„Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 21:03 Sigursteinn Arndal hefur lítinn tíma haft í æfingar. Mikið leikjaálag er á liðinu. vísir / vilhelm Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum ánægður með glæsilegan 35-29 sigur sinna manna gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. „Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“ Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira
„Ég er virkilega ánægður með tvö góð stig á móti góðu liði Aftureldingar. Þetta er ákveðinn lokapunktur fyrir landsliðspásuna. Við erum búnir að vera í þéttu prógrammi og ég var hrikalega ánægður að sjá kraftinn í mínu liði í dag miðað við það sem á undan er gengið.“ FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel í dag og hleyptu heimamönnum aldrei of nálægt sér. Sigursteinn segir að liðið sé að spila mjög vel og hann hafi lagt áherslu á að halda sama dampi áfram fyrir leikinn í dag. „Við lögðum upp með það að halda áfram á þeim nótum sem að við erum búnir að vera á síðustu tvo leiki. Leikurinn á móti Sävehof var mjög öflugur og auðvitað báðir leikirnir gegn Svíþjóðarmeisturunum mjög öflugir. Við stóðum okkur vel í þessum leikjum með góðri spilamennsku og þess vegna var mikilvægt að halda áfram og leggja áherslu á þá þætti sem hafa verið að ganga vel og halda áfram að vaxa og dafna.“ Örlagaríkt leikhlé Um miðjan síðari hálfleikinn tekur þú leikhlé eftir ágætis kafla hjá Aftureldingu sem gerði út um leikinn, hvað sagðir þú við þína menn þá? „Við vorum aðeins farnir að missa sjónar á því sem skiptir máli hjá okkur. Við vorum að missa fókus varnarlega. Þetta gekk aðallega út á að finna okkar leik aftur spila þá hluti sem að við eigum að vera að gera. Menn voru bara duglegir að minna sig á það í staðinn fyrir að pirra sig á einhverjum mistökum sem bara gerast í handbolta.“ Mikið leikjaálag Það hefur verið mikið álag á FH sem stendur í ströngu í Evrópukeppni á sama tíma og liðið berst um að verja Íslands- og deildarmeistaratitla sína. Þá er freistar liðið sömuleiðis að vinna bikarinn, eina titilinn sem liðið missti af í fyrra. Spurður að því hvernig gangi að berjast á svona mörgum vígstöðvum segir Sigursteinn vera ánægður með hvernig hópurinn hafi sýnt fagmennsku og hugsað vel um sig á sama tíma og hann segir að álagið sé vissulega erfitt en gefi sömuleiðis mikið til liðsins. „Ég er mjög ánægður með hópinn sem hefur stigið upp. Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig. Það er ekki mikið æft milli leikja en þeim mun meiri áhersla er lögð á videófundi, að vera með sína hluti á hreinu og hugsa vel um líkamann. Ég vil hrósa liðinu mínu fyrir það. Við höfum líka reynt að dreifa álaginu og menn eru að leysa mörg hlutverk, varnar og sóknarlega. Við eigum enn tvo leiki eftir í Evrópu og það er alltaf á áætluninni að koma sterkir inn í þetta því til þess að þetta myndi bera ávöxt seinna meir í vetur. Við tökum þessu bara með bros á vör.“
Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira