Neymar kaupir glæsivillu í Miami á þrjá og hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2024 07:12 Neymar hefur spilað 128 A-landsleiki fyrir Brasilíu og skorað í þeim 79 mörk. Vísir/Getty Images Kaup brasilíska knattspyrnumannsins Neymar á glæsivillu í Flórída á þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna hafa ýtt undir þær sögusagnir að Brasilíumaðurinn gæti orðið samherji Lionel Messi hjá Inter Miami áður en langt um líður. Hinn 32 ára gamli Neymar spilar í dag fyrir Al Hilal í Sádi-Arabíu og sneri nýverið aftur á völlinn eftir næstum ár frá keppni eftir að hann sleit krossband í hné. Hann samdi við Al Hilal í ágúst á síðasta ári eftir sex ár hjá París Saint-Germain þar sem hann spilaði með Messi. Þeir spiluðu einnig saman hjá Barcelona þar áður. Neymar skrifaði undir tveggja ára samning í Sádi-Arabíu og verður því samningslaus í ágúst á næsta ári. Litlar sem engar líkur eru taldar á því að Neymar framlengi samning sinn við Al Hilal. Nú hefur hann keypt rándýra eign í Bal Harbour-hverfinu á Miami. Þar býr meðal annars Micky Arison, eigandi NBA-liðsins Miami Heat. Þá sagði Neymar fyrr á þessu ári að hann myndi vilja spila með Messi á nýjan leik. Exclusive: Brazilian soccer star Neymar has purchased a piece of waterfront land in Miami for $26 million amid speculation he may be joining the Major League Soccer team Inter Miami https://t.co/NRnwCyIHaF— The Wall Street Journal (@WSJ) October 28, 2024 „Vonandi getum við spilað saman á ný. Leo er frábær persóna, það þekkja hann allir og ég tel hann mjög glaðan. Ef hann er glaður er ég glaður,“ sagði Neymar í viðtali við ESPN í mars síðastliðnum. Fari svo að Neymar myndi ganga í raðir Inter Miami þá yrði hann enn einn fyrrverandi leikmaður Barcelona sem ákveður að venda kvæði sínu í kross og flytja til Bandaríkjanna. Ásamt Messi eru Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allir á mála hjá félaginu sem er komið með annan fótinn í undanúrslit MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira
Hinn 32 ára gamli Neymar spilar í dag fyrir Al Hilal í Sádi-Arabíu og sneri nýverið aftur á völlinn eftir næstum ár frá keppni eftir að hann sleit krossband í hné. Hann samdi við Al Hilal í ágúst á síðasta ári eftir sex ár hjá París Saint-Germain þar sem hann spilaði með Messi. Þeir spiluðu einnig saman hjá Barcelona þar áður. Neymar skrifaði undir tveggja ára samning í Sádi-Arabíu og verður því samningslaus í ágúst á næsta ári. Litlar sem engar líkur eru taldar á því að Neymar framlengi samning sinn við Al Hilal. Nú hefur hann keypt rándýra eign í Bal Harbour-hverfinu á Miami. Þar býr meðal annars Micky Arison, eigandi NBA-liðsins Miami Heat. Þá sagði Neymar fyrr á þessu ári að hann myndi vilja spila með Messi á nýjan leik. Exclusive: Brazilian soccer star Neymar has purchased a piece of waterfront land in Miami for $26 million amid speculation he may be joining the Major League Soccer team Inter Miami https://t.co/NRnwCyIHaF— The Wall Street Journal (@WSJ) October 28, 2024 „Vonandi getum við spilað saman á ný. Leo er frábær persóna, það þekkja hann allir og ég tel hann mjög glaðan. Ef hann er glaður er ég glaður,“ sagði Neymar í viðtali við ESPN í mars síðastliðnum. Fari svo að Neymar myndi ganga í raðir Inter Miami þá yrði hann enn einn fyrrverandi leikmaður Barcelona sem ákveður að venda kvæði sínu í kross og flytja til Bandaríkjanna. Ásamt Messi eru Luis Suárez, Sergio Busquets og Jordi Alba allir á mála hjá félaginu sem er komið með annan fótinn í undanúrslit MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Sjá meira