Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2024 11:32 Dwyane Wade við styttuna umdeildu fyrir utan heimavöll Miami Heat. getty/Carmen Mandato Dwyane Wade kveðst ánægður með styttuna af sér sem var afhjúpuð fyrir utan heimavöll Miami Heat. Styttan þykir ekkert sérstaklega lík honum. Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Styttan var afhjúpuð við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Óhætt er að segja að hún hafi vakið athygli, þó ekki jákvæða því Wade þykir nær óþekkjanlegur á styttuna. Sjálfum er honum alveg sama þótt styttan sé ekki nákvæm eftirmynd af honum. „Ef ég vildi að þetta líktist mér myndi ég bara standa fyrir utan höllina og þið gætuð öll tekið myndir af mér,“ sagði Wade. „Hún þarf ekki að líkjast mér. Þetta er listræn útgáfa af augnabliki sem við reyndum að fanga,“ bætti Wade við en augnablikið sem um ræðir var í leik Miami Heat og Chicago Bulls 2009. Eftir að hafa skorað flautukörfu undir lok annarrar framlengingar stökk Wade upp á ritaraborðið og hrópaði: Þetta er húsið mitt. Myndhöggvararnir segja að það hafi tekið um átta hundruð klukkutíma að gera styttuna og Wade hafi komið að gerð hennar. Hann ítrekaði að honum væri alveg sama hvað fólki hefði um styttuna að segja. Hann væri stoltur af henni. „Veröld samfélagsmiðla snýst um skoðanir. Allir hafa skoðun. Nýtið þær. Talið meira um okkur, komið og sjáið styttuna, takið myndir og sendið meme. Okkur er sama,“ sagði Wade. „Ég veit ekki marga sem eiga styttu af sér. Veit einhver hérna hvernig þær eru gerðar? Enginn hérna veit það heldur. Þetta er ótrúlegt ferli sem ég var hluti af. Og þetta er flókið ferli.“ Wade er stigahæsti leikmaður í sögu Miami Heat og varð þrisvar sinnum NBA-meistari með liðinu; 2006, 2012 og 2013. Wade er eini leikmaður Miami Heat sem stytta hefur verið gerð eftir.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira