Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 07:33 Real Madrid skilur ekki hvernig Vinicius Junior gat ekki unnið gullhnöttinn í gær. Hér fagnar hann marki með Brahim Diaz. Getty/Antonio Villalba Óhætt að segja að leikmenn, þjálfarar og forráðamenn Real Madrid séu sótillir eftir að Vinícius Junior fékk ekki Gullhnöttinn, Ballon d'Or, í gær. Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira
Þegar Real Madrid frétti af því að Vinícius yrði ekki efstur í kjörinu þá hætti allur Real Madrid hópurinn við það að mæta á verðlaunahátíðina. Þar á meðal voru þeir Vinícius Júnior og Jude Bellingham sem voru í númer tvö og þrjú í kosningunni. Það mátti sjá sæti þeirra tóm á fremsta bekk. Sá brasilíski varð að sætta sig við annað sætið á eftir Spánverjanum Rodri en Real Madrid átti þrjá af fjórum efstu í kjörinu. Það breytti því ekki að forráðamenn félagsins töluðu um algjört virðingaleysi. Liðsfélagar Vinícius Júnior hafa sent honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum. „Fótboltapólitík! Félagi, þú ert besti leikmaður í heimi og engin verðlaun geta breytt því. Elska þig bróðir,“ skrifaði Eduardo Camavinga á X. „Þú ert sá besti í heimi og enginn getur tekið það frá þér,“ skrifaði Éder Militão á X. Vinícius Júnior tjáði sig líka á sama miðli. „Ég mun gera allt tíu sinnum ef það þarf. Þau eru ekki tilbúin fyrir mig,“ skrifaði Vinícius á X. Það er helst lélegt gengi brasilíska landsliðsins og slök frammistaða Vinícius Júnior á þeim vígstöðvum sem vann gegn honum í samkeppninni við Rodri sem vann titla með bæði félagsliði og landsliði. Forráðamenn Real Madrid sendu frá sér yfirlýsingu til AFP fréttastofunnar þar sem þeir komu aðeins inn á þetta. „Ef þetta er ástæðan fyrir því að Vinicius vann ekki þá ættu þeir að nota sömu viðmið og láta Dani Carvajal frá verðlaunin,“ svaraði klúbburinn. Carvajal vann titla með bæði Real og spænska landsliðinu. Karim Benzema et Eduardo Camavinga soutiennent Vinicius Jr, deuxième du #BallonDor 2024https://t.co/W9cgEkteeV pic.twitter.com/B0re62qx71— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024 „Þar sem að það var ekki raunin þá er það augljóst að Ballon d'Or eða UEFA ber ekki virðingu fyrir Real Madrid. Real Madrid mætir ekki þangað þar sem ekki er borin virðing fyrir félaginu,“ stóð enn fremur í svari Real til AFP. Vincent Garcia, ritstjóri France Football, blaðsins sem sér um verðlaunin, sagði frá því sem gekk á bak við tjöldin. „Real Madrid setti mikla pressu á mig til að komast að því hvort Vinicius hefði unnið. Kannski lét þögnin mín þá halda að hann hefði tapað og því létu þeir ekki sjá sig. Ég er mjög hissa en vil ekki tala um Real Madrid í allt kvöld. Ég vil að kvöldið snúist um hinn stórkostlega sigurvegara Rodri,“ sagði Vincent Garcia við L'Equipe. Annoncé grand favori, Vinicius a échoué à la deuxième place du #ballondor derrière Rodri. Lui et la délégation du Real Madrid ne sont pas venus à Parishttps://t.co/JNZf1lVd0F pic.twitter.com/q0Lbil5aaq— L'ÉQUIPE (@lequipe) October 28, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira