Hrokinn varð honum að falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2024 12:03 Tyrique Stevenson stríðir hér stuningsmönnum Washington Commanders en örskömmu síðar hafði hann klúðrað leiknum fyrir Chicago Bears. Getty/Scott Taetsch Þeir sem trúa ekki á karma ættu kannski að horfa á kraftaverkasnertimarkið í NFL deildinni um helgina. Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia) NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Síðasti leikur fyrir EM Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Washington Commanders vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Chicago Bears. Liðið tryggði sér sigur þegar öll von virtist úti en leikstjórnandinn Jayden Daniels henti boltanum þá heila 52 jarda og inn í markið. Leiktíminn var að renna út en eini möguleikinn var að láta vaða og vona það besta. Það ótrúlega gerðist eins og sjá má og heyra í magnaðri lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar hér fyrir neðan. Varnarmaður Bears gerði þau mistök að slá í boltann en við það misstu liðsfélagarnir af honum og boltinn datt í hendurnar á Washington manninum Noah Brown í endamarkinu. Hann hafði laumað sér aftur fyrir þá og vonast til þess að boltinn kæmi þangað. Það gerðist og Washington fagnaði sigri. Annað sjónarhorn á þetta sigursnertimark fór síðar á mikið flug á netmiðlum. Þetta verður örugglega erfið vika fyrir einn leikmann Chicago Bears. Tyrique Stevenson, varnarmaður Chicago Bears, var svo fullviss um sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok að hann fór að kynda og stríða svekktum stuðningsmönnum Washington Commanders. Stevenson missti einbeitinguna en áttaði sig síðan á því að boltinn var að koma. Hann hljóp á staðinn og sló í boltann. Það vildi ekki betur en að hann sló hann til leikmanns Commanders. Það var því hans klaufaskapur (og hroki) sem sá til þess að Chicago Bears tapaði þessum leik. Hitt sjónarhornið má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jomboy Media (@jomboymedia)
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Síðasti leikur fyrir EM Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira