í brúna sem ætlar að standa saman og setja kennara í fyrsta sætið! Ég þakka fyrir samstarfsfólkið mitt og mína stjórnendur, og þá samstöðu og liðsheild, sem hópurinn hefur sýnt í sinni viðleitni að draga úr álagi og streitu í starfi og standa vörð um faglegt starf í leikskóla. Fyrir ári síðan þegar ég ritaði mína fyrstu grein um vinnustyttingu þá kusum við EKKI með fullri vinnustyttingu eftir mjög góðan úrbótafund sem leiddi í ljós að ef við gerðum slíkt þá myndum við í raun og veru vera að samþykkja ákveðna þætti sem myndu fara gegn meginmarkmiðum Betri vinnutíma, okkar kjarasamningi og lögum og reglum um leikskólastarf. Almennt höfum við ekki náð að leysa allar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir með fullri vinnustyttingu. Með nýjum kjarasamningi sem kveður á um fulla vinnustyttingu nú um mánaðarmótin er búið að taka þetta vald af starfsfólki sem felst í því að standa vörð um starfsemi vinnustaða og þvinga einfaldlega fram aðstæður sem ekki er búið að leysa á öllum vinnustöðum. Fríðindi í starfi: Full vinnustytting – með forræði yfir og óskertum kaffitíma Ég tek það fram, ég er fyrst að lúslesa þetta fylgiskjal um styttingu vinnuvikunnar þessa dagana. Ekki dæma mig, ég var ekki starfandi í leikskóla þegar kosið var um þennan kjarasamning og ég sagði upp starfi mínu í leikskóla í Hafnarfirði þegar leikskólakennarar þar kusu um fulla vinnustyttingu og tóku þannig af mér kjarasamningsbundinn kaffitímann minn og buðu mér upp á 15 mínútna neysluhlé þegar því var við komið (þá gat ég ekki fengið einstaklingsbundna vinnustyttingu). Og með nýjum kjarasamningum sem kveða á um fulla vinnustyttingu, grein 3.1 er fallin úr gildi og viðkomandi starfsmenn skulu fá 36 stunda vinnuviku núna 1. nóvember n.k., óháð því hvort vinnustaðurinn geti einfaldlega staðið undir því. Það þykir mér vítavert kæruleysi, sérstaklega í ljósi þess að á sumum vinnustöðum hefur 36 stunda vinnuvika ekki tekið gildi einmitt vegna þess að hún ógnar öryggi og heilsu starfsmanna. Eins og segir á heimasíðunni Betri vinnutími: „Forsenda styttingar hjá dagvinnufólki er samtal um betri vinnutíma á hverri stofnun fyrir sig. Útfærslan tekur mið af starfsemi stofnunar og getur því verið með ólíkum hætti milli stofnana“. Ég held að við getum öll verið sammála um að með nýjum kjarasamningum stéttarfélaga sem taka gildi nú um mánaðarmótin hefur þessari forsendu verið hent út af borðinu. En kannski er sú breyting komin á núna að full vinnustytting má fela í sér aukinn kostnað fyrir vinnustaðinn? Er það rétt skilið hjá mér? Fáum við afleysingafólk inn í leikskólana? Svarið sem ég hef fengið er NEI! 36 stunda vinnuvika felur í sér beinan og óbeinan kostnað fyrir sveitarfélögin Launakostnaður hjá mínu sveitarfélagi hefur hækkað vegna vinnustyttingar, skilvirkni og gæði í þjónustu er nú þegar skert, niðurstöður kannanna sýna veikleika í vinnustaðamenningu að einhverju leyti, öryggi barna og starfsfólks í leikskóla er ógnað, staðreyndin er sú að starfsfólk finnur fyrir auknu álagi og streitu í starfi vegna undirmönnunar, veikindadögum (bæði skamm- og langtíma) hefur fjölgað. Auðvitað skerðist þjónusta leikskóla enn frekar þegar 9-11 lokunardagar leikskóla á ári taka gildi í mínu sveitarfélagi. Ekki misskilja mig, lang stærsti hluti leikskólakennara og starfsfólk leikskóla vill þessa frídaga, styttingardagana. Þessi ákvörðun mun leiða til þess að draga verulega úr álagi og streitu sem hefur skapast í starfi vegna styttingu vinnuvikunnar. Það mun minnka hausverkinn af útfærslunni á fullri vinnustyttingu til hálfs. Við eigum ennþá eftir að finna lausn á því hvernig við ætlum að láta fulla vinnustyttingu ganga upp þrátt fyrir þetta. Lokunardagarnir einir og sér munu ekki nægja til þess að leysa mönnunarvandann, nema auðvitað að það komi til afleysingafólk og leysi af þegar hver starfsmaður er frá vinnu í 1 dag á mánuði. Eða eitthvað allt annað útspil sem gæti orðið til bóta, sumir segja vaktavinna, sumir segja einfaldlega að leikskólarnir verði að loka fyrr einn dag vikulega. Nú langar mig að finna fólk eins og mig, einhyrninga, sem sér að stytting vinnuvikunnar, með því að gefa eftir forræði yfir kaffitíma, láta þjösna sér út í vinnu yfir heilan dag með 15 mínútna neysluhléi eftir hentugleika vinnustaðarins (en ekki starfsmannsins sem sinnir starfinu), rísi upp og mótmæli þessu. Ég vil að allir fái kaffitímann sinn tilbaka! Hver getur reddað því? Er ekki til eitthvað afl þarna úti í samfélaginu okkar, á vinnumarkaðnum sem getur leiðrétt þetta ranglæti og komið í veg fyrir það að fleiri vinnustaðir kjósi þetta bull yfir sig? Það eru nú þegar vinnustaðir með fulla vinnustyttingu og 30-40 mínútna kaffitíma, áfram þið! Frábært hjá ykkur! Á meðan aðrir vinnustaðir eru að lofa fólki að það verði ekki skerðing á kaffitíma fari svo að það kjósi fulla vinnustyttingu. Frábært að þið megið það. Ég er nefnilega einmitt að velta þessu fyrir mér, þó svo að það segi í kjarasamningi að grein nr. 3.1 falli úr gildi við fulla vinnustyttingu, er það samt ekki þannig að hver vinnustaður gerir samkomulag um hlé einmitt til þess að starfsfólk nái að taka pásur yfir daginn, nærast og sinna öðrum grunnþörfum sínum? Vegna þess að ef það má, þá langar mig að biðja alla starfsmenn, alls staðar, sem sitja við það borð að hafa aðeins 15 mínútur í neysluhlé að biðja um kaffitímann sinn aftur. Ég meina, það hlýtur að eiga jafnt yfir alla að ganga í þessum málum eða hvað? Hvað finnst fólki um það? Þetta gæti þá kannski líka flokkast sem sérkjör á vinnustaðnum, hafa í atvinnuauglýsingu: Fríðindi í starfi 36 stunda vinnuvika – með forræði yfir, og óskertum, kaffitíma Það kemur fram í nýjum kjarasamningi, sem tekur gildi um mánaðarmótin, að í raun og veru má alveg hafa kaffitímann eins langan og starfsfólk vill semja um, bara á móti þarf starfsmaðurinn að vinna lengur sem nemur um þær mínútur sem fara yfir 15 mínútna neysluhlé. „Heimilt er með samkomulagi stjórnenda stofnunar og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar að ákvarða dagleg hlé sem eru á forræði starfsmanna. Ákvörðuð lengd þeirra lengir daglega viðveru starfsmanna samsvarandi enda teljast slík hlé ekki til virks vinnutíma“. Hvað varðar umönnunarstörf er það einfaldlega þannig að starfsfólk kemst ekki frá ábyrgðum og hlutverkum í starfi sínu án þess að annar aðili komi til og leysi af. Að ætlast til þess að starfsfólk matist yfir þeim sem það annast er dæmi um skilningsleysi á þeim störfum sem verið er að semja um. Þá er ég að hugsa til þessarar greinar: „Starfsmönnum er heimilt að neyta matar og drykkja við vinnu sína þegar því verður við komið starfsins vegna og eru slík hlé hluti af virkum vinnutíma“. Í leikskólum verður því ekki við komið nema að starfsmaðurinn fari úr aðstæðunum, vegna þess að á meðan hann er í starfi þá hefur hann ákveðnum ábyrgðum og hlutverkum að gegna gagnvart börnunum og fagmennsku í leikskólastarfi. Hvernig fellur ákvæðið um styttingu vinnuvikunnar að framtíðarskipulagi og starfsumhverfi leikskóla? Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir stendur Kennarasamband Íslands í kjaraviðræðum þar sem kjarasamningar kennara runnu út á árinu. Mig langar af því tilefna að óska eftir því að heyra hvernig gengur að útfæra fulla vinnustyttingu í leikskólum sérstaklega þar sem fylgiskjal 2 endar á þessum orðum: „Fyrir lok samningstímans skulu aðilar kjarasamnings þessa leggja sameiginlegt mat á áhrif breytinganna og hvort núverandi framsetning á ákvæðum vinnutíma í kjarasamningi falli best að framtíðarskipulagi, starfsumhverfi sveitarfélaga og að fyrrgreindum markmiðum hafi verið náð“. Því eins og ég hef rakið hér í þessum pistli mínum þá er full vinnustytting ekki löggjöf í landinu, heldur aðeins hluti af kjarasamningum stéttarfélaga og það væri auðvitað mjög fróðlegt og gagnlegt að heyra það hvort sveitarfélögin séu þeirrar skoðunar að full vinnustytting í leikskóla falli best að framtíðarskipulagi og starfsumhverfi leikskóla? Ég er spennt að heyra af því. Ég velti því líka fyrir mér hvort leikskólakennarar séu ánægðir með framkvæmdina full vinnustytting? Ég veit fyrir mitt leyti að það er ýmislegt við útfærsluna sem setja má spurningamerki við og kjarni málsins er einfaldlega þessi: Leikskólakennarar, ekki láta blekkjast og þiggja að lágmarki 15 mínútna neysluhlé fyrir fulla vinnustyttingu! Ég held að við getum öll verið sammála um að það er eitthvað verulega galið við það! Höfundur er einhyrningur sem starfar í leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stytting vinnuvikunnar Leikskólar Vinnumarkaður Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Jæja, kostulegt, en viti menn ég er aftur sest niður til þess að skrifa um útfærslu á vinnustyttingu, í þetta skiptið á það ekki bara við um útfærslu í leikskólum landsins, ó nei, heldur á það við um þá mörgu vinnustaði sem rituðu undir kjarasamning veturinn 2019-2020 þar sem heimild er til þess að gera breytingu á vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 stundir á viku. Eins koma þessi skrif mín vegna þeirra breytinga sem verða nú um mánaðarmótin vegna kjarasamninga stéttarfélaga sem samþykktu heilt á að gefa eftir forræði yfir kaffitíma, samþykkja að lágmarki 15 mínútna neysluhlé og skal það taka gildi núna um mánaðarmótin á öllum stofnunum og vinnustöðum, óháð því hvernig þeir eru í stakk búnir til þess að mæta slíku. Ég mæli með að lesendur lesi fyrri grein mína um vinnustyttingu þar sem ég útskýri dag 2 í vinnustyttingu (vegna uppsöfnun á tíma). Meginmarkmið Betri vinnutíma eru svo mörg, í þessari grein langar mig að benda á að þau eru m.a. þessi: „Að stuðla að umbótum í starfsemi ríkisstofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu“. Alveg magnað fyrirbæri þessi fulla vinnustytting og því meira sem ég kynni mér hana, því gáttaðri verð ég. 40 stunda vinnuvika árið 1971 Til þess að skilja þetta, og þá meina ég sko að virkilega skilja þetta (því mér líður eins og einhyrningi), þá er ég að þræða mig í gegnum lög um 40 stunda vinnuviku og ferli þess máls á Alþingi frá því árið 1971. Þar kemur skýrt fram að lögin voru sett í þeim tilgangi að vernda okkur kæru samlandar fyrir ofþjökun í vinnu, jú því viti menn, við unnum alltof mikið. Staðreynd sem ekki er hægt að þræta við. Íslendingar hafa alltaf unnið mikið og við gerum enn! Við vinnum lengst í Evrópu. Við höfum lengi vel verið talin ósérhlíft vinnuafl, víkingar í eðli okkar sem geta lengi tekið við. Það þýðir þó ekki að við eigum að láta bjóða okkur hvað sem er! Allavega, auðvitað var reynt að brjóta á þessari 40 stunda vinnuviku og brugðist var við því nokkrum árum síðar með breytingum sem voru samþykktar árið 1979. Svo er bara ekkert að frétta eða hvað, ja nema hvað, það tók okkur aðeins 33 ár að ná 40 stunda vinnuviku (eða árið 2012). Annars er það ekki fyrr en árið 2018 að eitthvað fer að gerast hvað varðar fjölda stunda vinnuvikunnar þegar lagt er fram Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum (stytting vinnutíma). Frumvarp til laga um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku Með frumvarpinu fylgir greinargerð sem útlistar vel þá þætti sem liggja að baki því að skynsamlegt sé að stytta vinnuviku Íslendinga. Ekki voru allir á eitt sammála hvað varðar styttingu vinnuvikunnar og mér tókst að hafa uppi á afdrifum þessa máls: „Þar sem svo víðtækt samráð hefur ekki verið haft getur nefndin ekki mælt með samþykkt frumvarpsins en beinir því til félags- og barnamálaráðherra að vinna markvisst að endurskoðun vinnumarkaðslöggjafarinnar með það að markmiði að auka möguleika fólks á því að koma á jafnvægi milli atvinnu- og fjölskyldulífs. Með því megi jafnframt sporna við vanlíðan og kvíða barna sem hefur farið vaxandi. Að framangreindu virtu leggur nefndin til að málinu verði vísað til félags- og barnamálaráðherra sem skuli vinna það ítarlegar og í samráði við samtök aðila vinnumarkaðarins“. Okey, þannig að boltinn liggur hjá þér Ásmundur, síðan 2019! Hvað er að frétta af þessu máli? Nei, ég meina bara, svona til þess að hafa víðtækt samráð. Við erum jú ekki svo stórt land, við ættum að geta fundið út úr þessu saman svona eins og nágrannar okkar í t.d. Danmörku og Svíþjóð hafa gert, ekki satt? Ég veit þá allavega núna að það eru ekki til lög um styttingu vinnuvikunnar. Sem þýðir að þessi setning sem ég heyri mjög oft: „Við bara verðum að fara í fulla vinnustyttingu!“ á ekki við rök að styðjast. Af hverju bara verðum við að gera það? Við bara verðum ekkert frekar en við viljum. Þetta er allt svo kostulegt. Stéttarfélögin benda á það að þau hafa lengi talað fyrir styttri vinnuviku, allavega frá árinu 2015 eða fyrr. En þau bara gáfust upp á því, enda enginn meðbyr með því að stytta vinnuviku starfsfólks án þess að eitthvað gefi eftir… hver skilur það ekki … við erum að tala um að samþykkja að starfsfólk vinni minna en haldi sömu launum eða vinni jafnmikið og fái greidda yfirvinnu eftir 36 vinnustundir. Eitthvað hlýtur starfsfólk að þurfa að gefa á móti til að fá þannig díl. Gefðu mér kaffitímann þinn og þá máttu fá 36 stunda vinnuviku! Hver er svo díllinn sem stéttarfélögin náðu loksins í gegn? Gefðu mér kaffitímann þinn og þá máttu fá 36 stunda vinnuviku! Vinnustytting eins og nafnið gefur réttilega til kynna á að vera stytting á vinnutíma, en EKKI tilfærsla eða GJÖF starfsmannsins í viðleitni sinni til þess að fá fulla vinnustyttingu. Hann þarf að gefa frá sér forræði yfir 35 mínútna kaffitíma sem breytist í 15 mínútur og getur síðan safnað þessum mínútum yfir mánuðinn í 1 frídag. Ég er þá ekki að tala um fyrri styttingardaginn (sem gaf 38 stunda vinnuviku) heldur dag 2 sem er 36 stunda vinnuvika. Halló, þarf að ég stafa þetta ofan í fólk!! ÞAÐ ER EKKI FULL VINNUSTYTTING!! Gjörið svo vel, styttið einfaldlega vinnuvikuna eða sleppið því.Hver bjó þetta eiginlega til? Heimasíðan Betri vinnutími er að mér sýnist samstarfsverkefni á milli Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Ríkissáttasemjara. Þannig að kannski færðist málið frá þér Ásmundur yfir til Bjarna árið 2020? Maður spyr sig svo í framhaldinu, af hverju kýs svo starfsfólk þessa vitleysu yfir sig? Sérstaklega á þeim vinnustöðum þar sem erfiðlega hefur gengið að halda uppi skilvirkni og gæðum í þjónustu, ásamt því að vinnustytting hefur valdið auknu álagi og streitu vegna mönnunarvanda þar sem ekki hefur mátt ráða inn fólk til afleysinga. Mér er spurn. En það er lítið um svör. Ég heyri fólk segja að það bara kynnti sér þetta ekki nægilega vel. Eins heyri ég fólki segja að því meira sem það kynnir sér málið full vinnustytting eða 36 stunda vinnuvika því gáttaðri verður það. Hvað segja stéttarfélögin við þessu? Fyrir þeim er þetta hagsmunamál. Þetta er hluti af einhverju samkomulagi, eða hvað? Hvaða samkomulag er þetta? Jú Jóhanna, mundu, þetta er samkomulag um Betri vinnutíma. Frábært. Af hverju getum við þá ekki sem samfélag haft samráð um Betri vinnutíma fyrir alla? Í stað þess að sumir vinnustaðir verða undir og þau markmið og sá tilgangur sem átti að nást með Betri vinnutíma verður að engu. Ég fæ þau svör að ég þurfi ekki að kjósa með þessu. Vinnustytting má vera einstaklingsbundin. Mér er sagt að hver vinnustaður kjósi um þetta. En bíðið við, jú ég gæti þurft að sitja undir því að þetta verði bara kosið yfir mig, hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það er meirihlutinn sem ræður, þannig að ef meirihlutinn á mínum vinnustað kýs með fullri vinnustyttingu þá já, þá er þetta kosið yfir mig og þrátt fyrir það að ég sé mjög vel upplýst, vill ekki gefa ykkur kaffitímann minn svo ég geti safnað honum saman yfir heilan mánuð og fengið í staðinn einn dag frí … sem NB er ekkert annað en kaffitíminn minn … og er ekki FULL VINNUSTYTTING … þá enda ég samt í þessari stöðu eins og fullt af starfsfólki hefur lent í á íslenskum vinnumarkaði. Í ljósi nýrra kjarasamninga hjá ákveðnum stéttum sem taka gildi núna 1. nóvember, þá getum við, vinnustaðir, ekki lengur staðið vörð um hag okkar og vinnustaðarins og sagt: „Því miður við sem vinnustaður getum ekki kosið með 36 stunda vinnuviku vegna þess að það skerðir kjör okkar, ógnar öryggi skjólstæðinga okkar og veldur okkur álagi og streitu í starfi“. Við þurfum einfaldlega núna um mánaðarmótin að láta þetta yfir okkur ganga, alveg sama hvað. Ég skora á ykkur að endurheimta kaffitímann og láta ekki bjóða ykkur 15 mínútna neysluhlé Mig langar að skora á stéttarfélögin og alla þá sem starfa á íslenskum vinnumarkaði undir þessum kjarasamningum að stíga fram og óska eftir því að fá aftur kaffitímann tilbaka, halda samt FULLRI VINNUSTYTTINGU og láta ekki bjóða sér 15 mínútna neysluhlé. Ég veit ekki og skil ekki hvað hefur gerst. Það er svona að vera einhyrningur. Maður er bara eitthvað svo á skjön við alla hina. Leikskólinn og full vinnustytting Það sem er að gerast núna á mínum starfsvettvangi, í leikskólanum, er að sveitarfélagið mitt ætlar að leysa ákveðið vandamál sem við höfum staðið frammi fyrir í langan tíma vegna útfærslu vinnustyttingar, það er að sveitarfélagið mitt hefur samþykkt að loka leikskólum sveitarfélagsins í 9-11 daga á ári til þess að leysa styttingu vinnuvikunnar. Já því við í leikskólunum höfum staðið frammi fyrir stórkostlegum áskorunum þegar kemur að útfærslu á styttingu vinnuvikunnar. Við erum svo aðþrengd þegar kemur að mönnun starfsmanna nú þegar að þegar kemur að vinnustyttingu þá einfaldlega lendum við í þeirri stöðu að ógna öryggi bæði barna og starfsmanna á þann hátt að í hverjum mánuði á starfsfólk 2 frídaga, sem gerir það að verkum að á deild þar sem eru 5 starfsmenn, eru 10 dagar í mánuði þar sem vantar starfsmenn vegna vinnustyttingar og við fáum ekki starfsfólk inn í staðinn til þess að leysa þessi starfsgildi af. Það er samt eitthvað bogið við þetta sko, ég er búin að rýna í og liggja yfir kjarasamningi mínum og lúslesa fylgiskjal 2 um stytting vinnuvikunnar og þar kemur fram: „Sérstök tillaga skal gerð um skipulag vinnutíma þess starfsfólks sem vinnur störf þar sem sveigjanlegum hléum verður ekki við komið og afleysinga er þörf“. Sú staða hefur einfaldlega skapast vegna vinnustyttingarinnar að starfsfólk í leikskóla kemst ekki með góðu móti í sveigjanleg hlé, pásur á vinnutíma, og stundum er það þannig að starfsfólk kemst bara ekki einu sinni frá til þess að fara á salernið. Klárlega er afleysinga þörf og við höfum bent á það ítrekað! Í a.m.k. 2 ár! Mig grunar, þó svo ég viti það ekki fyrir víst, að hópur starfsfólks í heilbrigðiskerfinu okkar sé að glíma við svipaðan vanda. En nei gott fólk, svarið sem við fáum og höfum fengið er þetta: „Vinnustytting á ekki að kosta neitt“! Jú hún kostar sveitarfélögin heilmikið, á marga vegu. Þrátt fyrir að það komi skýrt fram í þessu sama fylgiskjali: „Breyting á skipulagi vinnutíma á að öðru óbreyttu ekki að leiða til breytinga á launum eða launakostnaði sveitarfélaga. Jafnframt er forsenda breytinganna að starfsemi vinnustaðarins raskist ekki og að opinber þjónusta sé af sömu eða betri gæðum og áður“. Starfsemi leikskóla er að raskast af styttingu vinnuvikunnar. Við þurfum dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð að starfa í þeim aðstæðum að það vantar starfsmann sem sinnir ákveðnum lögbundnum verkefnum skv. lögum um leikskóla, skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, skv. Aðalnámskrá leikskóla og skv. reglugerð um fjölda starfsmanna sem skal gæta barna í leikskóla. Ég upplifi að það sé búið að halda okkur í gíslingu styttingu vinnuvikunnar með því að segja við okkur að þessi útfærsla megi ekki kosta neitt. Það er svarið sem við starfsfólk í leikskóla höfum fengið hingað til þegar við höfum óskað eftir því að yfirmenn okkar ráði inn afleysingarfólk til þess að leysa af nánast daglega í fullri vinnustyttingu. Klárlega hefur það verið fyrirsláttur af hálfu sveitarfélaganna og ég vissi það allan tímann. Hvers vegna veit ég það? Vegna þess að sveitarfélagið mitt er alveg tilbúið til þess að kalla mig í störf úr undirbúningstíma fleiri klukkustundir á mánuði til þess að dekka afleysingar og borga mér yfirvinnu fyrir það. Það gleður mig alls ekki að þurfa að gera það! Mig langar að neita því, á þeim forsendum að það skaðar faglegt leikskólastarf, en ég má það ekki. Þrátt fyrir að það kemur í veg fyrir það að ég geti sinnt starfi mínu af fagmennsku og staðið við bæði lög og reglugerðir sem standa vörð um faglegt leikskólastarf á Íslandi. Ef þið viljið gamla góða gæslóinn aftur, þá megið þið alveg halda þessu áfram, en ég hef ekki áhuga á því að taka þátt í slíku. Ég hef ekki áhuga á því að vinna við slíkar aðstæður. Ég þakka fyrir það að sveitarfélagið mitt er allavega búið að taka eitt skref í áttina að því að leysa hluta vandans. Það er þó gert á þeim forsendum að skerða þjónustu, eitthvað sem full vinnustytting átti ekki að leiða til. Klárlega þurfum við einmitt að horfast í augu við það að 36 stunda vinnuvika mun í einhverjum tilfellum kosta meira og leiða til skerðingar á þjónustu. Ég er líka þakklát fyrir það að stéttarfélagið mitt KÍ, hefur fengið fólk í brúna sem ætlar að standa saman og setja kennara í fyrsta sætið! Ég þakka fyrir samstarfsfólkið mitt og mína stjórnendur, og þá samstöðu og liðsheild, sem hópurinn hefur sýnt í sinni viðleitni að draga úr álagi og streitu í starfi og standa vörð um faglegt starf í leikskóla. Fyrir ári síðan þegar ég ritaði mína fyrstu grein um vinnustyttingu þá kusum við EKKI með fullri vinnustyttingu eftir mjög góðan úrbótafund sem leiddi í ljós að ef við gerðum slíkt þá myndum við í raun og veru vera að samþykkja ákveðna þætti sem myndu fara gegn meginmarkmiðum Betri vinnutíma, okkar kjarasamningi og lögum og reglum um leikskólastarf. Almennt höfum við ekki náð að leysa allar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir með fullri vinnustyttingu. Með nýjum kjarasamningi sem kveður á um fulla vinnustyttingu nú um mánaðarmótin er búið að taka þetta vald af starfsfólki sem felst í því að standa vörð um starfsemi vinnustaða og þvinga einfaldlega fram aðstæður sem ekki er búið að leysa á öllum vinnustöðum. Fríðindi í starfi: Full vinnustytting – með forræði yfir og óskertum kaffitíma Ég tek það fram, ég er fyrst að lúslesa þetta fylgiskjal um styttingu vinnuvikunnar þessa dagana. Ekki dæma mig, ég var ekki starfandi í leikskóla þegar kosið var um þennan kjarasamning og ég sagði upp starfi mínu í leikskóla í Hafnarfirði þegar leikskólakennarar þar kusu um fulla vinnustyttingu og tóku þannig af mér kjarasamningsbundinn kaffitímann minn og buðu mér upp á 15 mínútna neysluhlé þegar því var við komið (þá gat ég ekki fengið einstaklingsbundna vinnustyttingu). Og með nýjum kjarasamningum sem kveða á um fulla vinnustyttingu, grein 3.1 er fallin úr gildi og viðkomandi starfsmenn skulu fá 36 stunda vinnuviku núna 1. nóvember n.k., óháð því hvort vinnustaðurinn geti einfaldlega staðið undir því. Það þykir mér vítavert kæruleysi, sérstaklega í ljósi þess að á sumum vinnustöðum hefur 36 stunda vinnuvika ekki tekið gildi einmitt vegna þess að hún ógnar öryggi og heilsu starfsmanna. Eins og segir á heimasíðunni Betri vinnutími: „Forsenda styttingar hjá dagvinnufólki er samtal um betri vinnutíma á hverri stofnun fyrir sig. Útfærslan tekur mið af starfsemi stofnunar og getur því verið með ólíkum hætti milli stofnana“. Ég held að við getum öll verið sammála um að með nýjum kjarasamningum stéttarfélaga sem taka gildi nú um mánaðarmótin hefur þessari forsendu verið hent út af borðinu. En kannski er sú breyting komin á núna að full vinnustytting má fela í sér aukinn kostnað fyrir vinnustaðinn? Er það rétt skilið hjá mér? Fáum við afleysingafólk inn í leikskólana? Svarið sem ég hef fengið er NEI! 36 stunda vinnuvika felur í sér beinan og óbeinan kostnað fyrir sveitarfélögin Launakostnaður hjá mínu sveitarfélagi hefur hækkað vegna vinnustyttingar, skilvirkni og gæði í þjónustu er nú þegar skert, niðurstöður kannanna sýna veikleika í vinnustaðamenningu að einhverju leyti, öryggi barna og starfsfólks í leikskóla er ógnað, staðreyndin er sú að starfsfólk finnur fyrir auknu álagi og streitu í starfi vegna undirmönnunar, veikindadögum (bæði skamm- og langtíma) hefur fjölgað. Auðvitað skerðist þjónusta leikskóla enn frekar þegar 9-11 lokunardagar leikskóla á ári taka gildi í mínu sveitarfélagi. Ekki misskilja mig, lang stærsti hluti leikskólakennara og starfsfólk leikskóla vill þessa frídaga, styttingardagana. Þessi ákvörðun mun leiða til þess að draga verulega úr álagi og streitu sem hefur skapast í starfi vegna styttingu vinnuvikunnar. Það mun minnka hausverkinn af útfærslunni á fullri vinnustyttingu til hálfs. Við eigum ennþá eftir að finna lausn á því hvernig við ætlum að láta fulla vinnustyttingu ganga upp þrátt fyrir þetta. Lokunardagarnir einir og sér munu ekki nægja til þess að leysa mönnunarvandann, nema auðvitað að það komi til afleysingafólk og leysi af þegar hver starfsmaður er frá vinnu í 1 dag á mánuði. Eða eitthvað allt annað útspil sem gæti orðið til bóta, sumir segja vaktavinna, sumir segja einfaldlega að leikskólarnir verði að loka fyrr einn dag vikulega. Nú langar mig að finna fólk eins og mig, einhyrninga, sem sér að stytting vinnuvikunnar, með því að gefa eftir forræði yfir kaffitíma, láta þjösna sér út í vinnu yfir heilan dag með 15 mínútna neysluhléi eftir hentugleika vinnustaðarins (en ekki starfsmannsins sem sinnir starfinu), rísi upp og mótmæli þessu. Ég vil að allir fái kaffitímann sinn tilbaka! Hver getur reddað því? Er ekki til eitthvað afl þarna úti í samfélaginu okkar, á vinnumarkaðnum sem getur leiðrétt þetta ranglæti og komið í veg fyrir það að fleiri vinnustaðir kjósi þetta bull yfir sig? Það eru nú þegar vinnustaðir með fulla vinnustyttingu og 30-40 mínútna kaffitíma, áfram þið! Frábært hjá ykkur! Á meðan aðrir vinnustaðir eru að lofa fólki að það verði ekki skerðing á kaffitíma fari svo að það kjósi fulla vinnustyttingu. Frábært að þið megið það. Ég er nefnilega einmitt að velta þessu fyrir mér, þó svo að það segi í kjarasamningi að grein nr. 3.1 falli úr gildi við fulla vinnustyttingu, er það samt ekki þannig að hver vinnustaður gerir samkomulag um hlé einmitt til þess að starfsfólk nái að taka pásur yfir daginn, nærast og sinna öðrum grunnþörfum sínum? Vegna þess að ef það má, þá langar mig að biðja alla starfsmenn, alls staðar, sem sitja við það borð að hafa aðeins 15 mínútur í neysluhlé að biðja um kaffitímann sinn aftur. Ég meina, það hlýtur að eiga jafnt yfir alla að ganga í þessum málum eða hvað? Hvað finnst fólki um það? Þetta gæti þá kannski líka flokkast sem sérkjör á vinnustaðnum, hafa í atvinnuauglýsingu: Fríðindi í starfi 36 stunda vinnuvika – með forræði yfir, og óskertum, kaffitíma Það kemur fram í nýjum kjarasamningi, sem tekur gildi um mánaðarmótin, að í raun og veru má alveg hafa kaffitímann eins langan og starfsfólk vill semja um, bara á móti þarf starfsmaðurinn að vinna lengur sem nemur um þær mínútur sem fara yfir 15 mínútna neysluhlé. „Heimilt er með samkomulagi stjórnenda stofnunar og einfalds meirihluta þeirra starfsmanna sem málið varðar að ákvarða dagleg hlé sem eru á forræði starfsmanna. Ákvörðuð lengd þeirra lengir daglega viðveru starfsmanna samsvarandi enda teljast slík hlé ekki til virks vinnutíma“. Hvað varðar umönnunarstörf er það einfaldlega þannig að starfsfólk kemst ekki frá ábyrgðum og hlutverkum í starfi sínu án þess að annar aðili komi til og leysi af. Að ætlast til þess að starfsfólk matist yfir þeim sem það annast er dæmi um skilningsleysi á þeim störfum sem verið er að semja um. Þá er ég að hugsa til þessarar greinar: „Starfsmönnum er heimilt að neyta matar og drykkja við vinnu sína þegar því verður við komið starfsins vegna og eru slík hlé hluti af virkum vinnutíma“. Í leikskólum verður því ekki við komið nema að starfsmaðurinn fari úr aðstæðunum, vegna þess að á meðan hann er í starfi þá hefur hann ákveðnum ábyrgðum og hlutverkum að gegna gagnvart börnunum og fagmennsku í leikskólastarfi. Hvernig fellur ákvæðið um styttingu vinnuvikunnar að framtíðarskipulagi og starfsumhverfi leikskóla? Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að um þessar mundir stendur Kennarasamband Íslands í kjaraviðræðum þar sem kjarasamningar kennara runnu út á árinu. Mig langar af því tilefna að óska eftir því að heyra hvernig gengur að útfæra fulla vinnustyttingu í leikskólum sérstaklega þar sem fylgiskjal 2 endar á þessum orðum: „Fyrir lok samningstímans skulu aðilar kjarasamnings þessa leggja sameiginlegt mat á áhrif breytinganna og hvort núverandi framsetning á ákvæðum vinnutíma í kjarasamningi falli best að framtíðarskipulagi, starfsumhverfi sveitarfélaga og að fyrrgreindum markmiðum hafi verið náð“. Því eins og ég hef rakið hér í þessum pistli mínum þá er full vinnustytting ekki löggjöf í landinu, heldur aðeins hluti af kjarasamningum stéttarfélaga og það væri auðvitað mjög fróðlegt og gagnlegt að heyra það hvort sveitarfélögin séu þeirrar skoðunar að full vinnustytting í leikskóla falli best að framtíðarskipulagi og starfsumhverfi leikskóla? Ég er spennt að heyra af því. Ég velti því líka fyrir mér hvort leikskólakennarar séu ánægðir með framkvæmdina full vinnustytting? Ég veit fyrir mitt leyti að það er ýmislegt við útfærsluna sem setja má spurningamerki við og kjarni málsins er einfaldlega þessi: Leikskólakennarar, ekki láta blekkjast og þiggja að lágmarki 15 mínútna neysluhlé fyrir fulla vinnustyttingu! Ég held að við getum öll verið sammála um að það er eitthvað verulega galið við það! Höfundur er einhyrningur sem starfar í leikskóla.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun