Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar 2. nóvember 2024 12:30 Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Íslensk tunga Innflytjendamál Derek T. Allen Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók skilgreinist orðið „inngilding“ sem „stefna eða aðgerð sem stuðlar að því að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, fötlun og fleiri þáttum“. Það er að segja, við eigum öll, ég og þú og þau hin, að búa yfir borgararéttindum óháð stöðu í samfélaginu. Því miður búum við ekki í landi þar sem þetta er raunveruleiki allra, að hluta til vegna þess að bág íslenskukunnátta getur leitt til þess að einstaklingur á miklu erfiðara með að taka þátt í samfélaginu hér á Fróni. Sumum finnst innflytjendur bera mikla ábyrgð á þessu og að kerfið ætti að grípa þá í þeim tilgangi að skola úr þeim móðurmálið og þeirra útlensku siði og að þau séu vandamálið ef þau ná ekki alveg að spreyta sig innan slíks ramma. Vitaskuld á okkar þjóðtungu að vera gert hátt undir höfði, en við eigum að nota íslenskuna til að færa vald þeim sem standa höllum fæti heldur en að beita henni sem vegtálma gegn þeim sem nú þegar eru í erfiðri stöðu. Fjárveitingar til íslenskukennslu og annarra inngildingarverkefna verða að aukast svo að hægt sé að reka íslenskunám yfir höfuð. Hágæða íslenskunám á að vera aðgengilegt á öllum skólastigum, allt frá leikskólum til háskólastigs, sem og í fullorðinsfræðslu. Íslenskunám á vinnutíma þarf einnig að innleiða sem víðast, sem er fullkomlega eðlileg krafa enda er hlutfall atvinnuþátttöku erlendra ríkisborgara hærri en innfæddra Íslendinga. Lokakröfu mína er ekki hægt að formfesta á blaði. Hún er sú að við sýnum umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru að læra tungumálið. Sýnum skilning og vilja til að skilja, jafnvel þegar við skiljum ekki alveg. Höfum í huga að við komum ekki öll úr sömu aðstæðum. Sem íslenskukennari sjálfur hef ég rekist á allan skalann þar sem sumir nemendur voru með doktorspróf og aðrir alveg óskólagengnir og jafnvel ólæsir á sínu móðurmáli. Það þýðir að við þurfum stundum að þola bjagaða íslensku, en bjöguð íslenska er betri en engin íslenska. Langflestir innflytjendur vilja læra íslensku. Vandinn er ekki áhugaleysi, heldur koma fjárveitingar og skortur á skilningi kerfisins á rót vandans í veg fyrir því að þeir nái góðum tökum á málinu. Lausnin er ekki að halda þeim niðri með neins konar harðneskju, en heldur að stuðla að inngildingu, sem krefst ákveðinnar fyrirhafnar á báða bóga. Leyfum fólki að vera fullgildir meðlimir íslenska samfélagsins og hættum að hamra á “aðlögun”, enda þarf ekkert að laga neinn. Innflytjendur eru mennskir, jafnvel þegar þeir eru aðeins öðruvísi. Kjósum öðruvísi. Höfundur kennir íslensku fyrir útlendinga og skipar 3. sæti á lista Pírata í Reykjavík Suður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun