Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. október 2024 18:01 Sigurður Ragnar í Héraðsdómi Reykjaness, þegar Skáksambandsmálið svokallaða var þingfest. Í því var hann sakfelldur fyrir hafa staðið að stórfelldum fíkniefnainnflutningi til landsins. vísir/vilhelm Sigurður Ragnar Kristinsson, sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld fíkniefna- og skattalagabrot, er á meðal handtekinna í umfangsmesta kristal-amfetamínmáli sem lögregla hefur haft afskipti af. Þetta herma heimildir fréttastofu. Samkvæmt tilkynningu lögreglu sem voru sex handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku, þar sem lögregla hafi lagt hald á tæplega sex kíló af kristal-metamfetamíni. Um sé að ræða stærstu haldlagningu þess konar fíkniefna í einu máli hérlendis. Einum hafi verið sleppt úr haldi en fimm verði í haldi til 6. nóvember. „Framkvæmdar hafa verið nokkrar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Um er að ræða stærstu haldlagningu á kristal metamfetamíni í einu máli hérlendis, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins.“ Rannsókn málsins, sem snúi að stórfelldu fíkniefnabroti og skipulagðri brotastarfsemi, miði vel. „Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar Tollsins, embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra,“ segir enn fremur í tilkynningu. Sigurður Kristinn var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skal greiðast innan fjögurra vikna. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Samkvæmt tilkynningu lögreglu sem voru sex handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í síðustu viku, þar sem lögregla hafi lagt hald á tæplega sex kíló af kristal-metamfetamíni. Um sé að ræða stærstu haldlagningu þess konar fíkniefna í einu máli hérlendis. Einum hafi verið sleppt úr haldi en fimm verði í haldi til 6. nóvember. „Framkvæmdar hafa verið nokkrar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins. Um er að ræða stærstu haldlagningu á kristal metamfetamíni í einu máli hérlendis, en það fannst í bifreið sem var flutt sjóleiðis til landsins.“ Rannsókn málsins, sem snúi að stórfelldu fíkniefnabroti og skipulagðri brotastarfsemi, miði vel. „Við aðgerðirnar naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar Tollsins, embættis héraðssaksóknara og sérsveitar ríkislögreglustjóra,“ segir enn fremur í tilkynningu. Sigurður Kristinn var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Ári áður hlaut hann 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot í rekstri verkatakafyrirtækisins SS verks ehf. Þá var honum einnig gert að greiða 137 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs sem skal greiðast innan fjögurra vikna.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira