Mælum með Hafþór Reynisson skrifar 30. október 2024 14:32 Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun