Kvennabarátta síðustu áratuga og virðing fyrir starfi kennara Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 28. október 2024 11:15 Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi var haldinn þann 24. október árið 1975. Eins og allir vita þá lögðu konur niður störf þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra í samfélaginu, bæði á vinnumarkaði og heimilum. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum verkfallsaðgerðum, sem undirstrikaði stöðu þeirra og áhrif í íslensku samfélagi. Þessi staðreynd leitaði á mig og ég get ekki annað sagt en að ég hafi verið mjög hugsi síðustu vikurnar yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og þeirri virðingu sem þær njóta fyrir störf sín í íslensku samfélagi dagsins í dag. Að það skuli enn vera staðan, eftir öll þessi ár sem liðinn eru frá þessum merka degi í október 1975, að konur njóti ekki verðleika sinna í störfum þeim sem þær sinna í samfélaginu. Það er nefnilega svo að hörð umræðan um kjarabaráttu kennara hefur undanfarnar vikur varpað ljósi á þá stöðu sem enn er uppi í samfélaginu og tengist virðingu og viðurkenningu á starfi sem er einkum sinnt af konum, eins og kennslu. Í samfélögum víða um heim, þar á meðal á Íslandi, hefur lengi verið viðurkennt að launakjör í starfsstéttum sem að mestu eru skipaðar konum, svo sem kennarastörfum, eru oft lægri en í öðrum sérfræðistörfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Og að við séum ekki komin lengra en raun ber vitni í að leiðrétta þetta þrátt fyrir áralanga og sanngjarna baráttu kvenna. Það er dapurleg staðreynd. Ástæður fyrir þessu eru margþættar og tengjast bæði sögulegum og félagslegum þáttum. Kennarastarf, sérstaklega á grunn- og leikaskólastigi, hefur lengi verið litið á sem „kvennastarf“og fullyrða má að hafi því ekki notið sömu virðingar og önnur sérfræðistörf. Þrátt fyrir að kennarar þurfi að hafa fimm ára háskólamenntun, líkt og margir aðrir sérfræðingar, þá endurspegla launakjör þeirra alls ekki þá menntun og færni sem starf þeirra krefst. Þessi mismunur er því miður vísbending um djúp samfélagsleg viðhorf sem líta niður á störf sem eru talin „kvenleg“og álitin minna virði. Kjaradeilan endurspeglar því ekki einungis ágreining um laun og starfskjör, heldur varpar hún einnig ljósi á viðhorf til jafnréttis og viðurkenningar á starfsgrein kvenna sem leggur ómetanlegan grunn í þróun samfélagsins. Hvernig viljum við sem samfélag mæta og virða þá sem leggja grunn að menntun og þroska ungra einstaklinga. Kennarar eiga ekki að þurfa að sætta sig við lakari kjör en aðrir sérfræðingar með sambærilega menntun. Viðurkenning á þeirra mikilvæga hlutverki og réttlát launakjör þeim til handa eru lykilatriði í að byggja upp heilbrigt samfélag sem byggir á jafnrétti, velferð og virðingu. Þeir sem mest hafa haft sig í frammi við að tala niður til kennara og gaslýsa þá undanfarnar vikur eru um leið að tala niður konur og þeirra ómetanlegu störf í þágu þjóðar. Og skömmin er þeirra. Höfundur er grunnskólakennari og skólastjórnandi til tæplega 30 ára.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun